Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2024 11:27 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar. Hann hefur komist að samkomulagi við leiðtoga Demókrataflokksins um fjárlög fyrir 2024, eftir miklar tafir og langar viðræður. AP/J. Scott Applewhite Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma. Viðræður hafa átt sér stað í nokkrar vikur en samkvæmt frétt New York Times er útlit fyrir að samkomulagið verði í takt við fyrra samkomulag sem Joe Biden, forseti, gerði við Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar. Það samkomulag mætti mikilli mótspyrnu meðal hægri sinnuðustu þingmönnum Repúblikanaflokksins og var McCarthy vikið úr embætti skömmu síðar. Meðal annars felur samkomulagið í sér niðurskurð hjá Skattinum í Bandaríkjunum og að sex milljörðum dala sem verja átti vegna faraldurs Covid verði ekki eytt. Samkomulagið snýr ekki að öðrum viðræðum milli Repúblikana og Demókrata um peninga sem Biden hefur beðið um og ætlað er að nota til aðstoðar Úkraínu og Ísrael. Þær eru enn yfirstandandi en Repúblikanar vilja nota þær til að fá auknar fjárveitingar til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Mike Johnson, núverandi þingforseti fulltrúadeildarinnar, sendi bréf á flokksmenn sína í gær þar sem hann sagði umrætt samkomulag fela í sér sextán milljarða dala niðurskurð, sé það borið saman við samkomulag Bidens og McCarthy. Repúblikanar hefðu ekki hefðu ekki náð jafn góðum árangri varðandi fjárlög í rúman áratug. Hann viðurkenndi þó að samkomulagið myndi ekki ganga eins langt í niðurskurði og margir Repúblikanar vildu. Chuck Schumer, leiðtogi meirihluta Demórkata öldungadeildinni, sagði sínu fólki að samkomulagið væri jákvætt fyrir þau og það væri sömuleiðis gott fyrir Bandaríkin. Demókratar hafa þó áhyggjur af því að Repúblikanar í fulltrúadeildinni reyni að lauma „eitruðum pillum“ inn í þau tólf frumvörp sem semja þarf vegna fjárlaga í Bandaríkjunum. Schumer og Hakeem Jeffries, sem leiðir þingflokk Demókrata í fulltrúadeildinni, vöruðu við því í sameiginlegri yfirlýsingu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og sögðu að slíkt yrði ekki samþykkt. We have made clear to Speaker Mike Johnson that Democrats will not support including poison pill policy changes in any of the twelve appropriations bills put before the Congress. pic.twitter.com/vDVWQYNqVu— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 7, 2024 Biden sáttur Í yfirlýsingu segir Joe Biden að samkomulagið geti komið í veg fyrir tilgangslausa stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna og verji mikilvæg forgangsmál fyrir bandarísku þjóðina. Hann segir samkomulagið einnig ekki fela í sér mikinn niðurskurð í velferðarkerfi Bandaríkjanna, sem margir reiði sig á. Þá sagði hann samkomulagið ekki innihalda neinar öfgar. Biden sagði að nú þyrftu Repúblikanar í fulltrúadeildinni að vinna vinnuna sína og hætta að hóta því að stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar og sinna grunnskyldum sínum. Óreiða á þingi Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Þingmennirnir sem veltu McCarthy úr sessi tilheyra flestir hópi sem kallast House Freedom Caucus. Sá hópur sendi út yfirlýsingu í gær um að samkomulagið sem Johnson hefði gert við Demókrata fæli ekki í sér niðurskurð. Viðræðurnar hefðu misheppnast. It s even worse than we thought.Don t believe the spin. Once you break through typical Washington math, the true total programmatic spending level is $1.658 trillion not $1.59 trillion.This is total failure. https://t.co/QBok5lpa6E— House Freedom Caucus (@freedomcaucus) January 7, 2024 Hafa átt í basli með fjárlög Til að samþykkja ný fjárlög vestanhafs, þurfa þingmenn að semja og samþykkja tólf mismunandi frumvörp. Þetta ferli tekur þó töluverðan tíma og þingmenn grípa reglulega til þess að semja stutt frumvarp sem tryggir áframhaldandi rekstur ríkisins til til skamms tíma, á meðan unnið er að umfangsmeiri frumvörpum. Þessi skyndifrumvörp kallast á ensku „continuing resolution“ eða CR og hefur þeim ítrekað verið beitt á undanförnum árum til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna. Það var síðast gert í nóvember. Takist hvorki að samþykkja CR eða frumvörp til lengri tíma, stöðvast rekstur ríkisins. Það felur í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til áðurnefnd frumvörp hafa komist í gegnum þingið. Þetta myndi eiga við um tvær milljónir starfsmanna herafla Bandaríkjanna og rúmlega tvær milljónir annarra opinberra starfsmanna víðsvegar um Bandaríkin. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. 28. desember 2023 09:53 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað í nokkrar vikur en samkvæmt frétt New York Times er útlit fyrir að samkomulagið verði í takt við fyrra samkomulag sem Joe Biden, forseti, gerði við Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar. Það samkomulag mætti mikilli mótspyrnu meðal hægri sinnuðustu þingmönnum Repúblikanaflokksins og var McCarthy vikið úr embætti skömmu síðar. Meðal annars felur samkomulagið í sér niðurskurð hjá Skattinum í Bandaríkjunum og að sex milljörðum dala sem verja átti vegna faraldurs Covid verði ekki eytt. Samkomulagið snýr ekki að öðrum viðræðum milli Repúblikana og Demókrata um peninga sem Biden hefur beðið um og ætlað er að nota til aðstoðar Úkraínu og Ísrael. Þær eru enn yfirstandandi en Repúblikanar vilja nota þær til að fá auknar fjárveitingar til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Mike Johnson, núverandi þingforseti fulltrúadeildarinnar, sendi bréf á flokksmenn sína í gær þar sem hann sagði umrætt samkomulag fela í sér sextán milljarða dala niðurskurð, sé það borið saman við samkomulag Bidens og McCarthy. Repúblikanar hefðu ekki hefðu ekki náð jafn góðum árangri varðandi fjárlög í rúman áratug. Hann viðurkenndi þó að samkomulagið myndi ekki ganga eins langt í niðurskurði og margir Repúblikanar vildu. Chuck Schumer, leiðtogi meirihluta Demórkata öldungadeildinni, sagði sínu fólki að samkomulagið væri jákvætt fyrir þau og það væri sömuleiðis gott fyrir Bandaríkin. Demókratar hafa þó áhyggjur af því að Repúblikanar í fulltrúadeildinni reyni að lauma „eitruðum pillum“ inn í þau tólf frumvörp sem semja þarf vegna fjárlaga í Bandaríkjunum. Schumer og Hakeem Jeffries, sem leiðir þingflokk Demókrata í fulltrúadeildinni, vöruðu við því í sameiginlegri yfirlýsingu í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni, og sögðu að slíkt yrði ekki samþykkt. We have made clear to Speaker Mike Johnson that Democrats will not support including poison pill policy changes in any of the twelve appropriations bills put before the Congress. pic.twitter.com/vDVWQYNqVu— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 7, 2024 Biden sáttur Í yfirlýsingu segir Joe Biden að samkomulagið geti komið í veg fyrir tilgangslausa stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna og verji mikilvæg forgangsmál fyrir bandarísku þjóðina. Hann segir samkomulagið einnig ekki fela í sér mikinn niðurskurð í velferðarkerfi Bandaríkjanna, sem margir reiði sig á. Þá sagði hann samkomulagið ekki innihalda neinar öfgar. Biden sagði að nú þyrftu Repúblikanar í fulltrúadeildinni að vinna vinnuna sína og hætta að hóta því að stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar og sinna grunnskyldum sínum. Óreiða á þingi Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Þingmennirnir sem veltu McCarthy úr sessi tilheyra flestir hópi sem kallast House Freedom Caucus. Sá hópur sendi út yfirlýsingu í gær um að samkomulagið sem Johnson hefði gert við Demókrata fæli ekki í sér niðurskurð. Viðræðurnar hefðu misheppnast. It s even worse than we thought.Don t believe the spin. Once you break through typical Washington math, the true total programmatic spending level is $1.658 trillion not $1.59 trillion.This is total failure. https://t.co/QBok5lpa6E— House Freedom Caucus (@freedomcaucus) January 7, 2024 Hafa átt í basli með fjárlög Til að samþykkja ný fjárlög vestanhafs, þurfa þingmenn að semja og samþykkja tólf mismunandi frumvörp. Þetta ferli tekur þó töluverðan tíma og þingmenn grípa reglulega til þess að semja stutt frumvarp sem tryggir áframhaldandi rekstur ríkisins til til skamms tíma, á meðan unnið er að umfangsmeiri frumvörpum. Þessi skyndifrumvörp kallast á ensku „continuing resolution“ eða CR og hefur þeim ítrekað verið beitt á undanförnum árum til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna. Það var síðast gert í nóvember. Takist hvorki að samþykkja CR eða frumvörp til lengri tíma, stöðvast rekstur ríkisins. Það felur í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til áðurnefnd frumvörp hafa komist í gegnum þingið. Þetta myndi eiga við um tvær milljónir starfsmanna herafla Bandaríkjanna og rúmlega tvær milljónir annarra opinberra starfsmanna víðsvegar um Bandaríkin.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. 28. desember 2023 09:53 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. 28. desember 2023 09:53
Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41
Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23