Þjóðarmorð í beinni útsendingu Urður Hákonardóttir skrifar 26. nóvember 2023 15:01 Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun