Stal fimm milljörðum með sviksömum skotfærakaupum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 16:47 Úkraínskir hermenn á víglínunni nærri Bakmút í austurhluta Úkraínu. Hermenn segja skort á skotfærum fyrir stórskotalið hafa komið niður á þeim. EPA/MARIA SENOVILLA Lögregluþjónar hafa handtekið háttsettan embættismann í varnarmálaráðuneyti Úkraínu, sem grunaður er um að hafa dregið sér nærri því fjörutíu milljónir dala. Það er hann sagður hafa gert með sviksömum kaupum á skotfærum fyrir stórskotalið. Handtakan er sögð vera liður í átaki gegn spillingu í varnarmálaráðinu, sem leiddi meðal annars til þess að varnarmálaráðherranum var vikið úr embætti í september. Samkvæmt frétt New York Times hefur Vólódímír Selenskí, forseti, varið miklu púðri í að berjast gegn spillingu. Er það bæði vegna þrýstingi frá bakhjörlum Úkraínu og vegna samdráttar í hernaðaraðstoð og að tryggja þurfi hagkvæmni í vopnaframleiðslu og kaupaum. Fjörutíu milljónir dala samsvara um fimm og hálfum milljarði króna. Saksóknarar segja unnið að því að endurheimta peningana. Yfirmenn og hermenn í úkraínska hernum hafa sagt blaðamönnum frá því að skortur á skotfærum fyrir stórskotalið hafi leitt til þess að þeir hafi þurft að halda að sér höndum. Stórskotalið hefur frá upphafi skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu og reiða Úkraínumenn og Rússar sig á það til bæði varnar og sóknar. „Við getum ekki sótt fram þegar við höfum engin skotfæri,“ sagði aðstoðarformaður þjóðaröryggisnefndar úkraínska þingsins í samtali við blaðamann NYT. Aðrir hafa látið sambærileg orð falla að undanförnu. Úkraínskir saksóknarar segja að embættismaðurinn handtekni hafi þróað kerfi til að kaupa skotfæri fyrir stórskotalið á uppsprengdu verði. Í desember í fyrra skrifaði hann undir samning við framleiðanda skotfæra á því verði. Með kerfinu tókst honum að setja um 40 milljónir dala til hliðar. Engin skotfæri voru þó afhent á grunni samningsins og yfirvöld í Úkraínu gerðu nýjan samning við umrætt fyrirtæki sem skotfærin kostuðu um þriðjungi minna. Eins og hefur komið fram er unnið að því að endurheimta peningana sem embættismaðurinn stal. Hann stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist. Síðasta vetur voru tveir starfsmenn ráðuneytisins handteknir því þeir borguðu of mikið fyrir egg fyrir herinn. Þá voru yfirmenn sem komu að því að ráða og kveðja menn í herinn reknir eftir að þeir voru sakaðir um að taka við greiðslum frá fólki sem vildi komast hjá herkvaðningu. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa meðal annars haldið því fram að þeir vilji betri eftirfylgni með fjárveitingum til Úkraínumanna. Ráðamenn í Úkraínu segja að viðleitni þeirra til að rannsaka spillingu og refsa þeim sem koma að henni, jafnvel á erfiðum tímum stríðs, sýna að þeim sé alvarlega. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Handtakan er sögð vera liður í átaki gegn spillingu í varnarmálaráðinu, sem leiddi meðal annars til þess að varnarmálaráðherranum var vikið úr embætti í september. Samkvæmt frétt New York Times hefur Vólódímír Selenskí, forseti, varið miklu púðri í að berjast gegn spillingu. Er það bæði vegna þrýstingi frá bakhjörlum Úkraínu og vegna samdráttar í hernaðaraðstoð og að tryggja þurfi hagkvæmni í vopnaframleiðslu og kaupaum. Fjörutíu milljónir dala samsvara um fimm og hálfum milljarði króna. Saksóknarar segja unnið að því að endurheimta peningana. Yfirmenn og hermenn í úkraínska hernum hafa sagt blaðamönnum frá því að skortur á skotfærum fyrir stórskotalið hafi leitt til þess að þeir hafi þurft að halda að sér höndum. Stórskotalið hefur frá upphafi skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu og reiða Úkraínumenn og Rússar sig á það til bæði varnar og sóknar. „Við getum ekki sótt fram þegar við höfum engin skotfæri,“ sagði aðstoðarformaður þjóðaröryggisnefndar úkraínska þingsins í samtali við blaðamann NYT. Aðrir hafa látið sambærileg orð falla að undanförnu. Úkraínskir saksóknarar segja að embættismaðurinn handtekni hafi þróað kerfi til að kaupa skotfæri fyrir stórskotalið á uppsprengdu verði. Í desember í fyrra skrifaði hann undir samning við framleiðanda skotfæra á því verði. Með kerfinu tókst honum að setja um 40 milljónir dala til hliðar. Engin skotfæri voru þó afhent á grunni samningsins og yfirvöld í Úkraínu gerðu nýjan samning við umrætt fyrirtæki sem skotfærin kostuðu um þriðjungi minna. Eins og hefur komið fram er unnið að því að endurheimta peningana sem embættismaðurinn stal. Hann stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist. Síðasta vetur voru tveir starfsmenn ráðuneytisins handteknir því þeir borguðu of mikið fyrir egg fyrir herinn. Þá voru yfirmenn sem komu að því að ráða og kveðja menn í herinn reknir eftir að þeir voru sakaðir um að taka við greiðslum frá fólki sem vildi komast hjá herkvaðningu. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa meðal annars haldið því fram að þeir vilji betri eftirfylgni með fjárveitingum til Úkraínumanna. Ráðamenn í Úkraínu segja að viðleitni þeirra til að rannsaka spillingu og refsa þeim sem koma að henni, jafnvel á erfiðum tímum stríðs, sýna að þeim sé alvarlega.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25
Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03
Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15
Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38