Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2024 16:00 Júlía Navalní, eiginkona Alexei, ávarpaði öryggisráðstefnuna í Munich i dag. AP/Kai Pfaffenbach Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. Hún segist eiga erfitt með að trúa fregnunum, sem hingað til hafa eingöngu komið frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Navalní var 47 ára gamall en hann er sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúr í fangelsinu í morgun og dáið í kjölfarið. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. Navalní hélt átakanlega ræðu í Munchen í Þýskalandi þar sem árleg öryggisráðstefna fer fram. Hún hóf ræðuna á því að hún hefði hugsað sig lengi um hvort hún ætti að hætta við ræðuna og fljúga beint til barna sinna en hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að Alexei hefði farið á svið, hefði hann getað það. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Sjá einnig: Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Navalní kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman gegn „illskunni“ í Kreml og kæmi ógnarstjórninni frá völdum. Þegar hún lauk ræðu sinni og gekk af sviðinu stóðu gestir í salnum á fætur og klöppuðu. Yulia Navalnaya at the Munich Security Conference:"I want #Putin and all his associates to know that they will be responsible for everything they have done to our country and my family. And that day will come very soon. I would like to call on the international community and pic.twitter.com/6XEa8ObFtw— The Anti-Corruption Foundation (@ACF_int) February 16, 2024 Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Hún segist eiga erfitt með að trúa fregnunum, sem hingað til hafa eingöngu komið frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Navalní var 47 ára gamall en hann er sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúr í fangelsinu í morgun og dáið í kjölfarið. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. Navalní hélt átakanlega ræðu í Munchen í Þýskalandi þar sem árleg öryggisráðstefna fer fram. Hún hóf ræðuna á því að hún hefði hugsað sig lengi um hvort hún ætti að hætta við ræðuna og fljúga beint til barna sinna en hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að Alexei hefði farið á svið, hefði hann getað það. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Sjá einnig: Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Navalní kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman gegn „illskunni“ í Kreml og kæmi ógnarstjórninni frá völdum. Þegar hún lauk ræðu sinni og gekk af sviðinu stóðu gestir í salnum á fætur og klöppuðu. Yulia Navalnaya at the Munich Security Conference:"I want #Putin and all his associates to know that they will be responsible for everything they have done to our country and my family. And that day will come very soon. I would like to call on the international community and pic.twitter.com/6XEa8ObFtw— The Anti-Corruption Foundation (@ACF_int) February 16, 2024
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira