Ekkert réttlætir mannfallið Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 16:00 Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall. Á Gaza hefur nær 1,5 milljón manna þurft að flýja heimili sín og er á vergangi. Heilt samfélag hefur verið lagt í rúst. Lífsnauðsynjar eru af mjög skornum skammti og aðgangur að mannúðaraðstoð er nær enginn. Hver dagur verður barátta um að lifa af. Í Ísrael voru 1400 einstaklingar drepnir og þar bíða fjölskyldur 240 gísla eftir því að endurheimta ástvini. Yfir 200.000 Ísraelar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá er ótalið mannfall Palestínufólks á Vesturbakkanum. Ítrekuð brot á mannúðarlögum Alþjóðaráð Rauða krossins sinnir mannúðaraðstoð í Ísrael og á Gaza og hefur ítrekað krafist þess að alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í vopnuðum átökum verði virt. Öllum ríkjum heims ber að fylgja mannúðarlögunum og samkvæmt þeim njóta almennir borgarar verndar í vopnuðum átökum. Óheimilt er að taka almenna borgara í gíslingu. Óheimilt er að ráðast á nauðsynlega innviði svo sem vatns- og rafmagnsveitur og að svipta almenning aðgangi að matvælum, sem eru þeim ómissandi til þess að komast lífs af. Sjúkrahús og sjúkrabifreiðar njóta sérstakrar verndar og heilbrigðisstarfsfólk, mannúðar- og hjálparsamtök verða að geta sinnt hjálparstarfi á öruggan hátt. Konur og börn njóta einnig sérstakrar verndar í vopnuðum átökum. Síðast en ekki síst eiga allir almennir borgarar rétt á mannúðaraðstoð. Mannúðarlögin krefjast þess einnig að almenningur sé varaður við yfirvofandi árásum. Viðvaranir verða að vera tímanlegar, skýrar og tryggja verður fólki örugga flóttaleið. Almennir borgarar sem ekki geta flúið njóta engu að síður verndar samkvæmt mannúðarlögum og skylt er að tryggja öryggi þeirra. Þetta á við um fólk með fötlun, sjúklinga, aldraða og ekki síst barnmargar fjölskyldur sem eiga erfitt með að flýja átakasvæði með hraði. Vera má að mörgum finnist gagnslaust að krefjast þess að farið sé eftir alþjóðalögum þegar ástandið er jafn hörmulegt og raun ber vitni og að málflutningur alþjóðastofnana sé lítils virði. En ef alþjóðleg mannúðarlög eru virt að vettugi, þá hverfur einnig vonin um mannúð, björgun mannslífa og friðsamlega lausn. Íbúar Gaza eru hvergi óhultir Við hjá Rauða krossinum hvetjum alþjóðasamfélagið, og þar með talið íslensk stjórnvöld, til að krefjast vopnahlés og hvika hvergi frá þeirri kröfu. Það gildir einu hvað hverju okkar kann að þykja um upptök átakanna, það er umfram allt saklaust fólk sem þjáist og rétt eins og í öllum vopnuðum átökum er lífi þess fórnað eins og það skipti engu máli. Á Gaza á fólk sér nú enga undankomuleið undan sprengjuregni og ekki er nokkur leið að koma því til aðstoðar. Þetta er harmleikur sem heimsbyggðin getur ekki látið viðgangast. Rauði krossinn á Íslandi kallar sérstaklega eftir því að allir sem hlut eiga að átökum í Ísrael, Gaza og á Vesturbakkanum virði alþjóðleg mannúðarlög. Það er almenningi á þessum svæðum lífsnauðsynlegt, öðruvísi er ekki hægt að veita sárþjáðu fólki aðstoð og vinna að varanlegri lausn sem byggir á rétti fólks til mannsæmandi lífs, án átaka og ógnar. Að lokum minni ég á neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna. Með því að styðja hana geta landsmenn rétt þolendum átakanna hjálparhönd. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun