Búningablæti Frakklandsforseta Guðmundur Edgarsson skrifar 18. janúar 2024 08:01 Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi. Fataval er mannréttindi Hér þarf að koma þeim skilaboðum til Macrons, að hafi hann áhyggjur af stéttaskiptingu, þá er honum ráðlagt að beina þeim í aðra átt en fatavali fólks. Smekkur og stíll í klæðaburði fer sjaldnast eftir stéttarstöðu eða fjárhagslegri getu heldur frumleika og sköpunargleði. Enn fremur telst það til mannréttinda að fá að klæðast fötum í samræmi við eigin smekk, stíl og persónuleika. Það eru líka mannréttindi að fá að njóta allrar þeirra fjölbreytni, sem birtist í alls kyns tilbrigðum í fatavali og klæðnaði skólafélaganna, heldur en að upplifa skólastofuna eins og herdeild á stríðstímum. Skólabúningar uppræta ekki einelti Stundum er því haldið fram skólabúningar dragi úr einelti. Vissulega getur klæðaburður orðið tilefni eineltis en þá veita skólabúningar enga vörn. Eineltismál er flóknari en svo. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxtarlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Bæði reynsla og ýmsar rannsóknir sýna alls kyns neikvæðar afleiðingar þess að fyrirskipa nemendum að klæðast sömu fötunum árum saman. Til að mynda er þekkt að skólabúningar stuðli að mótþróa hjá fjölmörgum nemendum, sem aftur leiðir til lakari námsárangurs en ella væri. Hverjum finnst spennandi að klæðast búningum sem þeim finnst bæði ljótir og óþægilegir? Hvað gengur mönnum eins og Macron til að ráðast á persónufrelsi fólks með slíku offorsi? Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi. Fataval er mannréttindi Hér þarf að koma þeim skilaboðum til Macrons, að hafi hann áhyggjur af stéttaskiptingu, þá er honum ráðlagt að beina þeim í aðra átt en fatavali fólks. Smekkur og stíll í klæðaburði fer sjaldnast eftir stéttarstöðu eða fjárhagslegri getu heldur frumleika og sköpunargleði. Enn fremur telst það til mannréttinda að fá að klæðast fötum í samræmi við eigin smekk, stíl og persónuleika. Það eru líka mannréttindi að fá að njóta allrar þeirra fjölbreytni, sem birtist í alls kyns tilbrigðum í fatavali og klæðnaði skólafélaganna, heldur en að upplifa skólastofuna eins og herdeild á stríðstímum. Skólabúningar uppræta ekki einelti Stundum er því haldið fram skólabúningar dragi úr einelti. Vissulega getur klæðaburður orðið tilefni eineltis en þá veita skólabúningar enga vörn. Eineltismál er flóknari en svo. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxtarlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Bæði reynsla og ýmsar rannsóknir sýna alls kyns neikvæðar afleiðingar þess að fyrirskipa nemendum að klæðast sömu fötunum árum saman. Til að mynda er þekkt að skólabúningar stuðli að mótþróa hjá fjölmörgum nemendum, sem aftur leiðir til lakari námsárangurs en ella væri. Hverjum finnst spennandi að klæðast búningum sem þeim finnst bæði ljótir og óþægilegir? Hvað gengur mönnum eins og Macron til að ráðast á persónufrelsi fólks með slíku offorsi? Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Höfundur er kennari.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun