Tímar útlagans Ástþór Jóhannsson skrifar 25. janúar 2024 07:31 Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Hér er uppástunga til borgaryfirvalda: Fyrir vestan gamla kirkjugarðinn stendur stytta Einars Jónssonar, „Útlaginn" – of mörgum gleymd og löngu horfin í þyrnirósuskóg, eins og HKL sá fyrir. Er ekki tilvalið á tímum hörmunga, þingmanna og ráherrateymis sem er lostið „forréttindaskelfingu“ að færa útlagann með fjölskyldu sína, það sem eftir er af henni og hund, yfir í Lækjargötuna og minna á að flóttamenn eru til á öllum tímum, meira að segja á Íslandi; náttúruhamfarirnar á ýmsum öldum, Ameríkuferðirnar, flótti undan harðráðum og óréttlátum stjórnvöldum, tímabundnum efnahagskreppum - muniði - við höfum blessunarlega ennþá að mestu leyti sloppið við árásarstríð? Mannlegar hörmungar eru ekki um öll ár og aldir bundnar við einn og sama heimshlutann og það ber ekki allt upp á sama daginn. Að sjálfsögðu. Það eru milljónir foreldra í heiminum sem hafa orðið að sætta sig við að svona er staðan. Milljónir fólks á flótta sem finnst allt tal um framtíðina hljóma eins og foréttindi og munaður. Það reynir að komast lífs af og bjarga sér frá náttúruhamförum, loftslagsbreytingum, efnahagsskaða, stríðsátökum, komast burt úr þrotríkjum sem hafa orðið glæpum og græðgi að bráð, reyna að hjara á lífi frá einni stundu til annarar, til að komast úr öllu þessu helvíti á skárri staði, einmitt í þessum orðum lesnum. Útlaginn er án efa mest aktúelt minnismerkið sem nú er uppi á opinberum stað hér í höfuðborginni og mundi sóma sér vel á fjölfarnari slóðum en nú er. Útlaginn í Lækjargötu væri þörf áminning á forréttindablindu og samhygð. Tímanna tákn. Höfundur er íbúi í Reykjavík, sem þurfti unglingur að flýja frá æskustöðvum sínum í Eyjum vegna eldgoss 1973 og telur sig alla tíð síðan í hópi þeirra heppnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Hér er uppástunga til borgaryfirvalda: Fyrir vestan gamla kirkjugarðinn stendur stytta Einars Jónssonar, „Útlaginn" – of mörgum gleymd og löngu horfin í þyrnirósuskóg, eins og HKL sá fyrir. Er ekki tilvalið á tímum hörmunga, þingmanna og ráherrateymis sem er lostið „forréttindaskelfingu“ að færa útlagann með fjölskyldu sína, það sem eftir er af henni og hund, yfir í Lækjargötuna og minna á að flóttamenn eru til á öllum tímum, meira að segja á Íslandi; náttúruhamfarirnar á ýmsum öldum, Ameríkuferðirnar, flótti undan harðráðum og óréttlátum stjórnvöldum, tímabundnum efnahagskreppum - muniði - við höfum blessunarlega ennþá að mestu leyti sloppið við árásarstríð? Mannlegar hörmungar eru ekki um öll ár og aldir bundnar við einn og sama heimshlutann og það ber ekki allt upp á sama daginn. Að sjálfsögðu. Það eru milljónir foreldra í heiminum sem hafa orðið að sætta sig við að svona er staðan. Milljónir fólks á flótta sem finnst allt tal um framtíðina hljóma eins og foréttindi og munaður. Það reynir að komast lífs af og bjarga sér frá náttúruhamförum, loftslagsbreytingum, efnahagsskaða, stríðsátökum, komast burt úr þrotríkjum sem hafa orðið glæpum og græðgi að bráð, reyna að hjara á lífi frá einni stundu til annarar, til að komast úr öllu þessu helvíti á skárri staði, einmitt í þessum orðum lesnum. Útlaginn er án efa mest aktúelt minnismerkið sem nú er uppi á opinberum stað hér í höfuðborginni og mundi sóma sér vel á fjölfarnari slóðum en nú er. Útlaginn í Lækjargötu væri þörf áminning á forréttindablindu og samhygð. Tímanna tákn. Höfundur er íbúi í Reykjavík, sem þurfti unglingur að flýja frá æskustöðvum sínum í Eyjum vegna eldgoss 1973 og telur sig alla tíð síðan í hópi þeirra heppnu.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar