Birti nöfn banamanna og hlaut þyngri dóm en þeir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2024 18:24 Mörgum Belgum þótti dómur banamannanna of vægur. Getty/Charles M Vella Flæmskur maður á þrítugsaldri hlaut í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að birta nöfn og myndir nemenda sem báru ábyrgð á dauða annars nemenda í grófri busun. Árið 2018 lést hinn tvítugi Sanda Dia vegna líffærabilunar eftir að hann hafði verið látinn drekka mikið magn lýsis og áfengis og látinn standa úti í frosti ásamt öðrum liðum grófrar busavígslunnar í hið flæmska Reuzegombræðralag í Háskólanum í Leuven í Belgíu. Samkvæmt réttarmeinafræðingi var megin dánarorsök mikið saltmagn lýsisins sem Sanda var látinn drekka. Hann var af senegölskum ættum og þótti mörgum Belgum málið tengjast kynþætti hans. Sluppu með samfélagsþjónustu og lága sekt Hinn 24 ára Nathan Vandergunst sem gengur undir nafninu Acid í netheimum birti myndband á YouTube þar sem hann nafngreindi þá sem báru ábyrgð á andláti Sandas en þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu og aldrei nafnbirtir. Í myndbandi birti hann einnig myndir af þeim. Honum verður einnig gert að greiða foreldrum einna þeirra nafngreindu tæpar þrjár milljónir króna vegna skaða sem veitingarekstur þeirra hefur orðið fyrir sökum nafnbirtinganna. Nathan var dæmdur fyrir áreitni, brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðingu. Nathan segist hafa tekið málin í eigin hendur þegar nöfn banamannanna voru ekki birt opinberlega og gerði þá téð myndband. Hins vegar birtist þar nafn nemenda sem tók ekki þátt í busavígsluninni og varð í kjölfarið fyrir miklu áreiti. Veitingastaður foreldra þessa nemenda hafi fengið holskeflu af lélegum dómum og gabbbókunum og þau kröfðust því skaðabóta. Nemandinn sjálfur krafðist ekki nema einnar táknrænnar evru. Sjái ekki eftir neinu Hollenski miðillinn RTL greinir frá því að úrskurðurinn hafi komið Nathan í uppnám en að hann væri stoltur af verknaðinum. „Það er áfall að heyra dómarann segja: „Þriggja mánaða fangelsi,“ jafnvel þó að það sé skilorðsbundið. Þetta verður á sakaskránni minni en það sama er ekki að segja um Reuzegommerana,“ segir Nathan. Reuzegommer er meðlimur bræðralagsins sem vígt var í þegar harmleikurinn átti sér stað. Hann segist samt sem áður munu halda ótrauður áfram og að hann sjái ekki eftir birtingunni. Hann ætli sér ekki að áfrýja dómnum og hyggi á að halda áfram að gera myndbönd. Belgía Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Árið 2018 lést hinn tvítugi Sanda Dia vegna líffærabilunar eftir að hann hafði verið látinn drekka mikið magn lýsis og áfengis og látinn standa úti í frosti ásamt öðrum liðum grófrar busavígslunnar í hið flæmska Reuzegombræðralag í Háskólanum í Leuven í Belgíu. Samkvæmt réttarmeinafræðingi var megin dánarorsök mikið saltmagn lýsisins sem Sanda var látinn drekka. Hann var af senegölskum ættum og þótti mörgum Belgum málið tengjast kynþætti hans. Sluppu með samfélagsþjónustu og lága sekt Hinn 24 ára Nathan Vandergunst sem gengur undir nafninu Acid í netheimum birti myndband á YouTube þar sem hann nafngreindi þá sem báru ábyrgð á andláti Sandas en þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu og aldrei nafnbirtir. Í myndbandi birti hann einnig myndir af þeim. Honum verður einnig gert að greiða foreldrum einna þeirra nafngreindu tæpar þrjár milljónir króna vegna skaða sem veitingarekstur þeirra hefur orðið fyrir sökum nafnbirtinganna. Nathan var dæmdur fyrir áreitni, brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðingu. Nathan segist hafa tekið málin í eigin hendur þegar nöfn banamannanna voru ekki birt opinberlega og gerði þá téð myndband. Hins vegar birtist þar nafn nemenda sem tók ekki þátt í busavígsluninni og varð í kjölfarið fyrir miklu áreiti. Veitingastaður foreldra þessa nemenda hafi fengið holskeflu af lélegum dómum og gabbbókunum og þau kröfðust því skaðabóta. Nemandinn sjálfur krafðist ekki nema einnar táknrænnar evru. Sjái ekki eftir neinu Hollenski miðillinn RTL greinir frá því að úrskurðurinn hafi komið Nathan í uppnám en að hann væri stoltur af verknaðinum. „Það er áfall að heyra dómarann segja: „Þriggja mánaða fangelsi,“ jafnvel þó að það sé skilorðsbundið. Þetta verður á sakaskránni minni en það sama er ekki að segja um Reuzegommerana,“ segir Nathan. Reuzegommer er meðlimur bræðralagsins sem vígt var í þegar harmleikurinn átti sér stað. Hann segist samt sem áður munu halda ótrauður áfram og að hann sjái ekki eftir birtingunni. Hann ætli sér ekki að áfrýja dómnum og hyggi á að halda áfram að gera myndbönd.
Belgía Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira