Lenti á Mars í síðasta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. janúar 2024 23:32 Hér má sjá mynd af marsþyrlunni takast á loft. Hún gerir það aldrei framar. AP Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. Litla geimþyrlan Ingenuity flaug í fyrsta sinn á Mars 19. apríl 2021. Hún var flutt til plánetunnar um borð í vélmenninu Perserverance sem lenti á rauðu plánetunni í febrúar sama ár. Markmið vísindamanna með þyrlunni var að komast að því og sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Hún var svo notuð um nokkurt skeið til að finna leiðir fyrir Perserverance í gegnum landslag plánetunnar. Ingenuity uppfyllti drauma vísindamannanna og langt umfram það. Í heildina flaug hún í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en til stóð. Fór langt fram úr væntingum Nokkuð ljóst var þegar Ingenuity lenti í 72. sinn að þetta væri hennar síðasta lending. „Þegar hún kom niður til lendingar var að minnsta kosti einn af koltrefjaspöðunum skemmdur. Við erum að kanna þann möguleika að spaðinn hafi rekist í jörðina,“ sagði Bill Nelson, yfirmaður NASA, á blaðamannafundi um þyrluna. Þyrlan er fyrsta farartækið sem flýgur á öðrum hnetti með eigin afli. Andrúmsloftið á mars er mjög þynnra en andrúmsloft jarðarinnar en þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem er hér á jörðinni. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðar. Til þess að haldast á lofti þurftu þyrluspaðar Ingenuity að snúast 2400 sinnum á mínútu sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur á jörðinni. „Það sem Ingenuity áorkaði fór langt fram úr því sem við töldum mögulegt,“ sagði Nelson um þyrluna. Geimurinn Mars Bandaríkin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Litla geimþyrlan Ingenuity flaug í fyrsta sinn á Mars 19. apríl 2021. Hún var flutt til plánetunnar um borð í vélmenninu Perserverance sem lenti á rauðu plánetunni í febrúar sama ár. Markmið vísindamanna með þyrlunni var að komast að því og sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Hún var svo notuð um nokkurt skeið til að finna leiðir fyrir Perserverance í gegnum landslag plánetunnar. Ingenuity uppfyllti drauma vísindamannanna og langt umfram það. Í heildina flaug hún í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en til stóð. Fór langt fram úr væntingum Nokkuð ljóst var þegar Ingenuity lenti í 72. sinn að þetta væri hennar síðasta lending. „Þegar hún kom niður til lendingar var að minnsta kosti einn af koltrefjaspöðunum skemmdur. Við erum að kanna þann möguleika að spaðinn hafi rekist í jörðina,“ sagði Bill Nelson, yfirmaður NASA, á blaðamannafundi um þyrluna. Þyrlan er fyrsta farartækið sem flýgur á öðrum hnetti með eigin afli. Andrúmsloftið á mars er mjög þynnra en andrúmsloft jarðarinnar en þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem er hér á jörðinni. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðar. Til þess að haldast á lofti þurftu þyrluspaðar Ingenuity að snúast 2400 sinnum á mínútu sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur á jörðinni. „Það sem Ingenuity áorkaði fór langt fram úr því sem við töldum mögulegt,“ sagði Nelson um þyrluna.
Geimurinn Mars Bandaríkin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira