Engin typpi í kvennaklefanum þrátt fyrir afleit lög Eva Hauksdóttir skrifar 10. október 2023 11:30 Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast. Vondu fréttirnar: Ég skrifaði pistil síðasta mánudag, þar sem ég gekk út frá því að rétt væri með farið að börn í skólasundi hefðu mætt manni með kynfæri karlmanns. Hið rétta er að um var að ræða transkonu sem er ekki lengur með kynfæri karlmanns. Pistillinn er til þess fallinn að særa viðkomandi konu og annað fólk í sömu aðstöðu og hrekja það aftur inn í þriðja búningsklefann, rétt eins og samfélag okkar reyndi að hrekja samkynhneigða aftur inn í skápinn fyrir nokkrum áratugum. Ég hefði ekki átt að nota þetta dæmi sem útgangspunkt og mér þykir leitt að hafa sært fólk sem er bara að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Gömlu fréttirnar: Innistæðulaus typpasaga breytir engu um það að árið 2019 setti Alþingi illa ígrunduð lög um að hver og einn geti valið sér kyn að eigin geðþótta. Þau lög voru sett án þess að tekið væri á mögulegri misnotkun þeirra. Það var gert þrátt fyrir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi komið upp tilvik þar sem karlmenn sem segjast vera konur hafi verið vistaðir í kvennafangelsum. Þrátt fyrir dæmi um að karlmenn sem segjast vera konur hafi fengið inni í athvörfum fyrir konur í viðkvæmri stöðu og jafnvel þótt viðleitni til að koma í veg fyrir það hafi mætt andstöðu þeirra sem óttast að slíkt "kynjamisrétti" komi niður á transkonum. Klikkuðu fréttirnar: Mannréttindastjóri Reykjavíkur hefur staðfest, skriflega, þá afstöðu sína að transfólk geti nýtt sér kyngreind rými, óháð líkamlegum einkennum sínum. Þessi afstaða er sett fram með vísan til fyrrnefndra laga. Ég hef nú loksins fengið staðfest hjá mannréttindastjóra að textinn hér að ofan stafi frá henni en ég sendi mannréttindastjóra fyrirspurn um það síðasta miðvikudag. Það er því raunveruleg (en að mínu viti röng) lagatúlkun Mannréttindaráðs að ekki megi koma í veg fyrir að karlmenn sem skilgreina sig sem konur noti búningsaðstöðu kvenna. Þessi afstaða er staðfest þrátt fyrir að slík atvik hafi komið upp í öðrum löndum og þrátt fyrir opinberar kvartanir sundkvenna í Pennsylvaniu, sem var gert að nota sömu búningsaðstöðu og kona með karlmannskynfæri. Umrædd sundkona, Lia Thomas, er reyndar þekktari fyrir stórsigur í kvennaflokki en það að hafa verið með typpi í kvennaklefanum. Umræðan: Umræðan um þessi mál, og þar með mín umfjöllun, getur ýtt undir tilefnislítinn ótta um að karlar misnoti rétt sinn til að skilgreina sig sem konu. Það er líka aukin hætta á að fólk láti í ljós óvild þegar umræðan er ekki einhliða. Það er vont en þó ekki næg ástæða til að forðast umræðu um ágreiningsmál. Það má gagnrýna skort á eldvörnum þótt það geti gert einhverja óþarflega stressaða. Það má tala um stríðsglæpi Ísraels og hryðjuverk Hamas,þó svo að gyðingahatarar og múslímahatarar grípi tækifæri til að tjá sig, það verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin offorsi. Það má tala um vandamál sem fylgja flóttamannastraumnum þótt harðir þjóðernissinnar beini reiði sinni að hælisleitendum, það þýðir auðvitað ekki að við eigum að umbera ógnandi framkomu. Það má tala um vandamál sem spretta af endurskilgreiningum á kyni, þótt þeir sem hafa andúð á hinsegin fólki láti það frekar í ljós þegar umræðan er ekki einhliða, það merkir ekki að við lítum framhjá einelti. Lýðræðislegt samfélag leiðréttir misskilning og rangfærslur, svarar ósanngirni og fordómum og tekur á hatursglæpum sem öðrum. Lýðræðislegt samfélag reynir ekki bæla niður gagnrýni og skoðanaskipti af ótta við að fordómar afhjúpist. Og þótt andúð, sem þegar er til staðar, komi í ljós, er það ekki "bakslag". Hinsegin fólk hefur aldrei notið meiri réttinda og meira umburðarlyndis en á síðustu árum og þótt 5-6 manns af hverjum 100 hafi horn í síðu transfólks, þá gefur það Samtökunum '78 engan einkarétt á umræðunni. Höfundur er lögmaður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun