Reyna að umkringja úkraínska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2023 22:00 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta Úkraínu. Getty/Roman Chop Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. Herforingjaráð Úkraínu segir hermenn hafa varist tugum áhlaupa Rússa og hefur þessum árásum verið lýstum sem þeim umfangsmestu á þessu svæði, frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur samkvæmt frétt BBC verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Samhliða þessari sókn hafa Rússar gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á Avdívka en BBC segir um 1.600 manns enn búa í bænum. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Forsvarsmenn rússneska hersins segja hermenn sína hafa sótt fram og tekið einhverjar skotgrafir Úkraínumanna. Hér að neðan má sjá grófa mynd af stöðunni við Avdívka eins og hún var í gærkvöldi, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Russian forces launched localized attacks towards Avdiivka after intensive artillery preparation in the early hours of Oct. 10, and geolocated footage from Oct 10 & Oct 11 confirms Russia advanced SW of Avdiivka near Sieverne & NW of Avdiivka near Stepove and Krasnohorivka. pic.twitter.com/yfB6KXYvEU— ISW (@TheStudyofWar) October 12, 2023 Í samtali við blaðamann Washington Post segir Vadym Sukharevskyi, yfirmaður í úkraínska hernum, að Rússar hafi sent allt að þrjú stórfylki (e. Brigade) af ferskum hermönnum til að taka þátt í þessari sókn. Hann segir Rússa hafa sótt fram í fylkingum skrið- og bryndreka með stuðningi fótgönguliðs, stórskotaliðs og loftárása. Þá noti Rússar dróna mikið til árása. Árásir Rússa hafa verið fangaðar á myndbönd með drónum en bæði Rússar og Úkraínumenn nota dróna meðal annars til að vakta víglínur og til að stýra stórskotaliðsárásum. Miðað við myndefnið hafa Rússar misst töluvert af hergögnum við Avdívka. #Ukraine: Footage showing a recent Russian attack on Pervomaiske during the ongoing offensive on Avdiivka, #Donetsk Oblast- at least two Russian BMP infantry fighting vehicles and two tanks, including a T-80BVM obr. 2022, were damaged by anti-tank fire and mines. pic.twitter.com/744BxIDiXV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 12, 2023 More footage from the Avdiivka front, including from 2 days ago. The first from Ukraine s 129th Territorial Defense Brigade shows the aftermath of the same T-80BVM tank loss from earlier in my thread. 13/https://t.co/w6lvx0ZW6rhttps://t.co/zo76ubt00Whttps://t.co/Hy3cbVdwWj pic.twitter.com/ZEvyoKKxRs— Rob Lee (@RALee85) October 12, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Herforingjaráð Úkraínu segir hermenn hafa varist tugum áhlaupa Rússa og hefur þessum árásum verið lýstum sem þeim umfangsmestu á þessu svæði, frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur samkvæmt frétt BBC verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Samhliða þessari sókn hafa Rússar gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á Avdívka en BBC segir um 1.600 manns enn búa í bænum. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Forsvarsmenn rússneska hersins segja hermenn sína hafa sótt fram og tekið einhverjar skotgrafir Úkraínumanna. Hér að neðan má sjá grófa mynd af stöðunni við Avdívka eins og hún var í gærkvöldi, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Russian forces launched localized attacks towards Avdiivka after intensive artillery preparation in the early hours of Oct. 10, and geolocated footage from Oct 10 & Oct 11 confirms Russia advanced SW of Avdiivka near Sieverne & NW of Avdiivka near Stepove and Krasnohorivka. pic.twitter.com/yfB6KXYvEU— ISW (@TheStudyofWar) October 12, 2023 Í samtali við blaðamann Washington Post segir Vadym Sukharevskyi, yfirmaður í úkraínska hernum, að Rússar hafi sent allt að þrjú stórfylki (e. Brigade) af ferskum hermönnum til að taka þátt í þessari sókn. Hann segir Rússa hafa sótt fram í fylkingum skrið- og bryndreka með stuðningi fótgönguliðs, stórskotaliðs og loftárása. Þá noti Rússar dróna mikið til árása. Árásir Rússa hafa verið fangaðar á myndbönd með drónum en bæði Rússar og Úkraínumenn nota dróna meðal annars til að vakta víglínur og til að stýra stórskotaliðsárásum. Miðað við myndefnið hafa Rússar misst töluvert af hergögnum við Avdívka. #Ukraine: Footage showing a recent Russian attack on Pervomaiske during the ongoing offensive on Avdiivka, #Donetsk Oblast- at least two Russian BMP infantry fighting vehicles and two tanks, including a T-80BVM obr. 2022, were damaged by anti-tank fire and mines. pic.twitter.com/744BxIDiXV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 12, 2023 More footage from the Avdiivka front, including from 2 days ago. The first from Ukraine s 129th Territorial Defense Brigade shows the aftermath of the same T-80BVM tank loss from earlier in my thread. 13/https://t.co/w6lvx0ZW6rhttps://t.co/zo76ubt00Whttps://t.co/Hy3cbVdwWj pic.twitter.com/ZEvyoKKxRs— Rob Lee (@RALee85) October 12, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00