Segja göng Hamas liggja undir höfuðstöðvum UNRWA Árni Sæberg skrifar 11. febrúar 2024 08:39 Ísraelsmenn í göngum Hamas, sem sögð eru beint undir höfuðstöðvum UNRWA. Ariel Schalit/AP Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA. Í frétt Reuters um málið segir að fréttamönnum hafi verið boðið í vettvangsferð um göngin í fylgd sérfræðinga Ísraelshers. Eftir um tuttugu mínútna göngu í steikjandi hita ofan í göngunum hafi leiðsögumaður ferðarinnar sagt hópinn vera undir höfuðstöðvum UNRWA. Ísraelskur hermaður slakar myndavél ofan í göng Hamasliða. Þessi mynd er tekin innan lóðar UNRWA.Ariel Schalit/AP Þar hafi mátt sjá einhvers konar skrifstofurými með verðmætaskápum og tölvuþjónaherbergi. „Öllu er stýrt héðan. Allt rafmagnið fyrir göngin sem þið genguð í gegnum kemur héðan. Þetta er ein miðstöðva leyniþjónustunnar, þetta er einn af stöðunum þar sem leyniþjónusta Hamas stýrði átökunum,“ er haft eftir Ido, liðforingja Ísraelshers, sem leiddi vettvangsferðina. Kannast ekkert við göngin Töluvert hefur gustað um Palestínuflóttamannaaðstoðina eftir að fullyrt var að hluti starfsmanna hennar væru hliðhollir Hamas. Það hefur meðal annars leitt til þess að fjöldi ríkja hefur stöðvað eða fryst greiðslur til stofnunarinnar. Ísland er með þeirra sem hafa fryst greiðslur. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að höfuðstöðvar hennar á Gasaströndinni hefðu verið rýmdar þann 12. október síðastliðinn, fimm dögum eftir að stríðið hófst. Því gæti stofnunin ekki staðfest tilvist ganganna né tjáð sig um þau að öðru leyti. „UNRWA býr hvorki yfir hernaðar- og öryggismálaþekkingu né getu til þess að ráðast í rannsóknir á því hvað er, eða gæti verið, undir bækistöðvum stofnunarinnar.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Í frétt Reuters um málið segir að fréttamönnum hafi verið boðið í vettvangsferð um göngin í fylgd sérfræðinga Ísraelshers. Eftir um tuttugu mínútna göngu í steikjandi hita ofan í göngunum hafi leiðsögumaður ferðarinnar sagt hópinn vera undir höfuðstöðvum UNRWA. Ísraelskur hermaður slakar myndavél ofan í göng Hamasliða. Þessi mynd er tekin innan lóðar UNRWA.Ariel Schalit/AP Þar hafi mátt sjá einhvers konar skrifstofurými með verðmætaskápum og tölvuþjónaherbergi. „Öllu er stýrt héðan. Allt rafmagnið fyrir göngin sem þið genguð í gegnum kemur héðan. Þetta er ein miðstöðva leyniþjónustunnar, þetta er einn af stöðunum þar sem leyniþjónusta Hamas stýrði átökunum,“ er haft eftir Ido, liðforingja Ísraelshers, sem leiddi vettvangsferðina. Kannast ekkert við göngin Töluvert hefur gustað um Palestínuflóttamannaaðstoðina eftir að fullyrt var að hluti starfsmanna hennar væru hliðhollir Hamas. Það hefur meðal annars leitt til þess að fjöldi ríkja hefur stöðvað eða fryst greiðslur til stofnunarinnar. Ísland er með þeirra sem hafa fryst greiðslur. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að höfuðstöðvar hennar á Gasaströndinni hefðu verið rýmdar þann 12. október síðastliðinn, fimm dögum eftir að stríðið hófst. Því gæti stofnunin ekki staðfest tilvist ganganna né tjáð sig um þau að öðru leyti. „UNRWA býr hvorki yfir hernaðar- og öryggismálaþekkingu né getu til þess að ráðast í rannsóknir á því hvað er, eða gæti verið, undir bækistöðvum stofnunarinnar.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira