Þjóðarmorð í beinni útsendingu Urður Hákonardóttir skrifar 26. nóvember 2023 15:01 Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun