Líður að verri loftgæðum? Hólmfríður Sigþórsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 5. október 2023 10:32 Einn í viku deyr úr loftmengun Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans og rekur árlega um 7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar, hver flest orsakist af fínu svifryki.Loftmengun er efst á lista yfir umhverfisþætti sem hafa áhrif á lífeðlisfræðilega og ósmitandi sjúkdóma (Noncommunicable diseases, NCD). Meðal þessara sjúkdóma eru krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvarandi öndunarfærasjúkdómar. Fjölmörgum finnast þessar tölur tilheyra öðrum löndum en samkvæmt loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu má árlega rekja 60 ótímabær dauðsföll til útsetningar svifryks á Íslandi eins má rekja 204 töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þessa ógn er loftmengun ekki partur af Íslenskum lýðheilsuvísunum. Þetta sýnir hversu lítið vægi loftmengun fær, gefum henni gaum! Það hefur ekki tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins ættu að vinna markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Í þéttbýli er helsta uppspretta loftmengunar af mannavöldum samgöngur, annars vegar fíngerðar sótagnir sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar grófari agnir sem myndast við slit gatna (ráðandi þáttur er slit nagladekkja á slitlagi). Á vef Stjórnarráðsins segir að „loftgæði á Íslandi séu almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.“ Nokkrum sinnum er mörgum númerum og oft. Leyfilegt er að fara 35 sinnum yfir sólarhringsmörk svifryks ár hvert. Á Akureyri fór styrkur svifryks að meðaltali 26 sinnum yfir leyfileg sólarhrings heilsuverndarmörk (50 µg/m3 ) á árunum 2017 til 2019. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning. Yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma þannig að nánast aldrei sé farið yfir viðmiðunarmörk og allt gert til að koma í veg fyrir loftmengun af mannavöldum. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum fólks. Nægar heimildir ættu að vera í lögum og reglum svo ávallt megi tryggja loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um. Virðum Parma-yfirlýsingin þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Tryggjum loftgæði og leyfum leikskólabörnum í þéttbýli að komast út að leika í allan vetur. Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi VGÁlfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðsJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Einn í viku deyr úr loftmengun Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans og rekur árlega um 7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar, hver flest orsakist af fínu svifryki.Loftmengun er efst á lista yfir umhverfisþætti sem hafa áhrif á lífeðlisfræðilega og ósmitandi sjúkdóma (Noncommunicable diseases, NCD). Meðal þessara sjúkdóma eru krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvarandi öndunarfærasjúkdómar. Fjölmörgum finnast þessar tölur tilheyra öðrum löndum en samkvæmt loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu má árlega rekja 60 ótímabær dauðsföll til útsetningar svifryks á Íslandi eins má rekja 204 töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þessa ógn er loftmengun ekki partur af Íslenskum lýðheilsuvísunum. Þetta sýnir hversu lítið vægi loftmengun fær, gefum henni gaum! Það hefur ekki tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins ættu að vinna markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Í þéttbýli er helsta uppspretta loftmengunar af mannavöldum samgöngur, annars vegar fíngerðar sótagnir sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar grófari agnir sem myndast við slit gatna (ráðandi þáttur er slit nagladekkja á slitlagi). Á vef Stjórnarráðsins segir að „loftgæði á Íslandi séu almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.“ Nokkrum sinnum er mörgum númerum og oft. Leyfilegt er að fara 35 sinnum yfir sólarhringsmörk svifryks ár hvert. Á Akureyri fór styrkur svifryks að meðaltali 26 sinnum yfir leyfileg sólarhrings heilsuverndarmörk (50 µg/m3 ) á árunum 2017 til 2019. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning. Yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma þannig að nánast aldrei sé farið yfir viðmiðunarmörk og allt gert til að koma í veg fyrir loftmengun af mannavöldum. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum fólks. Nægar heimildir ættu að vera í lögum og reglum svo ávallt megi tryggja loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um. Virðum Parma-yfirlýsingin þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Tryggjum loftgæði og leyfum leikskólabörnum í þéttbýli að komast út að leika í allan vetur. Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi VGÁlfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðsJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar