Útvistaðar rangfærslur Vinstri grænna Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Heilbrigðismál Landspítalinn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun