Sjónvarp gamla fólksins á Spáni ekki óhult enn Árni Sæberg skrifar 7. febrúar 2024 17:05 Sýn vildi í stefnu meina að Jón Einar hafi valdið sér stórkostlegum skaða með því að selja aðgang að sjónvarpsefni fyrirtækisins en sjálfur vill hann meina að hann hafi bara verið að hjálpa eldri Íslendingum á Spáni að nálgast íslenskt efni í sjónvarpið sitt. Skjáskot Landsréttur hefur fellt frávísunarúrskurð héraðsdóms í máli Sýnar gegn Jóni Einari Eysteinssyni úr gildi að hluta. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins. Í stefnu Sýnar var þess krafist að Jón Einar yrði dæmdur til refsingar fyrir að hafa allt frá 16. desember 2021, gegn betri vitund, brotið gegn höfundarrétti stefnanda með því að selja ótilgreindum fjölda fólks, meðal annars í gegnum vefsíðuna www.iptv-ice.com, aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu Sýnar gegn gjaldi. „Mér finnst þetta harkaleg stefna en ég læt bara minn lögmann um þetta. Það verður náttúrlega að svara þessu eins og hægt er,“ sagði Jón Einar á sínum tíma og bætti við að gamla fólkið á Spáni vildi sitt sjónvarp. Sögðu háttsemina ólögmæta í kröfugerð Í desember síðastliðnum kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þess efnis að stefnu Sýnar væri vísað frá dómi. Í úrskurðinum voru hinir ýmsu annmarkar á stefnunni taldir upp. Þar vó þyngst að í fyrsta kröfulið stefnunnar var að finna málsástæðu. Það er, samkvæmt orðanna hljóðan, bannað í lögum um meðferð einkamála. Í úrskurði héraðsdóms segir að upphafleg krafa Sýnar hafi hljóðað svo: „Að stefndi verði dæmdur til refsingar fyrir að hafa allt frá því 16. desember 2021, gegn betri vitund, brotið gegn höfundarrétti stefnanda með því að selja ótilgreindum fjölda fólks, m.a. í gegnum vefsíðuna www.iptv-ice-com, ólögmætan aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu stefnanda gegn gjaldi.“ Við munnlegan málflutning mótmælti Sýn kröfum Jóns Einars um frávísun en lýsti því yfir að félagið gerði þær breytingar á fyrstu tveimur kröfunum í stefnu að orðið „ólögmætan“ félli út úr þeim kröfum. Í niðurstöðukafla úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur segir að þrátt fyrir þá breytingu yrði litið svo á að kröfugerð Sýnar, eins og félagið hafi kosið að orða hana, hafi enn að geyma málsástæðu sem þar eigi ekki heima. Af þeim sökum sé óhjákvæmilegt annað en að vísa kröfu Sýnar samkvæmt fyrsta tölulið stefnunnar frá dómi án kröfu. Málsástæða í kröfugerð í lagi, segir Hæstiréttur Sýn kærði frávísunarúrskurð héraðsdóms til Landsréttar og krafðist þess að málið fengi efnismeðferð. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi um langt skeið verið látið átölulaust að í kröfugerð í einkarefsimálum væri vísað með almennum hætti til þeirrar háttsemi sem stefnandi teldi að varða ætti refsingu. Því yrði ekki séð að fyrsti kröfuliður stefnunnar væri háður slíkum annmörkum að ekki væri unnt að ljúka dómi á hann. Þá taldi Landsréttur ekki efni til að vísa frá dómi kröfu Sýnar um viðurkenningu á bótaskyldu Jóns Einars fyrir sömu háttsemi. Hinn kærði úrskurður var því felldur úr gildi að því er varðaði frávísun á þessum kröfum Sýnar og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið að því leyti til efnismeðferðar. Eftir stendur að kröfum Sýnar um að Jóni Einari yrði gert að afhenda ýmis gögn var vísað frá þar sem þær væru of opnar og óskýrar. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Spánn Dómsmál Sýn Tengdar fréttir Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægilega skýrar Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins. 19. desember 2023 17:13 Lögbann staðfest á ólöglega efnisveitu: Neitaði að sýna reikningana og sagði einhvern gera sér grikk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest lögbann á starfsemi Jóns Geirs Sigurbjörnssonar sem seldi meðal annars Íslendingum aðgang að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu í fótbolta undir merkjum IPTV-Iceland. 11. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Í stefnu Sýnar var þess krafist að Jón Einar yrði dæmdur til refsingar fyrir að hafa allt frá 16. desember 2021, gegn betri vitund, brotið gegn höfundarrétti stefnanda með því að selja ótilgreindum fjölda fólks, meðal annars í gegnum vefsíðuna www.iptv-ice.com, aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu Sýnar gegn gjaldi. „Mér finnst þetta harkaleg stefna en ég læt bara minn lögmann um þetta. Það verður náttúrlega að svara þessu eins og hægt er,“ sagði Jón Einar á sínum tíma og bætti við að gamla fólkið á Spáni vildi sitt sjónvarp. Sögðu háttsemina ólögmæta í kröfugerð Í desember síðastliðnum kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þess efnis að stefnu Sýnar væri vísað frá dómi. Í úrskurðinum voru hinir ýmsu annmarkar á stefnunni taldir upp. Þar vó þyngst að í fyrsta kröfulið stefnunnar var að finna málsástæðu. Það er, samkvæmt orðanna hljóðan, bannað í lögum um meðferð einkamála. Í úrskurði héraðsdóms segir að upphafleg krafa Sýnar hafi hljóðað svo: „Að stefndi verði dæmdur til refsingar fyrir að hafa allt frá því 16. desember 2021, gegn betri vitund, brotið gegn höfundarrétti stefnanda með því að selja ótilgreindum fjölda fólks, m.a. í gegnum vefsíðuna www.iptv-ice-com, ólögmætan aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu stefnanda gegn gjaldi.“ Við munnlegan málflutning mótmælti Sýn kröfum Jóns Einars um frávísun en lýsti því yfir að félagið gerði þær breytingar á fyrstu tveimur kröfunum í stefnu að orðið „ólögmætan“ félli út úr þeim kröfum. Í niðurstöðukafla úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur segir að þrátt fyrir þá breytingu yrði litið svo á að kröfugerð Sýnar, eins og félagið hafi kosið að orða hana, hafi enn að geyma málsástæðu sem þar eigi ekki heima. Af þeim sökum sé óhjákvæmilegt annað en að vísa kröfu Sýnar samkvæmt fyrsta tölulið stefnunnar frá dómi án kröfu. Málsástæða í kröfugerð í lagi, segir Hæstiréttur Sýn kærði frávísunarúrskurð héraðsdóms til Landsréttar og krafðist þess að málið fengi efnismeðferð. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi um langt skeið verið látið átölulaust að í kröfugerð í einkarefsimálum væri vísað með almennum hætti til þeirrar háttsemi sem stefnandi teldi að varða ætti refsingu. Því yrði ekki séð að fyrsti kröfuliður stefnunnar væri háður slíkum annmörkum að ekki væri unnt að ljúka dómi á hann. Þá taldi Landsréttur ekki efni til að vísa frá dómi kröfu Sýnar um viðurkenningu á bótaskyldu Jóns Einars fyrir sömu háttsemi. Hinn kærði úrskurður var því felldur úr gildi að því er varðaði frávísun á þessum kröfum Sýnar og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið að því leyti til efnismeðferðar. Eftir stendur að kröfum Sýnar um að Jóni Einari yrði gert að afhenda ýmis gögn var vísað frá þar sem þær væru of opnar og óskýrar. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Spánn Dómsmál Sýn Tengdar fréttir Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægilega skýrar Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins. 19. desember 2023 17:13 Lögbann staðfest á ólöglega efnisveitu: Neitaði að sýna reikningana og sagði einhvern gera sér grikk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest lögbann á starfsemi Jóns Geirs Sigurbjörnssonar sem seldi meðal annars Íslendingum aðgang að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu í fótbolta undir merkjum IPTV-Iceland. 11. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægilega skýrar Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins. 19. desember 2023 17:13
Lögbann staðfest á ólöglega efnisveitu: Neitaði að sýna reikningana og sagði einhvern gera sér grikk Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest lögbann á starfsemi Jóns Geirs Sigurbjörnssonar sem seldi meðal annars Íslendingum aðgang að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu í fótbolta undir merkjum IPTV-Iceland. 11. nóvember 2019 17:00