Svandís og sjallarnir Sigmar Guðmundsson skrifar 9. janúar 2024 08:30 Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Að venju fylgist Framsókn hnípin með. Núna eru það lögbrot Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu sem ógna stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn verða að svara því skýrt hvort Svandís Svavarsdóttir njóti trausts þeirra. Hún er ráðherra í þeirra skjóli. Staðan núna hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera eða áform hennar þegar þing kemur saman. Það gerist eftir tvær vikur og þar sem vika er langur tími í pólitík, hljóta tvær að vera heil eilífð. Það liggur alveg fyrir að stjórnarandstöðuþingmenn styðja ekki ráðherra þessarar ríkisstjórnar, hvorki staka né sem hóp, og sætir það varla tíðindum. Stóru tíðindin eru auðvitað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja sennilega ekki lengur einn ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þá liggur auðvitað fyrir að ráðherrann verður að víkja, nú eða stjórnin að fara frá. Þetta er því hvorki einkamál þessara þriggja flokka sem ríkisstjórnina mynda, né sérstakt úrlausnarefni fyrir stjórnarandstöðuna á meðan Alþingi er ekki að störfum. Best færi auðvitað á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ósáttastir eru með Svandísi Svavarsdóttur leggðu sjálfir fram tillögu um vantraust. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi gæfi það viðkomandi þingmönnum tækifæri til að standa með sannfæringu sinni í tillöguformi í stað þess að líta til stjórnarandstöðunnar. Í öðru lagi myndi það sjálfkrafa leiða til stjórnarslita og losa þjóðina, og ríkisstjórnarflokkana, undan þessari erindislausu áþján sem þetta samstarf er orðið fyrir alla. En átökin núna út af áliti umboðsmanns Alþingis snúast ekki bara um hvalveiðar. Það hefur skýrt komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta snúist líka um verkefnin fram undan í Matvælaráðuneytinu „þannig að það sé samhljómur og ágreiningslaust milli stjórnarflokkanna.“ Það þýðir á mannamáli að áform Svandísar um breytingar í sjávarútvegsmálum og fiskeldi eru partur af jöfnunni. Það hefur ekki verið mikil stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir áherslum Svandísar í þeim efnum, svo vægt sé til orða tekið. Hvalveiðarnar einar og sér fella ekki stjórnina. En þegar gamalkunnug varðstaða um hagsmuni stórútgerðar og fiskeldisfyrirtækja bætist við, þá er aldrei að vita hvað gerist. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Að venju fylgist Framsókn hnípin með. Núna eru það lögbrot Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu sem ógna stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn verða að svara því skýrt hvort Svandís Svavarsdóttir njóti trausts þeirra. Hún er ráðherra í þeirra skjóli. Staðan núna hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera eða áform hennar þegar þing kemur saman. Það gerist eftir tvær vikur og þar sem vika er langur tími í pólitík, hljóta tvær að vera heil eilífð. Það liggur alveg fyrir að stjórnarandstöðuþingmenn styðja ekki ráðherra þessarar ríkisstjórnar, hvorki staka né sem hóp, og sætir það varla tíðindum. Stóru tíðindin eru auðvitað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja sennilega ekki lengur einn ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þá liggur auðvitað fyrir að ráðherrann verður að víkja, nú eða stjórnin að fara frá. Þetta er því hvorki einkamál þessara þriggja flokka sem ríkisstjórnina mynda, né sérstakt úrlausnarefni fyrir stjórnarandstöðuna á meðan Alþingi er ekki að störfum. Best færi auðvitað á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ósáttastir eru með Svandísi Svavarsdóttur leggðu sjálfir fram tillögu um vantraust. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi gæfi það viðkomandi þingmönnum tækifæri til að standa með sannfæringu sinni í tillöguformi í stað þess að líta til stjórnarandstöðunnar. Í öðru lagi myndi það sjálfkrafa leiða til stjórnarslita og losa þjóðina, og ríkisstjórnarflokkana, undan þessari erindislausu áþján sem þetta samstarf er orðið fyrir alla. En átökin núna út af áliti umboðsmanns Alþingis snúast ekki bara um hvalveiðar. Það hefur skýrt komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta snúist líka um verkefnin fram undan í Matvælaráðuneytinu „þannig að það sé samhljómur og ágreiningslaust milli stjórnarflokkanna.“ Það þýðir á mannamáli að áform Svandísar um breytingar í sjávarútvegsmálum og fiskeldi eru partur af jöfnunni. Það hefur ekki verið mikil stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir áherslum Svandísar í þeim efnum, svo vægt sé til orða tekið. Hvalveiðarnar einar og sér fella ekki stjórnina. En þegar gamalkunnug varðstaða um hagsmuni stórútgerðar og fiskeldisfyrirtækja bætist við, þá er aldrei að vita hvað gerist. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar