Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 14:58 Aleksandar Vucic, forseti Serbíu. AP/Darko Vojinovic Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. Vucic tryggði sér sitt annað fimm ára kjörtímabil í fyrra. Næstu forsetakosningar verða samhliða sveitarstjórnarkosningum „Við lifum á tímum þar sem nauðsynlegt er að við séum sameinuðu í baráttu okkar fyrir hagsmunum Serbíu,“ sagði Vucic í ávarpi. Hann sagði Serba undir miklu álagi, bæði vegna afstöðu þeirra til Kósovó og vegna annarra málefna. Þá sagði hann mikilvægt fyrir Serba að tryggja frið, stöðugleika og samstöðu. Forsetinn og flokkurinn SNS, sem hann stjórnaði þar til í maí, hafa setið undir ásökunum um einræðistilburði, að grafa undan frjálsum fjölmiðlum, kosningasvindl, ofbeldi gegn stjórnarandstöðu, spillingu og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Reuters hefur eftir sérfræðingum að nýjar kosningar og óstarfhæft þing muni gefa Vucic tíma til að takast á við sjálfstætt Kósóvó, ríki sem Serbar telja tilheyra þeim. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Serbar hafa þrýst verulega á yfirvöld í Kósovó að undanförnu. Mikill spenna skapaðist á svæðinu í september þegar fjórir létust í skotárás í klaustri í Kósovó, nærri landamærum Serbíu. Þar kom til skotbardaga milli mannanna og lögregluþjóna. Serbar sendu töluvert af herliði að landamærum ríkjanna. Sjá einnig: Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er á ferðalagi um Balkanskaga en Serbar vilja inngöngu í sambandið. Hún sagði í gær að eitt af skilyrðum fyrir inngöngu væri að Serbía og Kósovó ættu í eðlilegum pólitískum samskiptum. Aleksandar Vucic og Ursula Von der Leyen funduðu í gær.AP/Darko Vojinovic Segir að draga þurfi línu í sandinn Í samtali við Guardian segir hollenskur evrópuþingmaður að draga verði línuna í sandinn, hvað varði Serbíu. Vucic neiti að viðurkenna Kósovó og neiti að taka skref í átt að viðurkenningu. Þá hafi hann sagt við Ursulu Von der Leyen að hann sé stoltur af því að viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó. Nú ætli hann að taka höndum saman við far hægri þjóðernissinna í komandi kosningum. Þingmaðurinn Thijs Reuten sagði Vucic ekki geta haldið áfram að vera vinveittur Rússlandi, bera ábyrgð á óstöðugleika í nágrannaríkjum Serbíu, leyfa og styðja aðgerðir sem grafi undan stöðugleika og á sama tíma tala um vilja til að ganga í Evrópusambandið og fá milljarða evra í stuðning frá bandalaginu. Reuten vísaði einnig til þess að sem yfirmaður nefndar ESB um framkvæmd kosninga hafi hann og samstarfsmenn hans séð í síðustu forsetakosningum Serbíu að frambjóðendur hefðu ekki notið sömu aðstæðna, sérstaklega hvað varði fjölmiðlaumfjöllum. Hann segir Vucic einungis hafa boðað til nýrra kosninga til að tryggja stöðu sína. Serbía Evrópusambandið Kósovó Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00 Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Vucic tryggði sér sitt annað fimm ára kjörtímabil í fyrra. Næstu forsetakosningar verða samhliða sveitarstjórnarkosningum „Við lifum á tímum þar sem nauðsynlegt er að við séum sameinuðu í baráttu okkar fyrir hagsmunum Serbíu,“ sagði Vucic í ávarpi. Hann sagði Serba undir miklu álagi, bæði vegna afstöðu þeirra til Kósovó og vegna annarra málefna. Þá sagði hann mikilvægt fyrir Serba að tryggja frið, stöðugleika og samstöðu. Forsetinn og flokkurinn SNS, sem hann stjórnaði þar til í maí, hafa setið undir ásökunum um einræðistilburði, að grafa undan frjálsum fjölmiðlum, kosningasvindl, ofbeldi gegn stjórnarandstöðu, spillingu og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Reuters hefur eftir sérfræðingum að nýjar kosningar og óstarfhæft þing muni gefa Vucic tíma til að takast á við sjálfstætt Kósóvó, ríki sem Serbar telja tilheyra þeim. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Serbar hafa þrýst verulega á yfirvöld í Kósovó að undanförnu. Mikill spenna skapaðist á svæðinu í september þegar fjórir létust í skotárás í klaustri í Kósovó, nærri landamærum Serbíu. Þar kom til skotbardaga milli mannanna og lögregluþjóna. Serbar sendu töluvert af herliði að landamærum ríkjanna. Sjá einnig: Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er á ferðalagi um Balkanskaga en Serbar vilja inngöngu í sambandið. Hún sagði í gær að eitt af skilyrðum fyrir inngöngu væri að Serbía og Kósovó ættu í eðlilegum pólitískum samskiptum. Aleksandar Vucic og Ursula Von der Leyen funduðu í gær.AP/Darko Vojinovic Segir að draga þurfi línu í sandinn Í samtali við Guardian segir hollenskur evrópuþingmaður að draga verði línuna í sandinn, hvað varði Serbíu. Vucic neiti að viðurkenna Kósovó og neiti að taka skref í átt að viðurkenningu. Þá hafi hann sagt við Ursulu Von der Leyen að hann sé stoltur af því að viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó. Nú ætli hann að taka höndum saman við far hægri þjóðernissinna í komandi kosningum. Þingmaðurinn Thijs Reuten sagði Vucic ekki geta haldið áfram að vera vinveittur Rússlandi, bera ábyrgð á óstöðugleika í nágrannaríkjum Serbíu, leyfa og styðja aðgerðir sem grafi undan stöðugleika og á sama tíma tala um vilja til að ganga í Evrópusambandið og fá milljarða evra í stuðning frá bandalaginu. Reuten vísaði einnig til þess að sem yfirmaður nefndar ESB um framkvæmd kosninga hafi hann og samstarfsmenn hans séð í síðustu forsetakosningum Serbíu að frambjóðendur hefðu ekki notið sömu aðstæðna, sérstaklega hvað varði fjölmiðlaumfjöllum. Hann segir Vucic einungis hafa boðað til nýrra kosninga til að tryggja stöðu sína.
Serbía Evrópusambandið Kósovó Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00 Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46
NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56
Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00
Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51