Ef þingflokksformaðurinn tæki niður frjálshyggjugleraugun Árni Guðmundsson skrifar 30. október 2023 11:30 Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun