Um eflingu háskólanáms á landsbyggðinni – Suðurlands dæmið Ingunn Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 13:01 Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Um landið hafa byggst upp þekkingarsetur líkt og Háskólafélag Suðurlands þar sem nemendur geta komið og stundað fjarnám, tekið próf, hitt aðra nemendur og upplifað sig sem hluta af námssamfélagi. Hins vegar er það svo að framboð námsgreina er ekki endilega í samræmi við eftirspurnina, enda er enn þá aðeins takmarkaður hluti námsbrauta í boði sem fjarnám. Því skiptir það gríðarlegu máli að þau svæði sem ekki búa við háskóla leiti allra leiða til þess að efla og auka tækifæri til menntunar, að krefjast þess statt og stöðugt að háskólar landsins efli fjarnámið sitt, fjölgi greinum og verði raunverulega háskólar fyrir alla landsmenn. Hvað geta svæðin gert? Fyrir utan það að vera stöðugur þrýstingur á háskólana að efla og bæta sitt fjarnám, taka þátt í þróunarverkefnum og minna stöðugt á mikilvægi þess að landsbyggðin sitji ekki eftir þegar kemur að menntun á háskólastigi, þá hafa svæðin farið misjafnar leiðir að því að efla og hvetja nemendur „innan frá“. Á Suðurlandi var farin sú leið að stofna Vísinda- og rannsóknarsjóð sem hefur það markmið að styrkja lokaverkefni nemenda sem hafa skýra tengingu við Suðurland. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt 42 verkefni af öllum toga, allt frá BA/BS verkefnum til doktorsverkefna. Þetta eru um 2-3 verkefni árlega og samkvæmt styrkþegum hefur sjóðurinn haft mikla þýðingu fyrir framgang þeirra. Niðurstöður rannsókna nemendanna leiða oftar en ekki af sér ný og áhugaverð verkefni sem nýtast á margan hátt til uppbyggingar á svæðinu, samfélaginu öllu til heilla. Sjáum til sólar Þó breytingar gerist oft hægt þá gerast þær engu að síður. Í nýju fjármögnunarlíkani Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins til háskólanna er gert ráð fyrir að 25% af heildarfjármögnun fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Þar segir að með þessum hluta sé ætlunin meðal annars að hvetja háskólana til þess að auka framboð greina í fjarnámi og stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Þó eflaust muni innleiðingin taka tíma er vonin sú að þetta verði skref í þá átt að háskólarnir sjái sér hag í því að bjóða íbúum landsbyggðarinnar upp á fjölbreyttara nám og aðgengi fyrir alla. Í millitíðinni halda þekkingarsetrin áfram að vera staður fyrir nemendur á landsbyggðinni til þess að fara í það fjarnám sem í boði er, veita þeim les- og prófaþjónustu og styrkja innviði náms með öllum tiltækum ráðum. Opið fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands Búið er að opna fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð fyrir árið 2024 og er frestur til þess að sækja um til 5. janúar. Við hvetjum nemendur til þess að skoða sjóðinn og sækja um, telji þeir verkefnin sín eiga erindi við Suðurland. Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og í stjórn Samtaka þekkingarsetra á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Byggðamál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Um landið hafa byggst upp þekkingarsetur líkt og Háskólafélag Suðurlands þar sem nemendur geta komið og stundað fjarnám, tekið próf, hitt aðra nemendur og upplifað sig sem hluta af námssamfélagi. Hins vegar er það svo að framboð námsgreina er ekki endilega í samræmi við eftirspurnina, enda er enn þá aðeins takmarkaður hluti námsbrauta í boði sem fjarnám. Því skiptir það gríðarlegu máli að þau svæði sem ekki búa við háskóla leiti allra leiða til þess að efla og auka tækifæri til menntunar, að krefjast þess statt og stöðugt að háskólar landsins efli fjarnámið sitt, fjölgi greinum og verði raunverulega háskólar fyrir alla landsmenn. Hvað geta svæðin gert? Fyrir utan það að vera stöðugur þrýstingur á háskólana að efla og bæta sitt fjarnám, taka þátt í þróunarverkefnum og minna stöðugt á mikilvægi þess að landsbyggðin sitji ekki eftir þegar kemur að menntun á háskólastigi, þá hafa svæðin farið misjafnar leiðir að því að efla og hvetja nemendur „innan frá“. Á Suðurlandi var farin sú leið að stofna Vísinda- og rannsóknarsjóð sem hefur það markmið að styrkja lokaverkefni nemenda sem hafa skýra tengingu við Suðurland. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt 42 verkefni af öllum toga, allt frá BA/BS verkefnum til doktorsverkefna. Þetta eru um 2-3 verkefni árlega og samkvæmt styrkþegum hefur sjóðurinn haft mikla þýðingu fyrir framgang þeirra. Niðurstöður rannsókna nemendanna leiða oftar en ekki af sér ný og áhugaverð verkefni sem nýtast á margan hátt til uppbyggingar á svæðinu, samfélaginu öllu til heilla. Sjáum til sólar Þó breytingar gerist oft hægt þá gerast þær engu að síður. Í nýju fjármögnunarlíkani Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins til háskólanna er gert ráð fyrir að 25% af heildarfjármögnun fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Þar segir að með þessum hluta sé ætlunin meðal annars að hvetja háskólana til þess að auka framboð greina í fjarnámi og stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Þó eflaust muni innleiðingin taka tíma er vonin sú að þetta verði skref í þá átt að háskólarnir sjái sér hag í því að bjóða íbúum landsbyggðarinnar upp á fjölbreyttara nám og aðgengi fyrir alla. Í millitíðinni halda þekkingarsetrin áfram að vera staður fyrir nemendur á landsbyggðinni til þess að fara í það fjarnám sem í boði er, veita þeim les- og prófaþjónustu og styrkja innviði náms með öllum tiltækum ráðum. Opið fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands Búið er að opna fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð fyrir árið 2024 og er frestur til þess að sækja um til 5. janúar. Við hvetjum nemendur til þess að skoða sjóðinn og sækja um, telji þeir verkefnin sín eiga erindi við Suðurland. Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og í stjórn Samtaka þekkingarsetra á landsbyggðinni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun