Afneitum ekki hryðjuverkum Birgir Þórarinsson skrifar 23. nóvember 2023 12:03 Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels. Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu. Í einni íbúð voru 36 byssuskot á veggjum. Ég hlustaði á frásagnir ættingja sem lifðu af árásir og vitna um þennan ólýsanlega hrylling. Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað. Enn hefur ekki verið hægt að bera kennsl á um 100 lík vegna bruna. Þar á meðal eru börn. Við sáum sömuleiðis kæligám sem hafði að geyma fjölmarga líkamsparta. Þeir sem ekki hafa séð eða heyrt af þessum hryðjuverkum Hamas geta ekki gert sér í hugarlund hvers konar viðurstyggð er hér á ferð. Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir. Það er mikið áhyggjuefni þegar jafnvel velviljaðir einstaklingar afneita óhæfuverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas gagnvart saklausu fólki, konum og börnum í Ísrael. Þeir hafa ekki farið á staðinn, ekki séð með eigin augum storknaða blóðpolla í barnarúmum, ekki hlustað á vitnisburði fólks sem sá voðaverkin og á um sárt að binda. Ekki séð myndbandsupptökur liðsmanna Hamas af voðaverkunum, sem eru jafnvel verri en illræmd ódæði hryðjuverkasamtakanna ISIS. Ég á þá einu von að fyrr eða síðar opnist augu þeirra. Að þeir rísi upp og fordæmi hryðjuverk og ómennsku gagnvart saklausu fólki, óháð þjóðerni og trú. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels. Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu. Í einni íbúð voru 36 byssuskot á veggjum. Ég hlustaði á frásagnir ættingja sem lifðu af árásir og vitna um þennan ólýsanlega hrylling. Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað. Enn hefur ekki verið hægt að bera kennsl á um 100 lík vegna bruna. Þar á meðal eru börn. Við sáum sömuleiðis kæligám sem hafði að geyma fjölmarga líkamsparta. Þeir sem ekki hafa séð eða heyrt af þessum hryðjuverkum Hamas geta ekki gert sér í hugarlund hvers konar viðurstyggð er hér á ferð. Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir. Það er mikið áhyggjuefni þegar jafnvel velviljaðir einstaklingar afneita óhæfuverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas gagnvart saklausu fólki, konum og börnum í Ísrael. Þeir hafa ekki farið á staðinn, ekki séð með eigin augum storknaða blóðpolla í barnarúmum, ekki hlustað á vitnisburði fólks sem sá voðaverkin og á um sárt að binda. Ekki séð myndbandsupptökur liðsmanna Hamas af voðaverkunum, sem eru jafnvel verri en illræmd ódæði hryðjuverkasamtakanna ISIS. Ég á þá einu von að fyrr eða síðar opnist augu þeirra. Að þeir rísi upp og fordæmi hryðjuverk og ómennsku gagnvart saklausu fólki, óháð þjóðerni og trú. Höfundur er alþingismaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun