Alvarlegar aukaverkanir íslensku krónunnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. október 2023 10:30 Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar