Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 17:05 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/John Woods Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. Faðir forsætisráðherrans, Pierre Trudeau, sem var einnig forsætisráðherra á áttunda áratug síðustu aldar barðist fyrir auknu flæði innflytjenda á sínum tíma og viðhorf Kanadamanna til innflytjenda hefur síðan þá verið mjög jákvætt. Það hefur þó breyst hratt á undanförnum árum. Samhliða því hefur Kanadamönnum fjölgað verulega hratt og sérstaklega Kanadamönnum af erlendu bergi brotnu. Rúmlega tuttugu prósent allra kanadískra ríkisborgara fæddust í öðru landi. Í frétt Reuters segir að viðhorf almennings varðandi innflytjendur hafi verið í hæstu hæðum árið 2020. Í lok árs 2023 hafði neikvæðni almennings ekki mælst meiri í að minnsta kosti þrjá áratugi. Í október sögðu 44,5 prósent Kanadamanna að innflytjendur væru orðnir of margir og vísuðu flestir þeirra til skorts á húsnæði og hátt leiguverðs sem helstu ástæðuna fyrir því að þau væru þessar skoðunar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Trudeau á á brattann að sækja, sé miðað við skoðanakannanir í Kanada, fyrir væntanlegar kosningar á næsta ári. Hann mælist töluvert á eftir Pierre Poilievre, leiðtoga Íhaldsflokksins. Trudeau þarf að vinna sér inn milljónir atkvæða, vilji hann verða forsætisráðherra í fjórða sinn. Poilievre hefur ekki verið mjög málglaður um málefni innflytjenda í Kanada en sérfræðingur sagði í samtali við Reuters að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði fólks í þéttbýlum borgum landsins og þar væri mikið af innflytjendum sem hann hefði ekki efni á að reita til reiði. Marc Miller, innanríkisráðherra Kanada, sagði í viðtali við Reuters í síðasta mánuði að yfirvöld hefðu misst tökin á flæði innflytjenda. Það þyrfti að beisla það aftur því Kanada væri ekki ónæmt fyrir þeirri pólaríseringu sem bersýnileg væri í Bandaríkjunum. Kanada Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Faðir forsætisráðherrans, Pierre Trudeau, sem var einnig forsætisráðherra á áttunda áratug síðustu aldar barðist fyrir auknu flæði innflytjenda á sínum tíma og viðhorf Kanadamanna til innflytjenda hefur síðan þá verið mjög jákvætt. Það hefur þó breyst hratt á undanförnum árum. Samhliða því hefur Kanadamönnum fjölgað verulega hratt og sérstaklega Kanadamönnum af erlendu bergi brotnu. Rúmlega tuttugu prósent allra kanadískra ríkisborgara fæddust í öðru landi. Í frétt Reuters segir að viðhorf almennings varðandi innflytjendur hafi verið í hæstu hæðum árið 2020. Í lok árs 2023 hafði neikvæðni almennings ekki mælst meiri í að minnsta kosti þrjá áratugi. Í október sögðu 44,5 prósent Kanadamanna að innflytjendur væru orðnir of margir og vísuðu flestir þeirra til skorts á húsnæði og hátt leiguverðs sem helstu ástæðuna fyrir því að þau væru þessar skoðunar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Trudeau á á brattann að sækja, sé miðað við skoðanakannanir í Kanada, fyrir væntanlegar kosningar á næsta ári. Hann mælist töluvert á eftir Pierre Poilievre, leiðtoga Íhaldsflokksins. Trudeau þarf að vinna sér inn milljónir atkvæða, vilji hann verða forsætisráðherra í fjórða sinn. Poilievre hefur ekki verið mjög málglaður um málefni innflytjenda í Kanada en sérfræðingur sagði í samtali við Reuters að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði fólks í þéttbýlum borgum landsins og þar væri mikið af innflytjendum sem hann hefði ekki efni á að reita til reiði. Marc Miller, innanríkisráðherra Kanada, sagði í viðtali við Reuters í síðasta mánuði að yfirvöld hefðu misst tökin á flæði innflytjenda. Það þyrfti að beisla það aftur því Kanada væri ekki ónæmt fyrir þeirri pólaríseringu sem bersýnileg væri í Bandaríkjunum.
Kanada Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira