Danska flutningaskipið varð fyrir annarri árás Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. desember 2023 11:46 Skipið Maersk Hangzhou hefur orðið fyrir tveimur árásum í Rauðahafinu síðastliðinn sólarhring. Shipspotting.com Danska fragtskipið sem varð í gær fyrir loftárás í Rauðahafinu varð fyrir annarri árás í morgun. Miðlæg stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, greinir frá þessu. Skipið Maersk Hangzhou varð fyrir árás af höndum Hútana í gær eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Klukkan hálf átta í morgun að íslenskum tíma sendi skipið frá sér annað neyðarkall. Í neyðarkallinu kom fram að fjórir smábátar hefðu gert atlögu að skipinu. Áhafnir smábátanna fjögurra hleyptu af skotvopnum í átt að skipinu og komust í 20 metra fjarlægð frá því. Iranian-backed Houthi small boats attack merchant vessel and U.S. Navy helicopters in Southern Red SeaOn Dec. 31 at 6:30am (Sanaa time) the container ship MAERSK HANGZHOU issued a second distress call in less than 24 hours reporting being under attack by four Iranian-backed pic.twitter.com/pj8NAzjbVF— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 31, 2023 Öryggisteymi Maersk Hangzhou hóf gagnskothríð á bátana og tvær þyrlur bandaríska flotans brugðust við neyðarkallinu og komu á vettvang. Samkvæmt Centcom munu bandarísku þyrlurnar hafa sökkt þremur fjögurra bátana og drepið árásarmennina innanborðs. Sá fjórði komst undan. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu Mærsk sem á skipið sem um ræðir kemur fram að skipið sé í góðu ástandi. Jafnframt kemur fram að þyrlurnar bandarísku og áhafnir þeirra hafi ekki hlotið skaða af völdum árásarmannanna. Danmörk Jemen Skipaflutningar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Danskt fragtskip hæft af eldflaug Danskt fragtskip í eigu olíu- og flutningarisans Mærsk var hæft af eldflaug í gærkvöldi á siglingu um Rauðahafið. Þessu greinir DR frá. 31. desember 2023 08:19 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Skipið Maersk Hangzhou varð fyrir árás af höndum Hútana í gær eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Klukkan hálf átta í morgun að íslenskum tíma sendi skipið frá sér annað neyðarkall. Í neyðarkallinu kom fram að fjórir smábátar hefðu gert atlögu að skipinu. Áhafnir smábátanna fjögurra hleyptu af skotvopnum í átt að skipinu og komust í 20 metra fjarlægð frá því. Iranian-backed Houthi small boats attack merchant vessel and U.S. Navy helicopters in Southern Red SeaOn Dec. 31 at 6:30am (Sanaa time) the container ship MAERSK HANGZHOU issued a second distress call in less than 24 hours reporting being under attack by four Iranian-backed pic.twitter.com/pj8NAzjbVF— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 31, 2023 Öryggisteymi Maersk Hangzhou hóf gagnskothríð á bátana og tvær þyrlur bandaríska flotans brugðust við neyðarkallinu og komu á vettvang. Samkvæmt Centcom munu bandarísku þyrlurnar hafa sökkt þremur fjögurra bátana og drepið árásarmennina innanborðs. Sá fjórði komst undan. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu Mærsk sem á skipið sem um ræðir kemur fram að skipið sé í góðu ástandi. Jafnframt kemur fram að þyrlurnar bandarísku og áhafnir þeirra hafi ekki hlotið skaða af völdum árásarmannanna.
Danmörk Jemen Skipaflutningar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Danskt fragtskip hæft af eldflaug Danskt fragtskip í eigu olíu- og flutningarisans Mærsk var hæft af eldflaug í gærkvöldi á siglingu um Rauðahafið. Þessu greinir DR frá. 31. desember 2023 08:19 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Danskt fragtskip hæft af eldflaug Danskt fragtskip í eigu olíu- og flutningarisans Mærsk var hæft af eldflaug í gærkvöldi á siglingu um Rauðahafið. Þessu greinir DR frá. 31. desember 2023 08:19