Sunak segir endurskoðun Brexit ekki í kortunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2023 07:46 Von der Leyen og Sunak á ráðstefnu um gervigreind fyrr í mánuðinum. epa/Tolga Akmen Talsmaður Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því gær að ráðherrann teldi ekki að Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, væri í hættu. Tilefnið voru ummæli sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét falla á viðburði í Brussel á þriðjudag, þar sem hún sagði að leiðtogar hefðu klúðrað Brexit og mögulega væri það eitthvað sem yngri kynslóðin gæti „lagað“. Von der Leyen var spurð að því hvort Bretar myndu einhvern tímann snúa aftur inn í Evrópusambandið. „Ég verð að segja, ég segi við börnin mín: þið verðið að laga þetta... við klúðruðum þessu, þið verðið að laga þetta. Þannig að hér líka held ég er leiðin fram á við, það er mitt persónulega mat, augljós,“ sagði von der Leyen. Talsmaður Sunak sagði hins vegar að það væri aðeins vegna þess frelsis sem Bretar hefðu öðlast við úrgönguna úr Evrópusambandinu að þeir gætu mótað eigin stefnu í málefnum hælisleitenda. Þá sagði hann það einnig Brexit að þakka að sjúklingar hefðu betra aðgengi að lyfjum og að úrbætur hefðu verið gerðar á dýravernd. „Við erum með forsætisráðherra sem barðist fyrir Brexit áður en það þjónaði hagsmunum hans að gera það, þannig að hann er mjög ástríðufullur hvað þetta varðar. Við erum mjög einbeitt í því að láta þetta ganga upp.“ David Cameron, ferðaðist til Brussel í vikunni í fyrsta sinn eftir að hann snéri aftur í hlutverki utanríkisráðherra. Hann barðist fyrir veru Bretlands innan Evrópusambandins. Cameron neitaði að tjá sig við fjölmiðla þegar eftir því var leitað. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Tilefnið voru ummæli sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét falla á viðburði í Brussel á þriðjudag, þar sem hún sagði að leiðtogar hefðu klúðrað Brexit og mögulega væri það eitthvað sem yngri kynslóðin gæti „lagað“. Von der Leyen var spurð að því hvort Bretar myndu einhvern tímann snúa aftur inn í Evrópusambandið. „Ég verð að segja, ég segi við börnin mín: þið verðið að laga þetta... við klúðruðum þessu, þið verðið að laga þetta. Þannig að hér líka held ég er leiðin fram á við, það er mitt persónulega mat, augljós,“ sagði von der Leyen. Talsmaður Sunak sagði hins vegar að það væri aðeins vegna þess frelsis sem Bretar hefðu öðlast við úrgönguna úr Evrópusambandinu að þeir gætu mótað eigin stefnu í málefnum hælisleitenda. Þá sagði hann það einnig Brexit að þakka að sjúklingar hefðu betra aðgengi að lyfjum og að úrbætur hefðu verið gerðar á dýravernd. „Við erum með forsætisráðherra sem barðist fyrir Brexit áður en það þjónaði hagsmunum hans að gera það, þannig að hann er mjög ástríðufullur hvað þetta varðar. Við erum mjög einbeitt í því að láta þetta ganga upp.“ David Cameron, ferðaðist til Brussel í vikunni í fyrsta sinn eftir að hann snéri aftur í hlutverki utanríkisráðherra. Hann barðist fyrir veru Bretlands innan Evrópusambandins. Cameron neitaði að tjá sig við fjölmiðla þegar eftir því var leitað.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira