Líður að verri loftgæðum? Hólmfríður Sigþórsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 5. október 2023 10:32 Einn í viku deyr úr loftmengun Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans og rekur árlega um 7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar, hver flest orsakist af fínu svifryki.Loftmengun er efst á lista yfir umhverfisþætti sem hafa áhrif á lífeðlisfræðilega og ósmitandi sjúkdóma (Noncommunicable diseases, NCD). Meðal þessara sjúkdóma eru krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvarandi öndunarfærasjúkdómar. Fjölmörgum finnast þessar tölur tilheyra öðrum löndum en samkvæmt loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu má árlega rekja 60 ótímabær dauðsföll til útsetningar svifryks á Íslandi eins má rekja 204 töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þessa ógn er loftmengun ekki partur af Íslenskum lýðheilsuvísunum. Þetta sýnir hversu lítið vægi loftmengun fær, gefum henni gaum! Það hefur ekki tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins ættu að vinna markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Í þéttbýli er helsta uppspretta loftmengunar af mannavöldum samgöngur, annars vegar fíngerðar sótagnir sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar grófari agnir sem myndast við slit gatna (ráðandi þáttur er slit nagladekkja á slitlagi). Á vef Stjórnarráðsins segir að „loftgæði á Íslandi séu almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.“ Nokkrum sinnum er mörgum númerum og oft. Leyfilegt er að fara 35 sinnum yfir sólarhringsmörk svifryks ár hvert. Á Akureyri fór styrkur svifryks að meðaltali 26 sinnum yfir leyfileg sólarhrings heilsuverndarmörk (50 µg/m3 ) á árunum 2017 til 2019. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning. Yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma þannig að nánast aldrei sé farið yfir viðmiðunarmörk og allt gert til að koma í veg fyrir loftmengun af mannavöldum. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum fólks. Nægar heimildir ættu að vera í lögum og reglum svo ávallt megi tryggja loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um. Virðum Parma-yfirlýsingin þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Tryggjum loftgæði og leyfum leikskólabörnum í þéttbýli að komast út að leika í allan vetur. Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi VGÁlfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðsJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Einn í viku deyr úr loftmengun Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans og rekur árlega um 7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar, hver flest orsakist af fínu svifryki.Loftmengun er efst á lista yfir umhverfisþætti sem hafa áhrif á lífeðlisfræðilega og ósmitandi sjúkdóma (Noncommunicable diseases, NCD). Meðal þessara sjúkdóma eru krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvarandi öndunarfærasjúkdómar. Fjölmörgum finnast þessar tölur tilheyra öðrum löndum en samkvæmt loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu má árlega rekja 60 ótímabær dauðsföll til útsetningar svifryks á Íslandi eins má rekja 204 töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þessa ógn er loftmengun ekki partur af Íslenskum lýðheilsuvísunum. Þetta sýnir hversu lítið vægi loftmengun fær, gefum henni gaum! Það hefur ekki tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins ættu að vinna markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Í þéttbýli er helsta uppspretta loftmengunar af mannavöldum samgöngur, annars vegar fíngerðar sótagnir sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar grófari agnir sem myndast við slit gatna (ráðandi þáttur er slit nagladekkja á slitlagi). Á vef Stjórnarráðsins segir að „loftgæði á Íslandi séu almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.“ Nokkrum sinnum er mörgum númerum og oft. Leyfilegt er að fara 35 sinnum yfir sólarhringsmörk svifryks ár hvert. Á Akureyri fór styrkur svifryks að meðaltali 26 sinnum yfir leyfileg sólarhrings heilsuverndarmörk (50 µg/m3 ) á árunum 2017 til 2019. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning. Yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma þannig að nánast aldrei sé farið yfir viðmiðunarmörk og allt gert til að koma í veg fyrir loftmengun af mannavöldum. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum fólks. Nægar heimildir ættu að vera í lögum og reglum svo ávallt megi tryggja loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um. Virðum Parma-yfirlýsingin þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Tryggjum loftgæði og leyfum leikskólabörnum í þéttbýli að komast út að leika í allan vetur. Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi VGÁlfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðsJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun