Sagður vilja reka Járnherforingjann Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 18:21 Salúsjní og Selenskí takast í hendur. Myndin var tekin síðasta sumar en mikil spenna er sögð hafa ríkt milli mannanna undanfarna mánuði. Getty/Alecey Furman Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður ætla sér að skipta út Valerí Salúsjní, yfirmanni herafla landsins. Þeir funduðu í gær og bauð forsetinn Salúsjní að taka að sér stöðu varnarmálaráðgjafa en hann neitaði að segja af sér. Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34