Íslenskur nemandi í Las Vegas: „Ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:02 Hermann Þór Ragnarsson spilar fyrir UNLV Rebels, fótboltalið Háskóla Nevada. AP/Aðsend Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segist aldrei hafa upplifað annað eins, eftir að skotárás var gerð í skólanum fyrr í kvöld. Minnst þrír voru skotnir til bana, auk árásarmannsins, og einn er særður á sjúkrahúsi, eftir að árásarmaður hleypti af skotum inn í húsnæði skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór því næst inn í byggingu sem er nokkurs konar Háskólatorg skólans og hóf einnig skothríð þar. Þegar árásin hófst sendi skólinn út skilaboð um að árás væri yfirstandandi og að nemendur ættu að flýja, hefðu þeir tök á því. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Sjá einnig: Skotárás í Las Vegas - „Flýið, felið ykkur, berjist“ Um fjörutíu mínútum eftir að útkall barst til lögreglunnar var því lýst yfir að árásarmaðurinn væri látinn. Skömmu áður hafði lögreglan sagt hann króaðan af. Í samtali við Vísi segir Hermann, sem hóf nám í skólanum í haust, að hann hafi fyrst orðið var við árásina með skilaboðunum frá skólanum. Þá var verið að flytja nemendur úr skólanum. Lögregluþjónar gengu milli húsa með gífurlegan viðbúnað á skólalóðinni. „Þetta er náttúrulega ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður,“ segir Hermann. „Maður er bara í sjokki.“ Hermann segist sækja kennslustundir í byggingunni þar sem árásin hófst en hann hafi þá verið í annarri byggingu. Árásir sem þessar þykja tiltölulega tíðar í Bandaríkjunum. Aðspurður um það hvort hann hafi haft það í huga þegar hann tók ákvörðun um að fara í nám í Bandaríkjunum, segir Hermann svo ekki vera. „Maður hafði heyrt af skotárásum í Bandaríkjunum en það var ekkert sem ég var að spá í áður en ég fór út.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Minnst þrír voru skotnir til bana, auk árásarmannsins, og einn er særður á sjúkrahúsi, eftir að árásarmaður hleypti af skotum inn í húsnæði skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór því næst inn í byggingu sem er nokkurs konar Háskólatorg skólans og hóf einnig skothríð þar. Þegar árásin hófst sendi skólinn út skilaboð um að árás væri yfirstandandi og að nemendur ættu að flýja, hefðu þeir tök á því. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Sjá einnig: Skotárás í Las Vegas - „Flýið, felið ykkur, berjist“ Um fjörutíu mínútum eftir að útkall barst til lögreglunnar var því lýst yfir að árásarmaðurinn væri látinn. Skömmu áður hafði lögreglan sagt hann króaðan af. Í samtali við Vísi segir Hermann, sem hóf nám í skólanum í haust, að hann hafi fyrst orðið var við árásina með skilaboðunum frá skólanum. Þá var verið að flytja nemendur úr skólanum. Lögregluþjónar gengu milli húsa með gífurlegan viðbúnað á skólalóðinni. „Þetta er náttúrulega ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður,“ segir Hermann. „Maður er bara í sjokki.“ Hermann segist sækja kennslustundir í byggingunni þar sem árásin hófst en hann hafi þá verið í annarri byggingu. Árásir sem þessar þykja tiltölulega tíðar í Bandaríkjunum. Aðspurður um það hvort hann hafi haft það í huga þegar hann tók ákvörðun um að fara í nám í Bandaríkjunum, segir Hermann svo ekki vera. „Maður hafði heyrt af skotárásum í Bandaríkjunum en það var ekkert sem ég var að spá í áður en ég fór út.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira