Orðin okkar hafa áhrif Anna Lilja Björnsdóttir og Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifa 1. febrúar 2024 09:00 Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað. Þannig hljóma skilaboðin sem Jafnréttisstofa sendir íslensku samfélagi með herferðinni Orðin okkar sem hleypt er af stokkunum í dag. Í herferðinni er spjótum beint að hatursorðræðu og mikilvægi þess að berjast gegn henni. Hatursorðræða er tjáning fordóma eða haturs í garð tiltekinna hópa, t.d. vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með fordómum er til að mynda átt við fyrirfram mótaðar skoðanir sem byggja ekki endilega á raunverulegri reynslu. Hatursorðræða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, hópa og samfélagið allt. Þau sem verða fyrir hatursorðræðu kunna að upplifa ótta, niðurlægingu, hræðslu, kvíða, reiði, einangrun, öryggisleysi og þunglyndi. Hatursorðræða ýtir undir misrétti í samfélaginu og sé hún viðvarandi verður til jarðvegur fordóma, sem viðheldur útskúfun, jaðarsetningu og niðurlægingu. Jafnréttisstofa leggur áherslu á mikilvægi þess að einstaklingar þekki þessar alvarlegu afleiðingar sem hatursorðræða getur haft í för með sér, að þeir segi frá og sýni þeim samstöðu sem verða fyrir hatursorðræðu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa fjölbreyttar raddir að heyrast. Hins vegar getur hatursorðræða haft kælandi áhrif á samfélagsþátttöku og þátttöku í opinberri umræðu og þannig skaðað lýðræðið, þar sem fólk kann að draga sig í hlé og einangrast gegn eigin vilja. Þar með fer samfélagið á mis við mikilvæg sjónarhorn og umræðan verður einsleitari en ella. Stuðlum að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjumst gegn hatursorðræðu og rótum hennar, svo sem fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa. Höfundar eru sérfræðingur og framkvæmdarstjóri á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað. Þannig hljóma skilaboðin sem Jafnréttisstofa sendir íslensku samfélagi með herferðinni Orðin okkar sem hleypt er af stokkunum í dag. Í herferðinni er spjótum beint að hatursorðræðu og mikilvægi þess að berjast gegn henni. Hatursorðræða er tjáning fordóma eða haturs í garð tiltekinna hópa, t.d. vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með fordómum er til að mynda átt við fyrirfram mótaðar skoðanir sem byggja ekki endilega á raunverulegri reynslu. Hatursorðræða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, hópa og samfélagið allt. Þau sem verða fyrir hatursorðræðu kunna að upplifa ótta, niðurlægingu, hræðslu, kvíða, reiði, einangrun, öryggisleysi og þunglyndi. Hatursorðræða ýtir undir misrétti í samfélaginu og sé hún viðvarandi verður til jarðvegur fordóma, sem viðheldur útskúfun, jaðarsetningu og niðurlægingu. Jafnréttisstofa leggur áherslu á mikilvægi þess að einstaklingar þekki þessar alvarlegu afleiðingar sem hatursorðræða getur haft í för með sér, að þeir segi frá og sýni þeim samstöðu sem verða fyrir hatursorðræðu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa fjölbreyttar raddir að heyrast. Hins vegar getur hatursorðræða haft kælandi áhrif á samfélagsþátttöku og þátttöku í opinberri umræðu og þannig skaðað lýðræðið, þar sem fólk kann að draga sig í hlé og einangrast gegn eigin vilja. Þar með fer samfélagið á mis við mikilvæg sjónarhorn og umræðan verður einsleitari en ella. Stuðlum að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjumst gegn hatursorðræðu og rótum hennar, svo sem fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa. Höfundar eru sérfræðingur og framkvæmdarstjóri á Jafnréttisstofu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun