Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 07:41 Lise Klaveness er óhrædd við að gagnrýna forystu FIFA en fræg er ræða hennar frá ársþingi FIFA. Getty/Trond Tandberg Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. Við vitum núna hvar næstu þrjár heimsmeistarakeppnir karla í fótbolta fara fram og það án þess að það hafi verið kosið um hvar keppnirnar 2030 og 2034 fari fram. Ástæðan var einföld. Það var bara eitt framboð í boði. Þetta varð ljóst með HM 2034 eftir að Ástralar hættu við að vilja halda HM og aðeins Sádí Arabía stóð eftir. FIFA bauð síðan upp á skrautlega útfærslu fyrir keppnina 2030 þar sem þrír fyrstu leikirnir fara fram í þremur löndum í Suður Ameríku en restin af keppninni er síðan spiluð í þremur löndum í suður Evrópu og norður Afríku. Þetta var bara gefið út í fréttatilkynningu í byrjun október. Lise Klaveness fyrer løs mot Fifa etter VM-prosessen: - Ser ikke ut til å ha vært reell konkurranse https://t.co/OQCaYKZrzU— TV 2 Sport (@tv2sport) November 1, 2023 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur gagnrýnt forseta FIFA, Gianni Infantino, fyrir það hvernig staðið var að þessu. „Nú þegar lokafresturinn er runninn út fyrir þjóðir til að sækja um HM þá stöndum við enn á ný uppi með spurningar um það hvernig við komust á þennan stað,“ sagði Lise Klaveness en norska ríkisútvarpið segir frá. „Það virðist ekki hafa verið alvöru samkeppni um að fá að halda HM 2030 og 2034 og það lítur út fyrir að forseti FIFA (Gianni Infantino) hafi verið duglegur að vinna að því á bak við tjöldin að tryggja það að þetta væri útkoman,“ sagði Klaveness. „Ég hef áhyggjur af því þegar það er engin opinber samkeppni lengur um að fá að halda heimsmeistaramót þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar í bakherbergjum. Í fótboltanum þurfum við á andstöðu þess að halda og gegnsæi var líka einmitt það sem Infantino lofaði þegar hann var kosinn forseti FIFA,“ sagði Klaveness. FIFA Norski boltinn HM 2026 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Við vitum núna hvar næstu þrjár heimsmeistarakeppnir karla í fótbolta fara fram og það án þess að það hafi verið kosið um hvar keppnirnar 2030 og 2034 fari fram. Ástæðan var einföld. Það var bara eitt framboð í boði. Þetta varð ljóst með HM 2034 eftir að Ástralar hættu við að vilja halda HM og aðeins Sádí Arabía stóð eftir. FIFA bauð síðan upp á skrautlega útfærslu fyrir keppnina 2030 þar sem þrír fyrstu leikirnir fara fram í þremur löndum í Suður Ameríku en restin af keppninni er síðan spiluð í þremur löndum í suður Evrópu og norður Afríku. Þetta var bara gefið út í fréttatilkynningu í byrjun október. Lise Klaveness fyrer løs mot Fifa etter VM-prosessen: - Ser ikke ut til å ha vært reell konkurranse https://t.co/OQCaYKZrzU— TV 2 Sport (@tv2sport) November 1, 2023 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur gagnrýnt forseta FIFA, Gianni Infantino, fyrir það hvernig staðið var að þessu. „Nú þegar lokafresturinn er runninn út fyrir þjóðir til að sækja um HM þá stöndum við enn á ný uppi með spurningar um það hvernig við komust á þennan stað,“ sagði Lise Klaveness en norska ríkisútvarpið segir frá. „Það virðist ekki hafa verið alvöru samkeppni um að fá að halda HM 2030 og 2034 og það lítur út fyrir að forseti FIFA (Gianni Infantino) hafi verið duglegur að vinna að því á bak við tjöldin að tryggja það að þetta væri útkoman,“ sagði Klaveness. „Ég hef áhyggjur af því þegar það er engin opinber samkeppni lengur um að fá að halda heimsmeistaramót þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar í bakherbergjum. Í fótboltanum þurfum við á andstöðu þess að halda og gegnsæi var líka einmitt það sem Infantino lofaði þegar hann var kosinn forseti FIFA,“ sagði Klaveness.
FIFA Norski boltinn HM 2026 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira