Skimun á villigötum Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir og Hjalti Már Þórisson skrifa 20. nóvember 2023 16:00 Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Oddur Steinarsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun