Tveir látnir eftir skotárás í Brussel Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 19:36 Stuðningsmaður Svíþjóðar á vellinum í Brussel sést hér gráti nær talandi í símann. Áhorfendur voru beiðnir um að halda kyrru á vellinum. Getty Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað. Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06. Belgía Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06.
Belgía Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira