Þau kvöddu á árinu 2023 Atli Ísleifsson skrifar 25. desember 2023 08:01 Matthew Perry, Sinead O'Connor, Tina Turner, Silvio Berlusconi og Bobby Charlton eru í hópi þeirra sem féllu frá á árinu. Vísir Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Meðal þeirra sem féllu frá á árinu eru einn vinsælasti gamanleikari heims, drottning rokksins, fyrrverandi forseti Finnlands, vinsæll leikari úr myndunum um Harry Potter, hryðjuverkamaðurinn sem gekk undir nafninu Unabomber, einhver litríkasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu áratuga og goðsögn úr heimi knattspyrnunnar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Martti Ahtisaari.EPA Martti Ahtisaari , fyrrverandi Finnlandsforseti og handhafi friðarverðlauna Nóbels, lést í október, 86 ára að aldri. Ahtisaari var forseti Finnlands á árunum 1994 til 2000. Árið 2008 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels fyrir vinnu sína sem sáttasemjari í röð vopnaðra deilna um allan heim, meðal annars í Aceh-héraði í Indonesíu, Kósovó, Serbíu, Namibíu og Írak. Silvio Berlusconi , fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, lést í júní, 86 ára að aldri. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. Ritt Bjerregaard , dönsk stjórnmálakona sem meðal annars gegndi embætti ráðherra, yfirborgarstjóra í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lést í janúar, 81 árs að aldri. Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú í Bandaríkjunum, lést á árinu. EPA Rosalynn Carter , fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lést í nóvermber, 96 ára að aldri. Hún var eiginkona forsetans Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, en hann gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981. Juanita Castro , systir Fidel og Raúl Castro, fyrrrverandi Kúbuforseta, lést í desember, níutíu ára að aldri. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959. Alistair Darling , breskur stjórnmálamaður sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, lést í nóvember, sjötugur að aldri. Darling gegndi embætti fjármálaráðherra árunum 2007 til 2010, á sama tíma og íslensk og bresk stjórnvöld áttu í deilunni um Icesave. Jacques Delors , franskur stjórnmálamaður sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á árunum 1985 til 1995, lést í desember, 98 ára gamall. Hann er almennt talinn einn af helstu hugmyndasmiðum þess Evrópusambands sem við þekkjum í dag. Delors gegndi embættinu árin 1985 til 1995, lengur en nokkur annar. Hann var einn af hönnuðum evrusvæðisins, Alan Haworth , lávarður og fyrrverandi ritari breska Verkamannaflokksins, lést í ágúst, 75 ára að aldri. Hann var á ferðalagi á Íslandi þegar hann lést. Glenda Jackson , leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins lést í júní, 87 ára að aldri. Glenda sópaði að sér verðlaunum á leiklistarferli sínum sem spannaði nokkra áratugi. Hún vann þannig til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Women in Love og A Touch of Class sem komu út á áttunda áratugnum. Hún tók sér frí frá leiklistinni um nokkurra ára skeið og varð þingmaður Verkamannaflokksins árið 1992 til 2015. Li Keqiang , sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, lést í október. Hann varð 68 ára gamall. Henry Kissinger varð hundrað ára gamall.EPA Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu, lést í nóvember, hundrað ára að aldri. Kissinger var virtur fræðimaður á sviði alþjóðastjórnmála og var gerður að utanríkisráðherra í ríkisstjórn Richards Nixon árið 1973 og aftur í ríkisstjórn Geralds Ford. Konstantín annar , síðasti konungur Grikklands, lést í janúar, 82 ára að aldri. Konstantín annar tók við grísku krúnunni á róstursömum tímum í landinu, árið 1964. Fór svo að herinn tók við völdin í landinu þremur árum síðar. Nigel Lawson , fjármálaráðherra og áhrifamaður í ríkisstjórn Margaret Thatcher, lést í apríl 91 árs að aldri. Hann var einnig faðir sjónvarpskokksins sívinsæla Nigellu Lawson. Lawson vakti gríðarlega athygli þegar hann var fjármálaráðherra Bretlands á árunum 1983 til 1989. Pervez Musharraf , fyrrverandi forseti Pakistan, lést í janúar, 79 ára að aldri. Musharraf komst til valda í Pakistan árið 1999 í valdaránstilraun hersins. Tveimur árum seinna var hann gerður að forseta landsins og gegndi embættinu allt til ársins 2008 þegar hann tapaði í kosningum. Giorgio Napolitano , fyrrverandi forseti Ítalíu, lést í september, 98 ára gamall. Giorgio var þaulsætnasti forseti Ítalíu og gegndi embættinu á árunum 2006 til 2015. Yevgeny Prigozhin , rússneskur auðjöfur og eigandi málaliðahópsins Wagner Group, lést eftir að flugvél sem hann var í var grandað í ágúst síðastliðinn. Hann varð 62 ára. Sjeik Nawaf al-Ahmad al-Sabah , emírinn í Kúveit, lést í desember, 86 ára að aldri. Hann tók við völdum af bróður sínum árið 2021. Wolfgang Schäuble , fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, lést í desember, 81 árs að aldri. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara á tímum skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Maryanne Trump Barry , elsta systir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lést í nóvember, 86 ára að aldri. Barry starfaði sem saksóknari og dómari á ferli sínum. Menning og listir Alan Arkin , bandarískur leikari, lést í júní, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006 auk þess að vinna til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum. Arkin á langan feril að baki í bransanum og lék í kvikmyndum á borð við Edward Scissorhands, Argo og Little Miss Sunshine. Burt Bacharach á Glastonbury-tónlistarhátíðinni árið 2015. EPA Burt Bacharach , bandarískur söngvari, lést í febrúar, 94 ára að aldri. Lög eftir hann rötuðu á topplista áratugum saman, þau fyrstu á sjötta áratug síðustu aldar og þau síðustu á þessari öld. Bob Barker , bandarískur sjónvarpsmaður sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, lést í ágúst, 99 ára að aldri. Jeff Beck , enskur gítarleikari, lést í janúar 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hafði lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. Harry Belafonte , jamaísk-bandarískur söngvari og leikari, lést í apríl, 96 ára að aldri. Belafonte öðlaðist heimsfrægð árið 1956 þegar hann gaf út lagið Calypso, en platan varð sú fyrsta til að seljast í meira en milljón eintökum. Richard Belzer , bandarískur leikari og grínisti, lést í febrúar, 78 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir að leika rannsóknarlögreglumanninn John Munch í Homicide: Life on the Street og Law & Order: SVU þáttunum um árabil. Tony Bennett féll frá á árinu. EPA Tony Bennett , bandarískur tónlistarmaður, lést í júlí, 96 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa sungið lögin I Left My Heart in San Francisco, Body and Soul og The Way You Look Tonight. Lasse Berghagen , einn ástsælasti söngvari og sjónvarpsþáttastjórnandi Svíþjóðar, lést í október, 78 ára að aldri. Berghagen hafði um margra áratuga skeið verið einn ástsælasti söngvari Svíþjóðar. Hann tók við sem þáttastjórnandi hins gríðarvinsæla þáttar, Allsång på Skansen, árið 1994 og stýrði þáttunum allt til ársins 2003. Jane Birkin , bresk söng- og leikkona, lést í júlí, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. Robert Blake , var bandarískur leikari sem gerði garðinn frægan í þáttunum Baretta. Hann var á sínum tíma ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni en sýknaður. Hann lést í mars en hann varð 89 ára gamall. Gangsta Boo , bandarískur rappari sem hét Lola Mitchell réttu nafni, lést í janúar, 43 ára að aldri. Hún var fyrrverandi liðskona Three 6 Mafia og ein af brautryðjendum kvenna í heimi rapptónlistar. Andre Braugher fór með hlutverk Raymond Holt kafteins í þáttunum Brooklyn Nine-Nine.EPA Andre Braugher , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, lést í desmeber. Hann varð 61 árs gamall. Braugher fór með hlutverk lögreglustjórans Captain Raymond Holt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine og kom hann fram í öllum 153 þáttum þáttaraðarinnar. Nashawn Breedlove , bandarískur leikari og rappari sem þekktastur er fyrir að hafa glímt við Eminem í rappbardaga í myndinni 8 Mile, lést í september. Hann varð 46 ára. Breedlove fór með hlutverk rapparans Lotto í 8 Mile sem frumsýnd var árið 2002,og byggði lauslega á ævi rapparans Eminem. Al Broen , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í The Wire, lést í janúar 83 ára að aldri. Brown fór með hlutverk Stan Valchek, lögreglustjórans í Baltimore, í þáttunum The Wire sem framleiddir voru á árunum 2002 til 2008 af HBO. Brown birtist í um tuttugu þáttum. Grace Bumbry , bandarísk óperusöngkona, lést í maí, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar. Colin Burgess , ástralskur trommuleikari sem var fyrsti slagverksleikari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, lést í desember. Burgess varð 77 ára gamall. Paul Cattermole , einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, lést í apríl aðeins 46 ára að aldri. Hljómsveitin S Club 7 var stofnuð 1998 í Bretlandi og varð síðan heimsfræg vegna sitcom-sjónvarpsþáttarins Miami 7 sem var sýndur á BBC árið 1999. Angus Cloud , bandarískur leikari, lést í júlí, 25 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Euphoria. David Crosby , bandarískur söngvari og gítarleikari, lést í janúar 81 árs að aldri. Crosby var stofnmeðlimur bæði The Byrds og Crosby, Stills & Nash. Báðar hljómsveitir voru afar vinsælar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Salvatore „Toto“ Cutugno , ítalskur söngvari sem vann Eurovision söngvakeppnina árið 1990, lést í ágúst, áttræður að aldri. Hann vann sigur í keppninni með laginu Insieme: 1992 sem fjallar um sameinaða Evrópu. Evan Ellingson , bandarískur leikari sem gerði garðinn frægan sem leikari í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á sínum yngri árum, lést í nóvember. Hann varð 35 ára gamall. Ellingson er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk táningssonar persónu Cameron Diaz í myndinni My Sister‘s Keeper frá árinu 2009. Jeffrey Foskett , langtímameðlimur og gítarleikari hljómsveitarinnar The Beach Boys, lést í desember, 67 ára að aldri. Foskett spilaði með hljómsveitinni frá árinu 1981. Þá spilaði hann með bæði Brian Wilson og Mike Love á tónleikaferðalögum þeirra. William Friedkin , bandarískur leikstjóri sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt Óskarsverðlaunamyndinni The French Connection og bíómyndinni The Exorcist, lést í ágúst, 87 ára að aldri. Sir Michael Gambon , írsk-enskur leikari lést í september, 82 ára að aldri. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Albus Dumbledore í myndunum um Harry Potter. Astrud Gilberto , brasilíska bossa nova söngkona, lést í maí 83 ára að aldri. Gilberto er best þekkt fyrir að hafa sungið lagið The Girl from Ipanema. Louise Glück. EPA Louise Glück , bandarískur rithöfundur og ljóðskáld, lést í október, áttræð að aldri. Glück hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2020. Len Goodman , breskur dansari sem um árabil var formaður dómnefndarinnar í bresku dansþáttunum Strictly Come Dancing, lést í apríl, 78 ára að aldri. Steve Harwell , söngvari bandarísku sveitarinnar Smash Mouth, lést í september, 56 ára að aldri. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Star og Walkin on the Sun. Bob Heatlie , skoskur lagahöfundur, lést í apríl, 76 ára að aldri. Hann samdi fjölda laga og stefja fyrir hina ýmsu tónlistarmenn og sjónvarpsþætti.Við Íslendingar könnumst ágætlega við þekktasta verk Heatlie, lagið Merry Christmas Everyone. Við tónlist Heatie var gerður íslenskur texti og lagið nefnt Snjókorn falla en það var Laddi sem sá um að syngja það. Barry Humphries , ástalskur leikari sem þekktastur er fyrir persónu sína, „Dame Edna Everage“, lést í apríl, 89 ára að aldri. Leikferill Barry spannar sjö áratugi og kom hann fram í leikhúsi, sjónvarpi, í bókaflokkum og í kvikmyndum. Hann er þekktur fyrir að hafa gert óspart grín að ástralskri menningu og þá sérstaklega í hlutverki sínu sem Dame Edna. Al Jaffee , bandarískur teiknari sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, lést í apríl 102 ára að aldri. David Jolicoeur , bandarískur tónlistarmaður sem einnig var þekktur sem Trugoy the Dove, lést í febrúar, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul. De La Soul var stofnuð árið 1987 og er þekktasta lag þeirra líklega Me, Myself and I af plötunni 3 Feet High and Rising. Tom Jones , bandarískt tónskáld sem er þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu, lést í ágúst. Hann varð 95 ára. Darren Kent , breskur leikari sem þekktastur er fyrir leik sinn í Game of Thrones, lést í ágúst, 36 ára að aldri. Í þáttunum fór hann með hlutverk geitahirði sem fór með látna dóttur sína til Daenerys Targaryen eftir að hún var drepin af dreka í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Milan Kundera , tékkneskur rithöfundur, lést í júlí, 94 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir bækur á borð við Óbærilegur léttleiki tilverunnar, og síðustu bók hans, Hátíð merkingarleysunnar. Piper Laurie , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Hustler og Carrie en einnig sjónvarpsþáttaröðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace, lést í október, 91 árs að aldri. Coco Lee , kínverk-bandarísk söngkona og leikkona sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, lést í júlí, 48 ára að aldri. Hún var fyrsti kínverski tónlistarmaðurinn til að slá í gegn í Bandaríkjunum. Það gerðist með laginu Do You Want My Love sem náði fjórða sætinu á Billboards Hot Dance Breakouts listanum árið 1999. Þá ljáði hún Mulan rödd sína í kínverskri útgáfu Disney-myndarinnar frá árinu 1998. Denny Laine , enskur tónlistarmaður sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, lést í desember, 79 ára að aldri. Laine söng lögin á metsöluplötu Moody Blues, Go Now og samdi stórsmell Wings, Mull of Kintyre, ásamt fyrrverandi Bítlinum, Paul McCartney. Lee Sun-kyun , suðurkóreskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem fjölskyldufaðirinn Park Dong-ik í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite, lést í desember. Hann varð 48 ára. Michael Lerner , bandarískur leikari, lést í apríl 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. Gordon Lightfoot , kanadískur þjóðlagasöngvari, lést í maí, 84 ára að aldri. Meðal smella söngvarans voru If You Could Read My Mind, Sundown, The Wreck of Edmund Fitzgerald og Carefree Highway. Gina Lollobrigida , ítölsk leikkona og ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar, lést í janúar, 95 ára að aldri. Lollobrigida fór með hlutverk í myndum á borð við Hringjaranum í Notre Dame og Fallegri en hættulegri. Lisa Loring , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Wednesday Addams í sjónvarpsþáttum um Addams-fjölskylduna frá árinu 1964, lést í janúar. Hún varð 64 ára gömul. Steve Mackey , bassaleikari bresku hljómsveitarinnar Pulp, lést í febrúar, 56 ára að aldri. Mackey gekk til liðs við Pulp á níunda áratug síðustu aldar og spilaði fyrst á þriðju plötu hljómsveitarinnar, sem hét Seperations. Mark Margolis , bandarískur leikari, lést í ágúst, 83 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hector Salamanca í sjónvarpsþáttaröðunum Breaking Bad og Better Call Saul. Bernie Marsden , enskur gítarleikari og einn stofnenda rokksveitarinnar Whitesnake, lést í ágúst. Hann varð 72 ára. Hann samdi, ýmist einn eða ásamt öðrum meðlimum sveitarinnar, marga helstu smelli sveitarinnar á borð við Fool for Your Loving, She’s a Woman, Walking in the Shadow of the Blues, Trouble og stærsta smellinn, Here I Go Again. David McCallum , breskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, lést í september, níræður að aldri. Cormac McCarthy , einn virtasti skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna, lést í júní, 89 ára að aldri. McCarthy er hvað þekktastur fyrir skáldsögu sína Veginn (e. The Road), átakanlega sögu af ferðalagi feðga um Bandaríkin eftir heimsendi og lífsbaraáttu þeirra. McCarthy hlaut hin virtu Pulitzer verðlaun fyrir bókina árið 2017. Shane MacGowan , söngvari írsku hljómsveitarinnar The Pogues, lést í nóvember, 65 ára að aldri. Hann var hvað þekktastur fyrir aðkomu sína að jólalaginu Fairytale of New York. Önnur vinsæl lög The Pogues eru til að mynda Dirty Old Town, The Irish Rover, A Pair Of Brown Eyes og A Rainy Night In Soho. Moonbin , suður-kóreskur tónlistarmaður, lést í apríl, 25 ára að aldri. Var hann einn meðlima vinsælu K-poppsveitarinnar Astro en hafði síðustu misseri unnið að sólóferli sínum ásamt einum öðrum meðlimi úr sveitinni. Lise Nørgaard , danskur blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur, sem þekktust er fyrir að hafa verið höfundur hinna geysivinsælu Matador-þátta, lést í janúar, 105 ára að aldri. Sinéad O’Connor , írsk söngkona, lést í júlí, aðeins 56 ára að aldri. O’Connor gaf alls út tíu breiðskífur og öðlaðist heimsfrægð árið 1990 þegar hún gaf út ábreiðu af Nothing Compares 2 U eftir Prince. Kenzaburō Ōe , japanskur rithöfundur sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1994, lést á árinu . Hann varð 88 ára gamall. Í bókum sínum fjallaði Ōe meðal annars um fatlaðan son sinn, friðarboðskap og minningar sínar frá eftirstríðsárunum í Japan. Paul O‘Grady , breskur sjónvarpsmaður og grínisti, lést í mars, 67 ára að aldri. O‘Grady naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum sem dragdrottningin Lily Savage og var í hlutverki hennar þáttastjórnandi spurningaþáttarins Blankety Blank á BBC og fleiri þátta. Fredrik Ohlsson , sænskur leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, lést í nóvember. Hann varð 92 ára gamall. Ryan O'Neal, bandarískur leikari, lést í desember, 82 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Michael Parkinson , breskur spjallþáttastjórnandi, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Ferill Parkinson í sjónvarpi spannaði sjö áratugi og ræddi hann við flestar skærustu stjörnur síns tíma. Tatjana Patitz , þýsk fyrirsæta, lést í janúar 56 ára gömul. Patitz naut gífurlegra vinsælda á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og hefur lengi verið kölluð ein af fyrstu ofurfyrirsætunum. Ole Paus , einn ástsælandi vísnasöngvari Norðmanna, lést í desember, 76 ára að aldri. Paus er talinn hafa haft mikil áhrif á norskt tónlistarlíf en hann á samdi flutti lög á borð við Innerst i sjelen og Mitt lille land sem fyrir löngu eru orðin sígild í Noregi. Matthew Perry , ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, lést í lok október, 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004, en þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. Lisa Marie Presley , bandarísk söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, lést í janúar, 54 ára gömul. Lafði Mary Quant er látin, breskur fatahönnuður, lést í apríl, 93 ára að aldri. Hún átti þátt í að móta tísku sjöunda áratugarins með hönnun sinni á stuttum pilsum og fleiru. Bryan Randall , maðurinn sem leikkonan Sandra Bullock kallaði „ástina í lífi sínu“, lést í ágúst. Hann glímdi við ALS og var 57 ára þegar hann lést. Paul Reubens , bandarískur leikari, lést í júlí, sjötugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-Wee Herman á níunda áratugnum en féll um tíma úr náðinni eftir handtöku. Lance Riddick , bandarískur leikari sem gerði garðinn frægan í lögregluþáttunum The Wire, lést í mars, aðeins sextugur að aldri. Hann lék lögregluforingjann Cedric Daniels í öllum sextíu þáttum The Wire árunum 2002 til 2009. Robbie Robertson , kanadískur tónlistarmaður, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar The Band, lést í ágúst 80 ára að aldri. Sixto Diaz Rodriguez , hinn dularfulli bandaríski tónlistarmaður, einnig þekktur sem Sugar Man, lést í ágúst, 81 árs að aldri. Rodriguez rataði í sviðsljósið á ný með tilkomu heimildarmyndarinnar Searching for Sugar Man frá árinu 2012 sem vann til Óskarsverðlauna og BAFTA-verðlauna. John Romita Sr., bandarískur myndasagnateiknari, lést í júní, 93 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa blásið lífi í myndasagnapersónur á borð við Wolverine, Punisher og Luke Cage. Gary Rossington , gítarleikari bandarísku sveitarinnar Lynyrd Skynyrd, lést í febrúar 71 árs að aldri. Hann var síðasti eftirlifandi stofnmeðlimur sveitarinnar sem er hvað frægust fyrir lag sitt Sweet Home Alabama. Richard Roundtree , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk í myndinni Shaft frá árinu 1971, lést í október. Hann varð 81 árs gamall. Andy Rourke , bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, lést í maí 59 ára að aldri. Rourke spilaði meðal annars á bassa í frægustu lögum sveitarinnar, eins og This Charming Man og There is a Light That Never Goes Out. Ryuichi Sakamoto , japanskur raftónlistarfrömuður, lést í mars 71 árs að aldri. Sakamoto gerði garðinn frægan sem raftónlistarskáld og pródúsent, bæði á eigin vegum og ásamt hljómsveitinni Yellow Magic Orchestra (YMO). Julian Sands , breskur leikari, lést í Kaliforníu í janúar, 65 ára gamall. Lík hans fannst í júlí eftir langa leit en ekkert hafði spurst til hans eftir að hann fór í fjallgöngu í janúar. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Mark Sheehan , gítarleikari og einn stofnenda írsku hljómsveitarinnar The Script, lést í apríl aðeins 46 ára gamall. Wayne Shorter , bandarískur djasstónlistarmaður, lést í febrúar 89 ára að aldri. Ferill hans spannaði meira en hálfa öld og átti hann stóran þátt í þróun djassins. Hann steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 með djasshljómsveitinni Art Blakey‘s Jazz Messengers. Hann varði fjórum árum í sveitinni en sagði svo skilið við hana og gekk í kvintett sem leiddur var af Miles Davis, Miles Davis Quintet. Tom Sizemore , bandarískur leikari, lést í febrúar 61 árs að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Saving Private Ryan, Black Hawk Down og Heat. Eddie Skoller , danskur grínisti og tónlistarmaður, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Suzanne Somers , bandarísk leikkona, lést í október, 76 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Step By Step og Three‘s Company. Jerry Springer , bandarísku spjallþáttastjórnandi, lést í apríl síðastliðinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Frances Sternhagen , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers og ER, lést í nóvember, 93 ára að aldri. Sternhagen fór með hlutverk í sjónvarpsþáttunum ER, þar sem hún fór með hlutverk Millicent Carter, ömmu læknisins Dr. Carter. Þá fór hún með hlutverk Estherar Clavin í sjónvarpsþáttunum Cheers. Ray Stevenson , breskur leikari, lést í maí, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjónvarpsþáttaseríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvikmyndaseríanna Thor og Divergent. Joan Sydney , bresk-áströlsk leikkona sem lék lengi í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum, lést í janúar, 83 ára að aldri. Hún fór með hlutverk Valda Sheergold í þáttunum. Rebecka Teper , sænsk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem „Lussan“ í þáttunum Solsidan, lést í apríl, fimmtug að aldri. Chaim Topol , ísraelskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Tevye í stórmyndinni Fiðlarinn á þakinu frá árinu 1971, lést á árinu. Hann varð 87 ára gamall. Topol fór einnig með hlutverk í myndinni Flash Gordon frá árinu 1980 og svo hlutverk Milos Columbo í James Bond-myndinni For Your Eyes Only árið 1981. Drottning rokksins féll frá á árinu. EPA Tina Turner , bandarísk söngkona sem kölluð var „drottning rokksins“, lést í maí, 83 ára að aldri. Turner var ein ástsælasta söngkona allra tíma og er með fjölmarga slagara á ferilskránni. Má þar helst nefna lög eins og What's Love Got to Do with It og The Best. Tom Verlaine , söngvari og gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Television, lést í janúar, 73 ára að aldri. Raquel Welch, bandarísk leikkona og fyrirsæta, lést í febrúar, 82 ára að aldri. Raquel kom fyrst fram á sjónarsviðið á miðjum sjöunda áratugnum og er einna þekktust fyrir bikiníatriðið svokallaða í kvikmyndinni One Million Years B.C frá árinu 1966. Fay Weldon , breskur rithöfundur, lést í janúar, 91 árs að aldri. Weldon var þekkt fyrir bækur sínar, handrit að sjónvarpsþáttum, leikgerðir og smásögur um líf fólks í Bretlandi en höfundarferill hennar spannaði rúma fimm áratugi. Hún er líklega þekktust fyrir bók sína frá árinu 1983, Ævi og ástir kvendjöfuls (e. The Life and Loves of a She-Devil). Annie Wersching , bandarísk leikkona, lést í janúar aðeins 45 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik sinn í þáttunum 24, Bosch og Timeless. Hún lést af völdum krabbameins. Roger Whittaker , breskur þjóðlagasöngvari sem meðal annars er þekktur fyrir smellina Durham Town frá árinu 1969 og Streets of London, lést í september, 87 ára að aldri. Paxton Whitehead , breskur leikari sem þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, lést í júní, 85 ára að aldri. Í Friends-þáttunum lék hann Mr. Waltham, yfirmann Rachel hjá versluninni Bloomingdales í tveimur þáttum í fjórðu seríu. Treat Williams , bandarískur leikari sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Hair, lést í mótorhjólaslysi í júní 71 árs að aldri. Williams lék hippann George Berger í Hárinu og lék einnig í myndunum 1941, Once Upon A Time In America, Dead Heat, Things to Do in Denver When You're Dead og Deep Rising. Gary Wright , bandarískur söngvari og lagahöfundur, lést í september, 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Weaver og Love is Alive. Burt Young , bandarískur leikari sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Rocky, lést í október, 83 ára gamall. Í Rocky-myndunum fór Young með hlutverk Paulie, mágs og besta vinar hnefaleikakappans Rocky Balboa sem Sylvester Stallone túlkaði. Íþróttir Christian Atsu , ganverskur fótboltamaður, lést í jarðskjálftanum mikla í Tyrklandi í febrúar. Hann varð 31 árs. Atsu lék með Hatayspor sem er í borginni Kahramanmaras í Tyrklandi. Hann hafði áður leikið með liðum á borð við Newcastle. Miroslav Blazevic , sem stýrði króatíska fótboltalandsliðinu til bronsverðlauna á HM 1998, lést í janúar, 87 ára að aldri. Blazevic tók við króatíska landsliðinu 1994, nokkrum árum eftir að landið fékk sjálfstæði. Undir hans stjórn varð Króatía fljótlega eitt sterkasta lið heims. Ken Block , bandarískur rallýökuþór og YouTube-stjarna, lést í janúar, 55 ára að aldri. Hann lést eftir að hafa orðið undir snjósleða. Block naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem honum tókst að framleiða kappakstursmyndbönd sem tugir milljóna fylgdust með. Þá var hann í hópi fólks sem kom skómerkinu DC á laggirnar árið 1984, en Block seldi sinn hlut árið 2004. Tori Bowie , bandarískur spretthlaupari sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og heimsmeistaramóti, lést í maí, 32 ára að aldri. Bowie var hluti af sigursveit Bandaríkjanna í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á sömu leikum endaði hún í 2. sæti í hundrað metra hlaupi og 3. sæti í tvö hundruð metra hlaupi. Craig Brown , fyrrverandi þjálfari skoska landsliðsins í fótbolta, lést í júní 82 ára að aldri. Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM. Enska knattspynugoðsögnin Sir Bobby Charlton lést á árinu. EPA Sir Bobby Charlton , enskur fótboltamaður, lést í október, 86 ára að aldri. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. Hann var sömuleiðis lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og átti að baki 106 leiki fyrir England. Maddy Cusack , fótboltakona Sheffield United á Englandi, lést í september, 27 ára að aldri. Hún lést að heimili sínu í Horsley í Derbyskíri. Elena Fanchini , ítölsk skíðakona, lést í janúar eftir baráttu við krabbamein, 37 ára að aldri. Hún keppti á þrennum Vetrarólympíuleikum, árin 2006, 2010 og 2014, en varð að hætta við leikana í Pyeongchang fyrir fimm árum eftir að hún greindist með krabbameinið. Cathy Ferguson , eiginkona skoska knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson, lést í september, 84 ára að aldri. Cathy hafði verið gift Sir Alex frá 1966 en þau kynntust þegar þau unnu bæði starfsfólk í ritvélaverksmiðju. Just Fontaine , franski fótboltamaðurinn sem á metið yfir flest mörk skoruð í einni heimsmeistarakeppni, lést í febrúar, 89 ára að aldri. Fontaine skoraði þrettán mörk í sex leikjum þegar Frakkar lentu í 3. sæti á HM í Svíþjóð 1958. Dick Fosbury , bandarískur hástökkvari sem þekktastur er fyrir að hafa breytt því hvernig fólk kom sér yfir slána í greininni, lést í mars, 76 ára að aldri. Hann var þá fyrstur til að stökkva afturábak yfir stöngina, en það er tæknin sem langflestir hástökkvarar heimsins nota í dag. Trevor Francis , enskur fótboltamaður, lést í júlí, 69 ára að aldri. Árið 1979 keypti Nottingham Forest Francis frá Birmingham City á eina milljón punda og varð hann þar með fyrsti milljón punda leikmaður Bretlandseyja. Með Forest varð Francis tvívegis Evrópumeistari, 1979 og 1980 David Gold , annar eigenda eiganda enska knattspyrnuliðsins West Ham United, lést í janúar eftir skammvinn veikindi. Hann var 86 ára gamall. Gold hafði átt West Ham ásamt viðskiptafélaga hans til langs tíma, og nafna, David Sullivan, frá árinu 2010. Mia Gunter , kanadísk fótboltakona sem lék með KR í Bestu deild kvenna sumarið 2018. Hún lést á árinu, aðeins 28 ára að aldri. Adam Johnson , leikmaður enska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, lést í október eftir að hafa skorist á hálsi í leik liðsins. Hann varð 29 ára gamall. Bill Kenwright , stjórnarformaður Everton, lést í október, 78 ára gamall. Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004. Bob Knight , einn þekktasti og sigursælasti þjálfari í sögu bandaríska háskólakörfuboltans, lést í nóvember, 83 ára að aldri. Hann gerði Indiana þrisvar sinnum að meisturum en var einnig þekktur fyrir mikið skap og að láta reiði sína bitna á ýmsum nærliggjandi hlutum. Geof Kotila, fyrrverandi þjálfari karlaliðs Snæfells, lést í mars, 64 ára gamall. Kotila þjálfaði Snæfellsliðið frá 2006 til 2008 og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari árið 2008. Snæfell komst einnig í lokaúrslitin undir hans stjórn vorið 2008. Francis Lee , fyrrverandi leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, lést í september, 79 ára ára að aldri. Hann lék fyrir Manchester City í átta ár, spilaði 330 leiki og skoraði 148 mörk. Gordon McQueen , skoskur fótboltamaður, lést í júní sjötugur að aldri. Hann var greindur með heilabilun snemma árs 2021. McQueen vann sér það helst til frægðar að vera bæði elskaður af stuðningsfólki Leeds United og Manchester United. Hann hjálpaði fyrrnefnda liðinu að vinna efstu deild Englands árið 1974. Þá lék hann 30 A-landsleiki fyrir Skotland. John Motson, fótboltalýsandi hjá breska ríkisútvarpinu til fimmtíu ára, lést í febrúar 77 ára að aldri. Hann lýsti leikjum á tíu heimsmeistaramótum, jafnmörgum Evrópumótum og lýsti 29 bikarúrslitaleikjum á Englandi. Willis Reed , einn dáðasti leikmaðurinn í sögu NBA körfuboltafélagsins New York Knicks, lést í mars, áttræður að aldri. Reed spilaði tíu tímabil í NBA-deildinni frá 1964 til 1974 og spilaði bara fyrir New York Knicks. Terry Venables , fyrrverandi fótboltamaður og þjálfari, lést í nóvember, áttræður að aldri. Hann er þekktastur fyrir feril sinn sem þjálfari en hann stýrði meðal annars Crystal Palace, QPR, Barcelona og Tottenham. Hann stýrði síðan enska landsliðinu á árunum 1994 til 1996, meðal annars þegar EM fór fram í Englandi árið 1996. Ítalska fótboltagoðsögnin Gianluca Vialli lést af völdum krabbameins á árinu. EPA Gianluca Vialli , ítalskur fótboltamaður, lést í janúar eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. Á ferli sínum spilaði hann meðal annars með Sampdoria, Juventus og Chelsea. Vialli lék 59 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði sextán mörk. Viðskipti Mohamed Al Fayed , egypskur auðjöfur sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, lést í september, 94 ára að aldri. Al Fayed lét lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Gaston Glock , austurrískur verkfræðingur sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp Glock-skammbyssuna, lést í desember, 94 ára gamall. Bob Lee , stofnandi tækniforritsins Cash App, var stunginn til bana í San Francisco í Bandaríkjunum í apríl. Lee var stofnandi smáforritsins Cash App þar sem notendur geta sent pening sín á milli með auðveldari hætti en áður, svipað forrit og Aur og Kass eru fyrir okkur Íslendinga. Thomas H Lee , bandarískur auðmaður og fjárfestirsem var einn af upphafsmönnum skuldsettra yfirtaka í bandarísku viðskiptalífi, fannst látinn í New York í febrúar. Hann varð 78 ára að aldri. Sir Ivan Menezes , framkvæmdastjóri Diageo, stærsta áfengisfyrirtækis heims, lést í júní, 63 ára að aldri. Paco Rabanne , spænskur hönnuður og ilmvatnsframleiðandi, lést í janúar, 88 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir „1 Million“ rakspírann. Annað George Alagiah , breskur fréttamaður, lést í júlí, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein. Alagiah hafði lesið sjónvarpsfréttir hjá BBC klukkan sex síðastliðinn tuttugu ár. Doyle Brunson , ein stærsta goðsögnin í heimi pókers og kallaður hefur verið „guðfaðir pókersins, lést í maí 89 ára gamall. Walter Cunningham , bandarískur geimfari sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar, lést í janúar, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. John B. Goodenough , bandarískur eðlisfræðingur, lést í júní, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun. T. Ken Mattingly , bandarískur geimfari sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, lést í október. Hann varð 87 ára. Sandra Day O'Connor , sem varð fyrsti kvenkyns dómarinn við hæstarétt Bandaríkjanna árið 1981, lést í desember, 93 ára að aldri. Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi hana sem hæstaréttardómara árið 1981, fyrsta kvenna. Hún gengdi embættinu í 24 ár þar til hún settist í helgan stein árið 2006. George Pell , ástralskur kardináli, lést í janúar, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Duangpetch Promthep , einn þeirra tólf taílensku drengja sem var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands árið 2018, lést í febrúar. Hann var sautján ára. Victoria María Aragüés Gadea , erótískur dansari betur þekkt sem Sticky Vicky, lést í nóvember, áttatíu ára að aldri. Vicky var skemmtikraftur á sólarströndinni Benidorm um árabil. Arne Treholt , norskur njósnari, lést í febrúar, áttatíu ára gamall. Treholt var víðfrægur á tímum Sovétríkjanna eftir sakfellingu fyrir njósnir árið 1985. Hann var skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu þegar hann var handtekinn á Fornebu, flugvellinum í Ósló, hinn 20. janúar 1984. Hann var sakaður um að hafa veitt sovéskum og írönskum leyniþjónustumönnum upplýsingar. Donald Triplett , Bandaríkjamaður sem var fyrsti einstaklingurinn til að verða greindur með einhverfu, lést í júní, 89 ára að aldri. Alræmdir glæpamenn: Matteo Messina Denaro , „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, lést í september eftir langvarandi veikindi, 61 árs að aldri. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra. Jim Gordon , bandarískur trommari sem spilaði meðal annars með Beach Boys og Eric Clapton og átti síðar eftir að afplána dóm fyrir að myrða móður sína, lést í mars. 77 ára að aldri. Robert Hanssen , fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, lést í fangelsi í maí, 79 ára gamall. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Rolf Harris , ástralski kynferðisbrotamaður og fyrrverandi sjónvarpsmaður, lést í maí, 93 ára að aldri. Hann var fundinn sekur um röð kynferðisbrota gegn fjölda ungra stúlkna og kvenna á árunum 1968 til 1986. Áður en upp komst um brot Harris hafði hann stýrt fjölda þátta í bresku og áströlsku sjónvarpi. Linda Kasabian , ein af fylgjendum Charles Manson lést í febrúar, 73 ára að aldri. Kasabian var í hópi þeirra sem myrtu leikkonuna Sharon Tate og sex aðra árið 1969 en hún var þá tvítug að aldri. Ted Kaczynski , bandarískur hryðjuverkamaður sem þekktur var undir nafninu Unabomber, lést í júní síðastliðinn. Hann myrti þrjá og slasaði 23 með bréfasprengjum á árunum 1978 til 1995. Fréttir ársins 2023 Andlát Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01 Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00 Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Meðal þeirra sem féllu frá á árinu eru einn vinsælasti gamanleikari heims, drottning rokksins, fyrrverandi forseti Finnlands, vinsæll leikari úr myndunum um Harry Potter, hryðjuverkamaðurinn sem gekk undir nafninu Unabomber, einhver litríkasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu áratuga og goðsögn úr heimi knattspyrnunnar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Martti Ahtisaari.EPA Martti Ahtisaari , fyrrverandi Finnlandsforseti og handhafi friðarverðlauna Nóbels, lést í október, 86 ára að aldri. Ahtisaari var forseti Finnlands á árunum 1994 til 2000. Árið 2008 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels fyrir vinnu sína sem sáttasemjari í röð vopnaðra deilna um allan heim, meðal annars í Aceh-héraði í Indonesíu, Kósovó, Serbíu, Namibíu og Írak. Silvio Berlusconi , fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, lést í júní, 86 ára að aldri. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. Ritt Bjerregaard , dönsk stjórnmálakona sem meðal annars gegndi embætti ráðherra, yfirborgarstjóra í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lést í janúar, 81 árs að aldri. Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú í Bandaríkjunum, lést á árinu. EPA Rosalynn Carter , fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lést í nóvermber, 96 ára að aldri. Hún var eiginkona forsetans Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, en hann gegndi embættinu á árunum 1977 til 1981. Juanita Castro , systir Fidel og Raúl Castro, fyrrrverandi Kúbuforseta, lést í desember, níutíu ára að aldri. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959. Alistair Darling , breskur stjórnmálamaður sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, lést í nóvember, sjötugur að aldri. Darling gegndi embætti fjármálaráðherra árunum 2007 til 2010, á sama tíma og íslensk og bresk stjórnvöld áttu í deilunni um Icesave. Jacques Delors , franskur stjórnmálamaður sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á árunum 1985 til 1995, lést í desember, 98 ára gamall. Hann er almennt talinn einn af helstu hugmyndasmiðum þess Evrópusambands sem við þekkjum í dag. Delors gegndi embættinu árin 1985 til 1995, lengur en nokkur annar. Hann var einn af hönnuðum evrusvæðisins, Alan Haworth , lávarður og fyrrverandi ritari breska Verkamannaflokksins, lést í ágúst, 75 ára að aldri. Hann var á ferðalagi á Íslandi þegar hann lést. Glenda Jackson , leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins lést í júní, 87 ára að aldri. Glenda sópaði að sér verðlaunum á leiklistarferli sínum sem spannaði nokkra áratugi. Hún vann þannig til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Women in Love og A Touch of Class sem komu út á áttunda áratugnum. Hún tók sér frí frá leiklistinni um nokkurra ára skeið og varð þingmaður Verkamannaflokksins árið 1992 til 2015. Li Keqiang , sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, lést í október. Hann varð 68 ára gamall. Henry Kissinger varð hundrað ára gamall.EPA Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu, lést í nóvember, hundrað ára að aldri. Kissinger var virtur fræðimaður á sviði alþjóðastjórnmála og var gerður að utanríkisráðherra í ríkisstjórn Richards Nixon árið 1973 og aftur í ríkisstjórn Geralds Ford. Konstantín annar , síðasti konungur Grikklands, lést í janúar, 82 ára að aldri. Konstantín annar tók við grísku krúnunni á róstursömum tímum í landinu, árið 1964. Fór svo að herinn tók við völdin í landinu þremur árum síðar. Nigel Lawson , fjármálaráðherra og áhrifamaður í ríkisstjórn Margaret Thatcher, lést í apríl 91 árs að aldri. Hann var einnig faðir sjónvarpskokksins sívinsæla Nigellu Lawson. Lawson vakti gríðarlega athygli þegar hann var fjármálaráðherra Bretlands á árunum 1983 til 1989. Pervez Musharraf , fyrrverandi forseti Pakistan, lést í janúar, 79 ára að aldri. Musharraf komst til valda í Pakistan árið 1999 í valdaránstilraun hersins. Tveimur árum seinna var hann gerður að forseta landsins og gegndi embættinu allt til ársins 2008 þegar hann tapaði í kosningum. Giorgio Napolitano , fyrrverandi forseti Ítalíu, lést í september, 98 ára gamall. Giorgio var þaulsætnasti forseti Ítalíu og gegndi embættinu á árunum 2006 til 2015. Yevgeny Prigozhin , rússneskur auðjöfur og eigandi málaliðahópsins Wagner Group, lést eftir að flugvél sem hann var í var grandað í ágúst síðastliðinn. Hann varð 62 ára. Sjeik Nawaf al-Ahmad al-Sabah , emírinn í Kúveit, lést í desember, 86 ára að aldri. Hann tók við völdum af bróður sínum árið 2021. Wolfgang Schäuble , fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, lést í desember, 81 árs að aldri. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara á tímum skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Maryanne Trump Barry , elsta systir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lést í nóvember, 86 ára að aldri. Barry starfaði sem saksóknari og dómari á ferli sínum. Menning og listir Alan Arkin , bandarískur leikari, lést í júní, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006 auk þess að vinna til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum. Arkin á langan feril að baki í bransanum og lék í kvikmyndum á borð við Edward Scissorhands, Argo og Little Miss Sunshine. Burt Bacharach á Glastonbury-tónlistarhátíðinni árið 2015. EPA Burt Bacharach , bandarískur söngvari, lést í febrúar, 94 ára að aldri. Lög eftir hann rötuðu á topplista áratugum saman, þau fyrstu á sjötta áratug síðustu aldar og þau síðustu á þessari öld. Bob Barker , bandarískur sjónvarpsmaður sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, lést í ágúst, 99 ára að aldri. Jeff Beck , enskur gítarleikari, lést í janúar 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hafði lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. Harry Belafonte , jamaísk-bandarískur söngvari og leikari, lést í apríl, 96 ára að aldri. Belafonte öðlaðist heimsfrægð árið 1956 þegar hann gaf út lagið Calypso, en platan varð sú fyrsta til að seljast í meira en milljón eintökum. Richard Belzer , bandarískur leikari og grínisti, lést í febrúar, 78 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir að leika rannsóknarlögreglumanninn John Munch í Homicide: Life on the Street og Law & Order: SVU þáttunum um árabil. Tony Bennett féll frá á árinu. EPA Tony Bennett , bandarískur tónlistarmaður, lést í júlí, 96 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa sungið lögin I Left My Heart in San Francisco, Body and Soul og The Way You Look Tonight. Lasse Berghagen , einn ástsælasti söngvari og sjónvarpsþáttastjórnandi Svíþjóðar, lést í október, 78 ára að aldri. Berghagen hafði um margra áratuga skeið verið einn ástsælasti söngvari Svíþjóðar. Hann tók við sem þáttastjórnandi hins gríðarvinsæla þáttar, Allsång på Skansen, árið 1994 og stýrði þáttunum allt til ársins 2003. Jane Birkin , bresk söng- og leikkona, lést í júlí, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. Robert Blake , var bandarískur leikari sem gerði garðinn frægan í þáttunum Baretta. Hann var á sínum tíma ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni en sýknaður. Hann lést í mars en hann varð 89 ára gamall. Gangsta Boo , bandarískur rappari sem hét Lola Mitchell réttu nafni, lést í janúar, 43 ára að aldri. Hún var fyrrverandi liðskona Three 6 Mafia og ein af brautryðjendum kvenna í heimi rapptónlistar. Andre Braugher fór með hlutverk Raymond Holt kafteins í þáttunum Brooklyn Nine-Nine.EPA Andre Braugher , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, lést í desmeber. Hann varð 61 árs gamall. Braugher fór með hlutverk lögreglustjórans Captain Raymond Holt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine og kom hann fram í öllum 153 þáttum þáttaraðarinnar. Nashawn Breedlove , bandarískur leikari og rappari sem þekktastur er fyrir að hafa glímt við Eminem í rappbardaga í myndinni 8 Mile, lést í september. Hann varð 46 ára. Breedlove fór með hlutverk rapparans Lotto í 8 Mile sem frumsýnd var árið 2002,og byggði lauslega á ævi rapparans Eminem. Al Broen , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í The Wire, lést í janúar 83 ára að aldri. Brown fór með hlutverk Stan Valchek, lögreglustjórans í Baltimore, í þáttunum The Wire sem framleiddir voru á árunum 2002 til 2008 af HBO. Brown birtist í um tuttugu þáttum. Grace Bumbry , bandarísk óperusöngkona, lést í maí, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar. Colin Burgess , ástralskur trommuleikari sem var fyrsti slagverksleikari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, lést í desember. Burgess varð 77 ára gamall. Paul Cattermole , einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, lést í apríl aðeins 46 ára að aldri. Hljómsveitin S Club 7 var stofnuð 1998 í Bretlandi og varð síðan heimsfræg vegna sitcom-sjónvarpsþáttarins Miami 7 sem var sýndur á BBC árið 1999. Angus Cloud , bandarískur leikari, lést í júlí, 25 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Euphoria. David Crosby , bandarískur söngvari og gítarleikari, lést í janúar 81 árs að aldri. Crosby var stofnmeðlimur bæði The Byrds og Crosby, Stills & Nash. Báðar hljómsveitir voru afar vinsælar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Salvatore „Toto“ Cutugno , ítalskur söngvari sem vann Eurovision söngvakeppnina árið 1990, lést í ágúst, áttræður að aldri. Hann vann sigur í keppninni með laginu Insieme: 1992 sem fjallar um sameinaða Evrópu. Evan Ellingson , bandarískur leikari sem gerði garðinn frægan sem leikari í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á sínum yngri árum, lést í nóvember. Hann varð 35 ára gamall. Ellingson er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk táningssonar persónu Cameron Diaz í myndinni My Sister‘s Keeper frá árinu 2009. Jeffrey Foskett , langtímameðlimur og gítarleikari hljómsveitarinnar The Beach Boys, lést í desember, 67 ára að aldri. Foskett spilaði með hljómsveitinni frá árinu 1981. Þá spilaði hann með bæði Brian Wilson og Mike Love á tónleikaferðalögum þeirra. William Friedkin , bandarískur leikstjóri sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt Óskarsverðlaunamyndinni The French Connection og bíómyndinni The Exorcist, lést í ágúst, 87 ára að aldri. Sir Michael Gambon , írsk-enskur leikari lést í september, 82 ára að aldri. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Albus Dumbledore í myndunum um Harry Potter. Astrud Gilberto , brasilíska bossa nova söngkona, lést í maí 83 ára að aldri. Gilberto er best þekkt fyrir að hafa sungið lagið The Girl from Ipanema. Louise Glück. EPA Louise Glück , bandarískur rithöfundur og ljóðskáld, lést í október, áttræð að aldri. Glück hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2020. Len Goodman , breskur dansari sem um árabil var formaður dómnefndarinnar í bresku dansþáttunum Strictly Come Dancing, lést í apríl, 78 ára að aldri. Steve Harwell , söngvari bandarísku sveitarinnar Smash Mouth, lést í september, 56 ára að aldri. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Star og Walkin on the Sun. Bob Heatlie , skoskur lagahöfundur, lést í apríl, 76 ára að aldri. Hann samdi fjölda laga og stefja fyrir hina ýmsu tónlistarmenn og sjónvarpsþætti.Við Íslendingar könnumst ágætlega við þekktasta verk Heatlie, lagið Merry Christmas Everyone. Við tónlist Heatie var gerður íslenskur texti og lagið nefnt Snjókorn falla en það var Laddi sem sá um að syngja það. Barry Humphries , ástalskur leikari sem þekktastur er fyrir persónu sína, „Dame Edna Everage“, lést í apríl, 89 ára að aldri. Leikferill Barry spannar sjö áratugi og kom hann fram í leikhúsi, sjónvarpi, í bókaflokkum og í kvikmyndum. Hann er þekktur fyrir að hafa gert óspart grín að ástralskri menningu og þá sérstaklega í hlutverki sínu sem Dame Edna. Al Jaffee , bandarískur teiknari sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, lést í apríl 102 ára að aldri. David Jolicoeur , bandarískur tónlistarmaður sem einnig var þekktur sem Trugoy the Dove, lést í febrúar, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul. De La Soul var stofnuð árið 1987 og er þekktasta lag þeirra líklega Me, Myself and I af plötunni 3 Feet High and Rising. Tom Jones , bandarískt tónskáld sem er þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu, lést í ágúst. Hann varð 95 ára. Darren Kent , breskur leikari sem þekktastur er fyrir leik sinn í Game of Thrones, lést í ágúst, 36 ára að aldri. Í þáttunum fór hann með hlutverk geitahirði sem fór með látna dóttur sína til Daenerys Targaryen eftir að hún var drepin af dreka í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Milan Kundera , tékkneskur rithöfundur, lést í júlí, 94 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir bækur á borð við Óbærilegur léttleiki tilverunnar, og síðustu bók hans, Hátíð merkingarleysunnar. Piper Laurie , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Hustler og Carrie en einnig sjónvarpsþáttaröðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace, lést í október, 91 árs að aldri. Coco Lee , kínverk-bandarísk söngkona og leikkona sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, lést í júlí, 48 ára að aldri. Hún var fyrsti kínverski tónlistarmaðurinn til að slá í gegn í Bandaríkjunum. Það gerðist með laginu Do You Want My Love sem náði fjórða sætinu á Billboards Hot Dance Breakouts listanum árið 1999. Þá ljáði hún Mulan rödd sína í kínverskri útgáfu Disney-myndarinnar frá árinu 1998. Denny Laine , enskur tónlistarmaður sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, lést í desember, 79 ára að aldri. Laine söng lögin á metsöluplötu Moody Blues, Go Now og samdi stórsmell Wings, Mull of Kintyre, ásamt fyrrverandi Bítlinum, Paul McCartney. Lee Sun-kyun , suðurkóreskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem fjölskyldufaðirinn Park Dong-ik í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite, lést í desember. Hann varð 48 ára. Michael Lerner , bandarískur leikari, lést í apríl 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past. Gordon Lightfoot , kanadískur þjóðlagasöngvari, lést í maí, 84 ára að aldri. Meðal smella söngvarans voru If You Could Read My Mind, Sundown, The Wreck of Edmund Fitzgerald og Carefree Highway. Gina Lollobrigida , ítölsk leikkona og ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar, lést í janúar, 95 ára að aldri. Lollobrigida fór með hlutverk í myndum á borð við Hringjaranum í Notre Dame og Fallegri en hættulegri. Lisa Loring , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Wednesday Addams í sjónvarpsþáttum um Addams-fjölskylduna frá árinu 1964, lést í janúar. Hún varð 64 ára gömul. Steve Mackey , bassaleikari bresku hljómsveitarinnar Pulp, lést í febrúar, 56 ára að aldri. Mackey gekk til liðs við Pulp á níunda áratug síðustu aldar og spilaði fyrst á þriðju plötu hljómsveitarinnar, sem hét Seperations. Mark Margolis , bandarískur leikari, lést í ágúst, 83 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hector Salamanca í sjónvarpsþáttaröðunum Breaking Bad og Better Call Saul. Bernie Marsden , enskur gítarleikari og einn stofnenda rokksveitarinnar Whitesnake, lést í ágúst. Hann varð 72 ára. Hann samdi, ýmist einn eða ásamt öðrum meðlimum sveitarinnar, marga helstu smelli sveitarinnar á borð við Fool for Your Loving, She’s a Woman, Walking in the Shadow of the Blues, Trouble og stærsta smellinn, Here I Go Again. David McCallum , breskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, lést í september, níræður að aldri. Cormac McCarthy , einn virtasti skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna, lést í júní, 89 ára að aldri. McCarthy er hvað þekktastur fyrir skáldsögu sína Veginn (e. The Road), átakanlega sögu af ferðalagi feðga um Bandaríkin eftir heimsendi og lífsbaraáttu þeirra. McCarthy hlaut hin virtu Pulitzer verðlaun fyrir bókina árið 2017. Shane MacGowan , söngvari írsku hljómsveitarinnar The Pogues, lést í nóvember, 65 ára að aldri. Hann var hvað þekktastur fyrir aðkomu sína að jólalaginu Fairytale of New York. Önnur vinsæl lög The Pogues eru til að mynda Dirty Old Town, The Irish Rover, A Pair Of Brown Eyes og A Rainy Night In Soho. Moonbin , suður-kóreskur tónlistarmaður, lést í apríl, 25 ára að aldri. Var hann einn meðlima vinsælu K-poppsveitarinnar Astro en hafði síðustu misseri unnið að sólóferli sínum ásamt einum öðrum meðlimi úr sveitinni. Lise Nørgaard , danskur blaðamaður, ritstjóri og rithöfundur, sem þekktust er fyrir að hafa verið höfundur hinna geysivinsælu Matador-þátta, lést í janúar, 105 ára að aldri. Sinéad O’Connor , írsk söngkona, lést í júlí, aðeins 56 ára að aldri. O’Connor gaf alls út tíu breiðskífur og öðlaðist heimsfrægð árið 1990 þegar hún gaf út ábreiðu af Nothing Compares 2 U eftir Prince. Kenzaburō Ōe , japanskur rithöfundur sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1994, lést á árinu . Hann varð 88 ára gamall. Í bókum sínum fjallaði Ōe meðal annars um fatlaðan son sinn, friðarboðskap og minningar sínar frá eftirstríðsárunum í Japan. Paul O‘Grady , breskur sjónvarpsmaður og grínisti, lést í mars, 67 ára að aldri. O‘Grady naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum sem dragdrottningin Lily Savage og var í hlutverki hennar þáttastjórnandi spurningaþáttarins Blankety Blank á BBC og fleiri þátta. Fredrik Ohlsson , sænskur leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, lést í nóvember. Hann varð 92 ára gamall. Ryan O'Neal, bandarískur leikari, lést í desember, 82 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Barry Lyndon og sjónvarpsþáttunum Bones en stormasamt samband hans við Förruh Fawcett vakti einnig mikla athygli í gegnum árin. Michael Parkinson , breskur spjallþáttastjórnandi, lést í ágúst, 88 ára að aldri. Ferill Parkinson í sjónvarpi spannaði sjö áratugi og ræddi hann við flestar skærustu stjörnur síns tíma. Tatjana Patitz , þýsk fyrirsæta, lést í janúar 56 ára gömul. Patitz naut gífurlegra vinsælda á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og hefur lengi verið kölluð ein af fyrstu ofurfyrirsætunum. Ole Paus , einn ástsælandi vísnasöngvari Norðmanna, lést í desember, 76 ára að aldri. Paus er talinn hafa haft mikil áhrif á norskt tónlistarlíf en hann á samdi flutti lög á borð við Innerst i sjelen og Mitt lille land sem fyrir löngu eru orðin sígild í Noregi. Matthew Perry , ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, lést í lok október, 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004, en þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. Lisa Marie Presley , bandarísk söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, lést í janúar, 54 ára gömul. Lafði Mary Quant er látin, breskur fatahönnuður, lést í apríl, 93 ára að aldri. Hún átti þátt í að móta tísku sjöunda áratugarins með hönnun sinni á stuttum pilsum og fleiru. Bryan Randall , maðurinn sem leikkonan Sandra Bullock kallaði „ástina í lífi sínu“, lést í ágúst. Hann glímdi við ALS og var 57 ára þegar hann lést. Paul Reubens , bandarískur leikari, lést í júlí, sjötugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-Wee Herman á níunda áratugnum en féll um tíma úr náðinni eftir handtöku. Lance Riddick , bandarískur leikari sem gerði garðinn frægan í lögregluþáttunum The Wire, lést í mars, aðeins sextugur að aldri. Hann lék lögregluforingjann Cedric Daniels í öllum sextíu þáttum The Wire árunum 2002 til 2009. Robbie Robertson , kanadískur tónlistarmaður, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar The Band, lést í ágúst 80 ára að aldri. Sixto Diaz Rodriguez , hinn dularfulli bandaríski tónlistarmaður, einnig þekktur sem Sugar Man, lést í ágúst, 81 árs að aldri. Rodriguez rataði í sviðsljósið á ný með tilkomu heimildarmyndarinnar Searching for Sugar Man frá árinu 2012 sem vann til Óskarsverðlauna og BAFTA-verðlauna. John Romita Sr., bandarískur myndasagnateiknari, lést í júní, 93 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa blásið lífi í myndasagnapersónur á borð við Wolverine, Punisher og Luke Cage. Gary Rossington , gítarleikari bandarísku sveitarinnar Lynyrd Skynyrd, lést í febrúar 71 árs að aldri. Hann var síðasti eftirlifandi stofnmeðlimur sveitarinnar sem er hvað frægust fyrir lag sitt Sweet Home Alabama. Richard Roundtree , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk í myndinni Shaft frá árinu 1971, lést í október. Hann varð 81 árs gamall. Andy Rourke , bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, lést í maí 59 ára að aldri. Rourke spilaði meðal annars á bassa í frægustu lögum sveitarinnar, eins og This Charming Man og There is a Light That Never Goes Out. Ryuichi Sakamoto , japanskur raftónlistarfrömuður, lést í mars 71 árs að aldri. Sakamoto gerði garðinn frægan sem raftónlistarskáld og pródúsent, bæði á eigin vegum og ásamt hljómsveitinni Yellow Magic Orchestra (YMO). Julian Sands , breskur leikari, lést í Kaliforníu í janúar, 65 ára gamall. Lík hans fannst í júlí eftir langa leit en ekkert hafði spurst til hans eftir að hann fór í fjallgöngu í janúar. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Mark Sheehan , gítarleikari og einn stofnenda írsku hljómsveitarinnar The Script, lést í apríl aðeins 46 ára gamall. Wayne Shorter , bandarískur djasstónlistarmaður, lést í febrúar 89 ára að aldri. Ferill hans spannaði meira en hálfa öld og átti hann stóran þátt í þróun djassins. Hann steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 með djasshljómsveitinni Art Blakey‘s Jazz Messengers. Hann varði fjórum árum í sveitinni en sagði svo skilið við hana og gekk í kvintett sem leiddur var af Miles Davis, Miles Davis Quintet. Tom Sizemore , bandarískur leikari, lést í febrúar 61 árs að aldri. Hann var þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Saving Private Ryan, Black Hawk Down og Heat. Eddie Skoller , danskur grínisti og tónlistarmaður, lést í ágúst, 79 ára að aldri. Suzanne Somers , bandarísk leikkona, lést í október, 76 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Step By Step og Three‘s Company. Jerry Springer , bandarísku spjallþáttastjórnandi, lést í apríl síðastliðinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Frances Sternhagen , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers og ER, lést í nóvember, 93 ára að aldri. Sternhagen fór með hlutverk í sjónvarpsþáttunum ER, þar sem hún fór með hlutverk Millicent Carter, ömmu læknisins Dr. Carter. Þá fór hún með hlutverk Estherar Clavin í sjónvarpsþáttunum Cheers. Ray Stevenson , breskur leikari, lést í maí, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjónvarpsþáttaseríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvikmyndaseríanna Thor og Divergent. Joan Sydney , bresk-áströlsk leikkona sem lék lengi í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum, lést í janúar, 83 ára að aldri. Hún fór með hlutverk Valda Sheergold í þáttunum. Rebecka Teper , sænsk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem „Lussan“ í þáttunum Solsidan, lést í apríl, fimmtug að aldri. Chaim Topol , ísraelskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Tevye í stórmyndinni Fiðlarinn á þakinu frá árinu 1971, lést á árinu. Hann varð 87 ára gamall. Topol fór einnig með hlutverk í myndinni Flash Gordon frá árinu 1980 og svo hlutverk Milos Columbo í James Bond-myndinni For Your Eyes Only árið 1981. Drottning rokksins féll frá á árinu. EPA Tina Turner , bandarísk söngkona sem kölluð var „drottning rokksins“, lést í maí, 83 ára að aldri. Turner var ein ástsælasta söngkona allra tíma og er með fjölmarga slagara á ferilskránni. Má þar helst nefna lög eins og What's Love Got to Do with It og The Best. Tom Verlaine , söngvari og gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Television, lést í janúar, 73 ára að aldri. Raquel Welch, bandarísk leikkona og fyrirsæta, lést í febrúar, 82 ára að aldri. Raquel kom fyrst fram á sjónarsviðið á miðjum sjöunda áratugnum og er einna þekktust fyrir bikiníatriðið svokallaða í kvikmyndinni One Million Years B.C frá árinu 1966. Fay Weldon , breskur rithöfundur, lést í janúar, 91 árs að aldri. Weldon var þekkt fyrir bækur sínar, handrit að sjónvarpsþáttum, leikgerðir og smásögur um líf fólks í Bretlandi en höfundarferill hennar spannaði rúma fimm áratugi. Hún er líklega þekktust fyrir bók sína frá árinu 1983, Ævi og ástir kvendjöfuls (e. The Life and Loves of a She-Devil). Annie Wersching , bandarísk leikkona, lést í janúar aðeins 45 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik sinn í þáttunum 24, Bosch og Timeless. Hún lést af völdum krabbameins. Roger Whittaker , breskur þjóðlagasöngvari sem meðal annars er þekktur fyrir smellina Durham Town frá árinu 1969 og Streets of London, lést í september, 87 ára að aldri. Paxton Whitehead , breskur leikari sem þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, lést í júní, 85 ára að aldri. Í Friends-þáttunum lék hann Mr. Waltham, yfirmann Rachel hjá versluninni Bloomingdales í tveimur þáttum í fjórðu seríu. Treat Williams , bandarískur leikari sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Hair, lést í mótorhjólaslysi í júní 71 árs að aldri. Williams lék hippann George Berger í Hárinu og lék einnig í myndunum 1941, Once Upon A Time In America, Dead Heat, Things to Do in Denver When You're Dead og Deep Rising. Gary Wright , bandarískur söngvari og lagahöfundur, lést í september, 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Weaver og Love is Alive. Burt Young , bandarískur leikari sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Rocky, lést í október, 83 ára gamall. Í Rocky-myndunum fór Young með hlutverk Paulie, mágs og besta vinar hnefaleikakappans Rocky Balboa sem Sylvester Stallone túlkaði. Íþróttir Christian Atsu , ganverskur fótboltamaður, lést í jarðskjálftanum mikla í Tyrklandi í febrúar. Hann varð 31 árs. Atsu lék með Hatayspor sem er í borginni Kahramanmaras í Tyrklandi. Hann hafði áður leikið með liðum á borð við Newcastle. Miroslav Blazevic , sem stýrði króatíska fótboltalandsliðinu til bronsverðlauna á HM 1998, lést í janúar, 87 ára að aldri. Blazevic tók við króatíska landsliðinu 1994, nokkrum árum eftir að landið fékk sjálfstæði. Undir hans stjórn varð Króatía fljótlega eitt sterkasta lið heims. Ken Block , bandarískur rallýökuþór og YouTube-stjarna, lést í janúar, 55 ára að aldri. Hann lést eftir að hafa orðið undir snjósleða. Block naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem honum tókst að framleiða kappakstursmyndbönd sem tugir milljóna fylgdust með. Þá var hann í hópi fólks sem kom skómerkinu DC á laggirnar árið 1984, en Block seldi sinn hlut árið 2004. Tori Bowie , bandarískur spretthlaupari sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og heimsmeistaramóti, lést í maí, 32 ára að aldri. Bowie var hluti af sigursveit Bandaríkjanna í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á sömu leikum endaði hún í 2. sæti í hundrað metra hlaupi og 3. sæti í tvö hundruð metra hlaupi. Craig Brown , fyrrverandi þjálfari skoska landsliðsins í fótbolta, lést í júní 82 ára að aldri. Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM. Enska knattspynugoðsögnin Sir Bobby Charlton lést á árinu. EPA Sir Bobby Charlton , enskur fótboltamaður, lést í október, 86 ára að aldri. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. Hann var sömuleiðis lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og átti að baki 106 leiki fyrir England. Maddy Cusack , fótboltakona Sheffield United á Englandi, lést í september, 27 ára að aldri. Hún lést að heimili sínu í Horsley í Derbyskíri. Elena Fanchini , ítölsk skíðakona, lést í janúar eftir baráttu við krabbamein, 37 ára að aldri. Hún keppti á þrennum Vetrarólympíuleikum, árin 2006, 2010 og 2014, en varð að hætta við leikana í Pyeongchang fyrir fimm árum eftir að hún greindist með krabbameinið. Cathy Ferguson , eiginkona skoska knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson, lést í september, 84 ára að aldri. Cathy hafði verið gift Sir Alex frá 1966 en þau kynntust þegar þau unnu bæði starfsfólk í ritvélaverksmiðju. Just Fontaine , franski fótboltamaðurinn sem á metið yfir flest mörk skoruð í einni heimsmeistarakeppni, lést í febrúar, 89 ára að aldri. Fontaine skoraði þrettán mörk í sex leikjum þegar Frakkar lentu í 3. sæti á HM í Svíþjóð 1958. Dick Fosbury , bandarískur hástökkvari sem þekktastur er fyrir að hafa breytt því hvernig fólk kom sér yfir slána í greininni, lést í mars, 76 ára að aldri. Hann var þá fyrstur til að stökkva afturábak yfir stöngina, en það er tæknin sem langflestir hástökkvarar heimsins nota í dag. Trevor Francis , enskur fótboltamaður, lést í júlí, 69 ára að aldri. Árið 1979 keypti Nottingham Forest Francis frá Birmingham City á eina milljón punda og varð hann þar með fyrsti milljón punda leikmaður Bretlandseyja. Með Forest varð Francis tvívegis Evrópumeistari, 1979 og 1980 David Gold , annar eigenda eiganda enska knattspyrnuliðsins West Ham United, lést í janúar eftir skammvinn veikindi. Hann var 86 ára gamall. Gold hafði átt West Ham ásamt viðskiptafélaga hans til langs tíma, og nafna, David Sullivan, frá árinu 2010. Mia Gunter , kanadísk fótboltakona sem lék með KR í Bestu deild kvenna sumarið 2018. Hún lést á árinu, aðeins 28 ára að aldri. Adam Johnson , leikmaður enska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, lést í október eftir að hafa skorist á hálsi í leik liðsins. Hann varð 29 ára gamall. Bill Kenwright , stjórnarformaður Everton, lést í október, 78 ára gamall. Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004. Bob Knight , einn þekktasti og sigursælasti þjálfari í sögu bandaríska háskólakörfuboltans, lést í nóvember, 83 ára að aldri. Hann gerði Indiana þrisvar sinnum að meisturum en var einnig þekktur fyrir mikið skap og að láta reiði sína bitna á ýmsum nærliggjandi hlutum. Geof Kotila, fyrrverandi þjálfari karlaliðs Snæfells, lést í mars, 64 ára gamall. Kotila þjálfaði Snæfellsliðið frá 2006 til 2008 og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari árið 2008. Snæfell komst einnig í lokaúrslitin undir hans stjórn vorið 2008. Francis Lee , fyrrverandi leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, lést í september, 79 ára ára að aldri. Hann lék fyrir Manchester City í átta ár, spilaði 330 leiki og skoraði 148 mörk. Gordon McQueen , skoskur fótboltamaður, lést í júní sjötugur að aldri. Hann var greindur með heilabilun snemma árs 2021. McQueen vann sér það helst til frægðar að vera bæði elskaður af stuðningsfólki Leeds United og Manchester United. Hann hjálpaði fyrrnefnda liðinu að vinna efstu deild Englands árið 1974. Þá lék hann 30 A-landsleiki fyrir Skotland. John Motson, fótboltalýsandi hjá breska ríkisútvarpinu til fimmtíu ára, lést í febrúar 77 ára að aldri. Hann lýsti leikjum á tíu heimsmeistaramótum, jafnmörgum Evrópumótum og lýsti 29 bikarúrslitaleikjum á Englandi. Willis Reed , einn dáðasti leikmaðurinn í sögu NBA körfuboltafélagsins New York Knicks, lést í mars, áttræður að aldri. Reed spilaði tíu tímabil í NBA-deildinni frá 1964 til 1974 og spilaði bara fyrir New York Knicks. Terry Venables , fyrrverandi fótboltamaður og þjálfari, lést í nóvember, áttræður að aldri. Hann er þekktastur fyrir feril sinn sem þjálfari en hann stýrði meðal annars Crystal Palace, QPR, Barcelona og Tottenham. Hann stýrði síðan enska landsliðinu á árunum 1994 til 1996, meðal annars þegar EM fór fram í Englandi árið 1996. Ítalska fótboltagoðsögnin Gianluca Vialli lést af völdum krabbameins á árinu. EPA Gianluca Vialli , ítalskur fótboltamaður, lést í janúar eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára. Á ferli sínum spilaði hann meðal annars með Sampdoria, Juventus og Chelsea. Vialli lék 59 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði sextán mörk. Viðskipti Mohamed Al Fayed , egypskur auðjöfur sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, lést í september, 94 ára að aldri. Al Fayed lét lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Gaston Glock , austurrískur verkfræðingur sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp Glock-skammbyssuna, lést í desember, 94 ára gamall. Bob Lee , stofnandi tækniforritsins Cash App, var stunginn til bana í San Francisco í Bandaríkjunum í apríl. Lee var stofnandi smáforritsins Cash App þar sem notendur geta sent pening sín á milli með auðveldari hætti en áður, svipað forrit og Aur og Kass eru fyrir okkur Íslendinga. Thomas H Lee , bandarískur auðmaður og fjárfestirsem var einn af upphafsmönnum skuldsettra yfirtaka í bandarísku viðskiptalífi, fannst látinn í New York í febrúar. Hann varð 78 ára að aldri. Sir Ivan Menezes , framkvæmdastjóri Diageo, stærsta áfengisfyrirtækis heims, lést í júní, 63 ára að aldri. Paco Rabanne , spænskur hönnuður og ilmvatnsframleiðandi, lést í janúar, 88 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir „1 Million“ rakspírann. Annað George Alagiah , breskur fréttamaður, lést í júlí, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein. Alagiah hafði lesið sjónvarpsfréttir hjá BBC klukkan sex síðastliðinn tuttugu ár. Doyle Brunson , ein stærsta goðsögnin í heimi pókers og kallaður hefur verið „guðfaðir pókersins, lést í maí 89 ára gamall. Walter Cunningham , bandarískur geimfari sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar, lést í janúar, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. John B. Goodenough , bandarískur eðlisfræðingur, lést í júní, hundrað ára að aldri. Goodenough var einn þriggja sem hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2019 fyrir þróun liþíumrafhlaða og varð þar með elsti maðurinn til að hljóta Nóbelsverðlaun. T. Ken Mattingly , bandarískur geimfari sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, lést í október. Hann varð 87 ára. Sandra Day O'Connor , sem varð fyrsti kvenkyns dómarinn við hæstarétt Bandaríkjanna árið 1981, lést í desember, 93 ára að aldri. Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi hana sem hæstaréttardómara árið 1981, fyrsta kvenna. Hún gengdi embættinu í 24 ár þar til hún settist í helgan stein árið 2006. George Pell , ástralskur kardináli, lést í janúar, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Duangpetch Promthep , einn þeirra tólf taílensku drengja sem var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands árið 2018, lést í febrúar. Hann var sautján ára. Victoria María Aragüés Gadea , erótískur dansari betur þekkt sem Sticky Vicky, lést í nóvember, áttatíu ára að aldri. Vicky var skemmtikraftur á sólarströndinni Benidorm um árabil. Arne Treholt , norskur njósnari, lést í febrúar, áttatíu ára gamall. Treholt var víðfrægur á tímum Sovétríkjanna eftir sakfellingu fyrir njósnir árið 1985. Hann var skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu þegar hann var handtekinn á Fornebu, flugvellinum í Ósló, hinn 20. janúar 1984. Hann var sakaður um að hafa veitt sovéskum og írönskum leyniþjónustumönnum upplýsingar. Donald Triplett , Bandaríkjamaður sem var fyrsti einstaklingurinn til að verða greindur með einhverfu, lést í júní, 89 ára að aldri. Alræmdir glæpamenn: Matteo Messina Denaro , „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, lést í september eftir langvarandi veikindi, 61 árs að aldri. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra. Jim Gordon , bandarískur trommari sem spilaði meðal annars með Beach Boys og Eric Clapton og átti síðar eftir að afplána dóm fyrir að myrða móður sína, lést í mars. 77 ára að aldri. Robert Hanssen , fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, lést í fangelsi í maí, 79 ára gamall. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Rolf Harris , ástralski kynferðisbrotamaður og fyrrverandi sjónvarpsmaður, lést í maí, 93 ára að aldri. Hann var fundinn sekur um röð kynferðisbrota gegn fjölda ungra stúlkna og kvenna á árunum 1968 til 1986. Áður en upp komst um brot Harris hafði hann stýrt fjölda þátta í bresku og áströlsku sjónvarpi. Linda Kasabian , ein af fylgjendum Charles Manson lést í febrúar, 73 ára að aldri. Kasabian var í hópi þeirra sem myrtu leikkonuna Sharon Tate og sex aðra árið 1969 en hún var þá tvítug að aldri. Ted Kaczynski , bandarískur hryðjuverkamaður sem þekktur var undir nafninu Unabomber, lést í júní síðastliðinn. Hann myrti þrjá og slasaði 23 með bréfasprengjum á árunum 1978 til 1995.
Fréttir ársins 2023 Andlát Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01 Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00 Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01
Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00
Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00
Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00
Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45