Tveir fyrir einn í mannréttindum Sigmar Guðmundsson skrifar 4. október 2023 07:00 Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Alþingi Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun