Opin landamæri Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:00 Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun