Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2023 13:59 AP/Forseti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni. Um er að ræða einhverja mannskæðustu árás í Úkraínu á undanförnum mánuðum. AFP fréttaveitan segir að fólk hafi verið komið saman í húsinu fyrir minningarathöfn. Selenskí kallaði árásina vísvitandi hryðjuverkaárás og hvatti bakhjarla Úkraínumanna að hjálpa þeim að styrkja loftvarnir sínar, því stöðva þyrfti „rússnesk hryðjuverk“. Forsetinn er nú staddur á Spáni á fundi um fimmtíu leiðtoga Evrópu og segist hann ætla að ræða betri loftvarnir við bakhjarla sína. Selenskí heitir því að brugðist verði við þessum árásum. #Ukraine : footage from the site of the Russian strike in the village of Hroza in #Kharkiv region.Rescue workers look through the rubble of the destroyed grocery store for people. pic.twitter.com/1JPp9NoiKF— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 5, 2023 Frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á byggð ból í Úkraínu og fellt fjölmarga óbreytta borgara. Þessar árásir hafa verið gerðar með sprengikúlum, loftárásum, spjálfsprengidrónum og eld- og stýriflaugum, svo eitthvað sé nefnt. Flugher Úkraínu sagði í dag að Rússar hefðu gert árás með 29 sjálfsprengidrónum frá Íran á suðurhluta Úkraínu í morgun en að 24 þeirra hafi verið skotnir niður. Þá eru Rússar sagðir hafa gert loftárás á sjúkrahús í Beryslav í Kherson. Tveir heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir hafa særst í henni. The regional hospital in Beryslav was bombed earlier today. A video filmed from Nova Kakhovka showed the moment the bomb hit. The fact that the video was aimed at the hospital suggests that it was deliberate. pic.twitter.com/sNoQqw6lZQ— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 5, 2023 Árásum Úkraínumanna á Rússa hefur farið fjölgandi, þó fjöldi þeirra sé ekki sambærilegur árásum Rússa á Úkraínu. Í yfirlýsingu í dag sagði Selenskí að gífurlega mikilvægt væri að styrkja loftvarnir Úkraínumanna fyrir veturinn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, með því yfirlýst markmiði að frysta óbreytta borgara, þvinga þá á flótta og reyna að þvinga þá til uppgjafar. Úkraínumenn óttast að árásir þessar muni hefjast á nýjan leik með kaldari tíð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12 Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Um er að ræða einhverja mannskæðustu árás í Úkraínu á undanförnum mánuðum. AFP fréttaveitan segir að fólk hafi verið komið saman í húsinu fyrir minningarathöfn. Selenskí kallaði árásina vísvitandi hryðjuverkaárás og hvatti bakhjarla Úkraínumanna að hjálpa þeim að styrkja loftvarnir sínar, því stöðva þyrfti „rússnesk hryðjuverk“. Forsetinn er nú staddur á Spáni á fundi um fimmtíu leiðtoga Evrópu og segist hann ætla að ræða betri loftvarnir við bakhjarla sína. Selenskí heitir því að brugðist verði við þessum árásum. #Ukraine : footage from the site of the Russian strike in the village of Hroza in #Kharkiv region.Rescue workers look through the rubble of the destroyed grocery store for people. pic.twitter.com/1JPp9NoiKF— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 5, 2023 Frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á byggð ból í Úkraínu og fellt fjölmarga óbreytta borgara. Þessar árásir hafa verið gerðar með sprengikúlum, loftárásum, spjálfsprengidrónum og eld- og stýriflaugum, svo eitthvað sé nefnt. Flugher Úkraínu sagði í dag að Rússar hefðu gert árás með 29 sjálfsprengidrónum frá Íran á suðurhluta Úkraínu í morgun en að 24 þeirra hafi verið skotnir niður. Þá eru Rússar sagðir hafa gert loftárás á sjúkrahús í Beryslav í Kherson. Tveir heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir hafa særst í henni. The regional hospital in Beryslav was bombed earlier today. A video filmed from Nova Kakhovka showed the moment the bomb hit. The fact that the video was aimed at the hospital suggests that it was deliberate. pic.twitter.com/sNoQqw6lZQ— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 5, 2023 Árásum Úkraínumanna á Rússa hefur farið fjölgandi, þó fjöldi þeirra sé ekki sambærilegur árásum Rússa á Úkraínu. Í yfirlýsingu í dag sagði Selenskí að gífurlega mikilvægt væri að styrkja loftvarnir Úkraínumanna fyrir veturinn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, með því yfirlýst markmiði að frysta óbreytta borgara, þvinga þá á flótta og reyna að þvinga þá til uppgjafar. Úkraínumenn óttast að árásir þessar muni hefjast á nýjan leik með kaldari tíð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12 Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43
Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12
Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16