Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 18. desember 2023 10:01 Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar