Um áhyggjur Guðmundur Arnar Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2024 08:30 Áhyggjum má skipta í litlar og miklar. Miklar áhyggjur trufla daglegt líf mikið en litlar lítið. Sumir hafa miklar áhyggjur af því sem aðrir hafa litlar áhyggjur af og öfugt. Þar af leiðandi er ekki hægt að gefa sér að ákveðnar áhyggjur séu litlar og aðrar miklar. Áhyggjur eru stundum eins og biluð plata. Áhyggjur spretta stundum fram eins og gorkúlur. Allar eru þær ágengar. Litlar áhyggjur eru eins og börn sem suða í þér um að fá annan ís, miklar áhyggjur eins og sölumenn dauðans sem hafa hag af að ná til þín. Þær trufla einbeitinguna, þú missir sjónar af því sem er mikilvægt. Hvað á að gera við áhyggjur? Sumar áhyggjur geturðu auðveldlega hrist af þér. Þú getur hlegið að þeim og snúið þér aftur að því sem þú varst að fást við. Ef þú upplifir ónotalega tilfinningu í tengslum við áhyggjur þínar, skaltu viðurkenna tilfinninguna og vonandi geturðu svo snúið þér að verkefni þínu. Stundum þarftu samt að gefa þér tíma til að skoða áhyggjurnar og gá hvort þær standist skoðun. Ef þú hefur áhyggjur af því að þér sé ekki að takast að framkvæma eitthvað eins vel og þú vilt er gott að skrifa á raunsæjan hátt um framgöngu þína. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Gerðu síðan breytingar til batnaðar. Ef þú komst illa fram við einhvern þá er gott að þú hafir miklar áhyggjur af því hvernig viðkomandi líði. Kannski er best að hafa samband, kannski ekki, það fer eftir aðstæðum. Það mikilvægasta er að einsetja sér að bæta hegðun sína og halda áfram. Ef þú hefur áhyggjur af því að einhverjum líki ekki við þig, mundu þá að ekki er hægt að stjórna því hvað öðrum finnst um þig. Í einhverjum tilvikum á við að losa um spennu sem hefur myndast á milli þín og viðkomandi með því að ræða málin. Stundum líkar einhverjum illa við þig og þú getur ekkert gert í því. Í mörgum tilvikum eru áhyggjurnar þó uppblásnar og standast ekki skoðun. Fólk er ekki að pæla eins mikið í þér og þú heldur. Áhyggjur eru stundum mikilvæg áminning um að breyta hegðun, viðvörunarljós eftir hrapaleg mistök, en oftast eru áhyggjur gruggugt baðvatn sem brúnaþung manneskja hrærir í með priki. Ný hugmynd streymir til þín eins og vatn úr sturtuhaus. Hvað ætlarðu að gera við nýju hugmyndina? Skrifa sögu? Höfundur er heimspekikennari í Réttarholtsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Áhyggjum má skipta í litlar og miklar. Miklar áhyggjur trufla daglegt líf mikið en litlar lítið. Sumir hafa miklar áhyggjur af því sem aðrir hafa litlar áhyggjur af og öfugt. Þar af leiðandi er ekki hægt að gefa sér að ákveðnar áhyggjur séu litlar og aðrar miklar. Áhyggjur eru stundum eins og biluð plata. Áhyggjur spretta stundum fram eins og gorkúlur. Allar eru þær ágengar. Litlar áhyggjur eru eins og börn sem suða í þér um að fá annan ís, miklar áhyggjur eins og sölumenn dauðans sem hafa hag af að ná til þín. Þær trufla einbeitinguna, þú missir sjónar af því sem er mikilvægt. Hvað á að gera við áhyggjur? Sumar áhyggjur geturðu auðveldlega hrist af þér. Þú getur hlegið að þeim og snúið þér aftur að því sem þú varst að fást við. Ef þú upplifir ónotalega tilfinningu í tengslum við áhyggjur þínar, skaltu viðurkenna tilfinninguna og vonandi geturðu svo snúið þér að verkefni þínu. Stundum þarftu samt að gefa þér tíma til að skoða áhyggjurnar og gá hvort þær standist skoðun. Ef þú hefur áhyggjur af því að þér sé ekki að takast að framkvæma eitthvað eins vel og þú vilt er gott að skrifa á raunsæjan hátt um framgöngu þína. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Gerðu síðan breytingar til batnaðar. Ef þú komst illa fram við einhvern þá er gott að þú hafir miklar áhyggjur af því hvernig viðkomandi líði. Kannski er best að hafa samband, kannski ekki, það fer eftir aðstæðum. Það mikilvægasta er að einsetja sér að bæta hegðun sína og halda áfram. Ef þú hefur áhyggjur af því að einhverjum líki ekki við þig, mundu þá að ekki er hægt að stjórna því hvað öðrum finnst um þig. Í einhverjum tilvikum á við að losa um spennu sem hefur myndast á milli þín og viðkomandi með því að ræða málin. Stundum líkar einhverjum illa við þig og þú getur ekkert gert í því. Í mörgum tilvikum eru áhyggjurnar þó uppblásnar og standast ekki skoðun. Fólk er ekki að pæla eins mikið í þér og þú heldur. Áhyggjur eru stundum mikilvæg áminning um að breyta hegðun, viðvörunarljós eftir hrapaleg mistök, en oftast eru áhyggjur gruggugt baðvatn sem brúnaþung manneskja hrærir í með priki. Ný hugmynd streymir til þín eins og vatn úr sturtuhaus. Hvað ætlarðu að gera við nýju hugmyndina? Skrifa sögu? Höfundur er heimspekikennari í Réttarholtsskóla.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar