Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. október 2023 14:30 Veggjalús er orðin mjög algeng hér á landi en hún kom fyrst hingað til lands árið 1893. Hún skríður upp í rúm til fólks á nótunni til að nærast. Getty Images Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. Veggjalýs í fjölda stofnana og skóla Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Stöð 5, að veggjalýs hefðu fundist í allt að 17 stofnunum og að sjö skólum hefði verið lokað. Franska ríkisstjórnin boðaði til sérstaks fundar vegna þessarar óskemmtilegu blóðsugu, en nú stendur heimsmeistarakeppnin í ruðningi yfir í Frakklandi og fyrir dyrum eru Ólympíuleikarnir næsta sumar, svo Frakkar mega lítt við faraldri af þessari tegund í augnablikinu. Attal segir að gripið verði til aðgerða hið snarasta, viðurkenndir lúsabanar hafi verið kallaðir til sem eigi að ráða niðurlögum lúsarinnar á innan við sólarhring. Finnast á milljónum heimila Talið er að veggjalýs finnist á 10. hverju heimili í Frakklandi og getur það kostað heimilishaldið nokkur hundruð evrur að hreinsa heimilið af óværunni. Þá hafa veggjalýs fundist að undanförnu í neðanjarðarlestarkerfinu í París, á Charles De Gaulle flugvellinum og í frönskum hraðlestum en breska blaðið Guardian segir að 15 slíkar bruni til Lundúna á degi hverjum og að aukinnar hræðslu gæti á meðal Englendinga við að þeir flytji þessa óvelkomnu gesti inn á heimili sín. Veggjalýs eru velþekktar á Íslandi Veggjalúsin er Íslendingum ekki alveg ókunn. Hún fagnar í ár 130 ára afmæli landnáms á Íslandi en hennar varð fyrst vart á Framnesi við Dýrafjörð árið 1893 og getum við þakkað norskum hvalföngurum þann innflutning. Getur fjölgað sér 500 sinnum á ævinni Veggjalúsin nærist alfarið á blóði, helst mannablóði. Hún hefst gjarnan við í námunda við svefnstæði manna og getur á 10 mínútum sogið tífalda þyngd sína af blóði. Eftir slíka máltíð leggst hún á meltuna og verpir gjarnan eggjum en hún verpir allt að 500 eggjum á æviskeiði sínu sem er upp undir eitt og hálft ár. Frakkland Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Veggjalýs í fjölda stofnana og skóla Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Stöð 5, að veggjalýs hefðu fundist í allt að 17 stofnunum og að sjö skólum hefði verið lokað. Franska ríkisstjórnin boðaði til sérstaks fundar vegna þessarar óskemmtilegu blóðsugu, en nú stendur heimsmeistarakeppnin í ruðningi yfir í Frakklandi og fyrir dyrum eru Ólympíuleikarnir næsta sumar, svo Frakkar mega lítt við faraldri af þessari tegund í augnablikinu. Attal segir að gripið verði til aðgerða hið snarasta, viðurkenndir lúsabanar hafi verið kallaðir til sem eigi að ráða niðurlögum lúsarinnar á innan við sólarhring. Finnast á milljónum heimila Talið er að veggjalýs finnist á 10. hverju heimili í Frakklandi og getur það kostað heimilishaldið nokkur hundruð evrur að hreinsa heimilið af óværunni. Þá hafa veggjalýs fundist að undanförnu í neðanjarðarlestarkerfinu í París, á Charles De Gaulle flugvellinum og í frönskum hraðlestum en breska blaðið Guardian segir að 15 slíkar bruni til Lundúna á degi hverjum og að aukinnar hræðslu gæti á meðal Englendinga við að þeir flytji þessa óvelkomnu gesti inn á heimili sín. Veggjalýs eru velþekktar á Íslandi Veggjalúsin er Íslendingum ekki alveg ókunn. Hún fagnar í ár 130 ára afmæli landnáms á Íslandi en hennar varð fyrst vart á Framnesi við Dýrafjörð árið 1893 og getum við þakkað norskum hvalföngurum þann innflutning. Getur fjölgað sér 500 sinnum á ævinni Veggjalúsin nærist alfarið á blóði, helst mannablóði. Hún hefst gjarnan við í námunda við svefnstæði manna og getur á 10 mínútum sogið tífalda þyngd sína af blóði. Eftir slíka máltíð leggst hún á meltuna og verpir gjarnan eggjum en hún verpir allt að 500 eggjum á æviskeiði sínu sem er upp undir eitt og hálft ár.
Frakkland Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira