Innflutt menningarstríð Hamassamtakanna Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. desember 2023 12:30 Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar