Juanita Castro er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 07:01 Juanita barðist ötullega gegn stefnu bræðra sinna en syrgði engu að síður bróður sinn Fidel þegar hann lést. AP/Alan Diaz Juanita Castro, systir Fidel og Raúl Castro, er látin. Hún var 90 ára. Það var blaðamaðurinn María Antonieta Collins, sem ritaði Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga með Juanitu, sem greindi frá andláti hennar á Instagram. Hún lést á mánudag en andlátsins hefur hvorki verið getið af yfirvöldum né fjölmiðlum á Kúbu. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959, varð harðlínu kommúnisti og útilokaði þá sem voru ósammála honum. Juanita opnaði í kjölfarið heimili sitt fyrir þeim sem gagnrýndu kommúnismann og uppskar hótun frá bróður sínum, sem varaði hana við því að leggja lag sitt við „gusanos“, ormana sem mótmæltu byltingunni. Junanita gengur með mótmælendum gegn Castro-bræðrum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Getty Í fyrrnefndri bók greindi Juanita frá því að hún hefði byrjað að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í kjölfar innrásarinnar í Svínaflóa árið 1961, fyrir milligöngu eiginkonu sendiherra Brasilíu á Kúbu. Juanita sagði við fulltrúan sem hún hitti að hún vildi ekki þiggja peninga frá Bandaríkjamönnum, né myndi hún styðja ofbeldi gegn bræðrum sínum eða öðrum. Hún tók hins vegar að sér að smygla skilaboðum, gögnum og peningum milli Bandaríkjanna og Kúbu, í niðursuðudósum. Árið 1963 lést móðir systkinana og Juanita sá sér þá þann kost vænstan að flýja Kúbu. Hún fór fyrst til Mexíkó en þaðan til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1984. Hún bjó sér heimili á Miami og bjó þar í áratugi. Kúba Bandaríkin Andlát Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Það var blaðamaðurinn María Antonieta Collins, sem ritaði Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga með Juanitu, sem greindi frá andláti hennar á Instagram. Hún lést á mánudag en andlátsins hefur hvorki verið getið af yfirvöldum né fjölmiðlum á Kúbu. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959, varð harðlínu kommúnisti og útilokaði þá sem voru ósammála honum. Juanita opnaði í kjölfarið heimili sitt fyrir þeim sem gagnrýndu kommúnismann og uppskar hótun frá bróður sínum, sem varaði hana við því að leggja lag sitt við „gusanos“, ormana sem mótmæltu byltingunni. Junanita gengur með mótmælendum gegn Castro-bræðrum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Getty Í fyrrnefndri bók greindi Juanita frá því að hún hefði byrjað að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í kjölfar innrásarinnar í Svínaflóa árið 1961, fyrir milligöngu eiginkonu sendiherra Brasilíu á Kúbu. Juanita sagði við fulltrúan sem hún hitti að hún vildi ekki þiggja peninga frá Bandaríkjamönnum, né myndi hún styðja ofbeldi gegn bræðrum sínum eða öðrum. Hún tók hins vegar að sér að smygla skilaboðum, gögnum og peningum milli Bandaríkjanna og Kúbu, í niðursuðudósum. Árið 1963 lést móðir systkinana og Juanita sá sér þá þann kost vænstan að flýja Kúbu. Hún fór fyrst til Mexíkó en þaðan til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1984. Hún bjó sér heimili á Miami og bjó þar í áratugi.
Kúba Bandaríkin Andlát Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira