Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 10:49 Þessi mynd sýnir flóttafólk snúa aftur til Afganistan árið 2015, eftir að þau flúðu til Pakistan. Yfirvöld Í Pakistan ætla að vísa minnst 1,7 milljónum Afgana úr landi í næsta mánuði, fari þau ekki sjálfviljug. AP/Rahmat Gul Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega. Pakistan Afganistan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega.
Pakistan Afganistan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira