Berghlaup á Grænlandi gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2023 07:57 Myndin sýnir sex kílómetra breitt og eittþúsund metra hátt belti berghlaupsins. Kristian Svennevig/GEUS Berghlaup sem varð við vesturströnd Grænlands við lok síðustu ísaldar er það stærsta sinnar tegundar sem vitað er um á jörðinni. Vísindamönnum reiknast til að það gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Grein um berghlaupið birtist í bandaríska vísindaritinu Geology í síðustu viku en að henni stendur alþjóðlegt rannsóknarteymi níu vísindamanna. Aðalhöfundurinn, jarðfræðingurinn Kristian Svennevig, er yfirmaður hjá GEUS í Kaupmannahöfn, Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands. Berghlaupið varð fyrir um tíu þúsund árum á norðurströnd Diskó-eyjar. Risastór bergfyllan féll út í Vaigat-sund milli eyjunnar og meginlands Grænlands. Í viðtali á heimasíðu GEUS við Kristian Svennevig kemur fram að vísindamennirnir hafi fundið ummerki um níu stór berghlaup á svæðinu. Þessi skýringarmynd birtist með vísindagreininni í Geology og sýnir hvar berghlaupið stóra varð. „Greining okkar sýnir að það stærsta er 8,4 rúmkílómetrar að stærð, sem er algjörlega óskiljanlegt. Það er meira en eitthundrað sinnum stærra en þau berghlaup sem við höfum séð á síðustu hundrað árum og alls ekki eitthvað sem við áttum von á að finna,“ segir Kristian í viðtalinu. Þar segir að berghlaupið sé líklega það stærsta sem valdið hafi flóðbylgju sem vitað sé um á jörðinni, að frátöldum þeim sem verða á eldfjöllum. Útreikningar sýni að það gæti hafa framkallað allt að 280 metra háa flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Skriðan barst fimmtán kílómetra út í sjó. Þessi skriða féll árið 2021 á sömu slóðum á Grænlandi og sýnir vel aðstæður.Gregor Lützenberg/Kaupmannahafnarháskóli Til samanburðar má geta þess að Öskjuhlíð er 61 metra há og Úlfarsfell er 296 metra hátt. Flóðbylgja af þessari stærð hefði þannig náð hærra en öll byggð á Reykjavíkursvæðinu. Þetta svæði á Diskó-eyju er ekki fjarri Karrat-firði þar sem mannskætt berghlaup varð árið 2017. Þá fórust fjórir einstaklingar þegar flóðbylgja skall á þorpunum Uummannaq og Nuugaatsiaq og 170 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq í júní árið 2017. Hluti úr fjallshlíð hrundi út í fjörð og olli flóðbylgjunni. Fjórir fórust.Vísir/EPA „Til að skilja framtíðina verðum við að horfa aftur í tímann,“ segir Kristian Svennevig. Með væntanlegri hækkun hitastigs á norðurslóðum í tengslum við loftslagsbreytingar verði að gera ráð fyrir að skriðuföllum muni fjölga. Þess vegna verði að líta enn lengra aftur í tímann til að skilja hvað geti gerst í framtíðinni þar sem loftslagsaðstæður eigi sér engin sögulegt fordæmi, segir Kristian. Berghlaup kallast það þegar stórar fjallssneiðar falla niður en þau finnast víða hérlendis. Þau stærstu og þekktustu eru Vatnsdalshólar og Hraun í Öxnadal. Danmörk Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Grænland Tengdar fréttir Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Grein um berghlaupið birtist í bandaríska vísindaritinu Geology í síðustu viku en að henni stendur alþjóðlegt rannsóknarteymi níu vísindamanna. Aðalhöfundurinn, jarðfræðingurinn Kristian Svennevig, er yfirmaður hjá GEUS í Kaupmannahöfn, Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands. Berghlaupið varð fyrir um tíu þúsund árum á norðurströnd Diskó-eyjar. Risastór bergfyllan féll út í Vaigat-sund milli eyjunnar og meginlands Grænlands. Í viðtali á heimasíðu GEUS við Kristian Svennevig kemur fram að vísindamennirnir hafi fundið ummerki um níu stór berghlaup á svæðinu. Þessi skýringarmynd birtist með vísindagreininni í Geology og sýnir hvar berghlaupið stóra varð. „Greining okkar sýnir að það stærsta er 8,4 rúmkílómetrar að stærð, sem er algjörlega óskiljanlegt. Það er meira en eitthundrað sinnum stærra en þau berghlaup sem við höfum séð á síðustu hundrað árum og alls ekki eitthvað sem við áttum von á að finna,“ segir Kristian í viðtalinu. Þar segir að berghlaupið sé líklega það stærsta sem valdið hafi flóðbylgju sem vitað sé um á jörðinni, að frátöldum þeim sem verða á eldfjöllum. Útreikningar sýni að það gæti hafa framkallað allt að 280 metra háa flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Skriðan barst fimmtán kílómetra út í sjó. Þessi skriða féll árið 2021 á sömu slóðum á Grænlandi og sýnir vel aðstæður.Gregor Lützenberg/Kaupmannahafnarháskóli Til samanburðar má geta þess að Öskjuhlíð er 61 metra há og Úlfarsfell er 296 metra hátt. Flóðbylgja af þessari stærð hefði þannig náð hærra en öll byggð á Reykjavíkursvæðinu. Þetta svæði á Diskó-eyju er ekki fjarri Karrat-firði þar sem mannskætt berghlaup varð árið 2017. Þá fórust fjórir einstaklingar þegar flóðbylgja skall á þorpunum Uummannaq og Nuugaatsiaq og 170 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq í júní árið 2017. Hluti úr fjallshlíð hrundi út í fjörð og olli flóðbylgjunni. Fjórir fórust.Vísir/EPA „Til að skilja framtíðina verðum við að horfa aftur í tímann,“ segir Kristian Svennevig. Með væntanlegri hækkun hitastigs á norðurslóðum í tengslum við loftslagsbreytingar verði að gera ráð fyrir að skriðuföllum muni fjölga. Þess vegna verði að líta enn lengra aftur í tímann til að skilja hvað geti gerst í framtíðinni þar sem loftslagsaðstæður eigi sér engin sögulegt fordæmi, segir Kristian. Berghlaup kallast það þegar stórar fjallssneiðar falla niður en þau finnast víða hérlendis. Þau stærstu og þekktustu eru Vatnsdalshólar og Hraun í Öxnadal.
Danmörk Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Grænland Tengdar fréttir Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00
Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent