Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:37 Um hundrað af gíslunum sem Hamas-liðar rændu 7. október síðastliðinn eru enn í haldi samtakanna. AP/Maya Alleruzzo Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. Biden sagðist byggja vonir sínar á upplýsingum frá þjóðaröryggisráðgjafa sínum en á sama tíma hafa erlendir miðlar greint frá því að árangur hafi náðst í vopnahlésviðræðunum eftir að Ísraelar breyttu afstöðu sinni gagnvart því að láta lausa palestínska fanga dæmda fyrir alvarleg brot. Viðræðurnar hafa verið leiddar af embættismönnum frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjamönnum en New York Times segir þær hafa strandað á því að Ísraelsmenn hafi ekki viljað láta palestínumenn lausa sem hafa verið dæmdir fyrir morð né viljað semja um varanlegt vopnahlé. Nú ku það hins vegar hafa breyst, þar sem samningamenn Ísraels eru sagðir hafa fallist á tillögu Bandaríkjamanna sem kveður á um að Hamas sleppi fimm ísraelskum hermönnum, allt konum, gegn því að Ísraelsmenn láti lausa fimmtán einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir hryðjuverktengd brot. Hamas-samtökin hafa ekki tjáð sig um tillöguna, samkvæmt New York Times. Önnur atriði, á borð við lengd vopnahlésins, eru enn til umræðu. Um 100 gíslar eru enn í haldi Hamas og ofangreind tillaga Bandaríkjamanna er sagður þáttur í umfangsmeiri tillögu sem kveður á um lausn 40 fanga, þeirra á meðal veikra og særðra. Tillaga Bandaríkjanna er sögð ganga út á nokkurs konar reikniformúlu sem áður hefur verið notuð; fyrir hverja konu sem Hamas sleppir lætur Ísrael þrjá fanga lausa, sex fyrir hvern mann 50 ára og eldri og tólf fyrir hvern veikan eða særðan mann. Þá fæst einn „hátt skrifaður“ Palestínumaður í haldi Ísraels og fimmtán aðrir fyrir hvern og einn hermann sem Hamas sleppa. New York Times hefur eftir einum heimildarmanni að leiðtogi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar, sé opnari fyrir því nú en áður að semja um tímabundið vopnahlé, í þeirri von um að það verði varanlegt. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Biden sagðist byggja vonir sínar á upplýsingum frá þjóðaröryggisráðgjafa sínum en á sama tíma hafa erlendir miðlar greint frá því að árangur hafi náðst í vopnahlésviðræðunum eftir að Ísraelar breyttu afstöðu sinni gagnvart því að láta lausa palestínska fanga dæmda fyrir alvarleg brot. Viðræðurnar hafa verið leiddar af embættismönnum frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjamönnum en New York Times segir þær hafa strandað á því að Ísraelsmenn hafi ekki viljað láta palestínumenn lausa sem hafa verið dæmdir fyrir morð né viljað semja um varanlegt vopnahlé. Nú ku það hins vegar hafa breyst, þar sem samningamenn Ísraels eru sagðir hafa fallist á tillögu Bandaríkjamanna sem kveður á um að Hamas sleppi fimm ísraelskum hermönnum, allt konum, gegn því að Ísraelsmenn láti lausa fimmtán einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir hryðjuverktengd brot. Hamas-samtökin hafa ekki tjáð sig um tillöguna, samkvæmt New York Times. Önnur atriði, á borð við lengd vopnahlésins, eru enn til umræðu. Um 100 gíslar eru enn í haldi Hamas og ofangreind tillaga Bandaríkjamanna er sagður þáttur í umfangsmeiri tillögu sem kveður á um lausn 40 fanga, þeirra á meðal veikra og særðra. Tillaga Bandaríkjanna er sögð ganga út á nokkurs konar reikniformúlu sem áður hefur verið notuð; fyrir hverja konu sem Hamas sleppir lætur Ísrael þrjá fanga lausa, sex fyrir hvern mann 50 ára og eldri og tólf fyrir hvern veikan eða særðan mann. Þá fæst einn „hátt skrifaður“ Palestínumaður í haldi Ísraels og fimmtán aðrir fyrir hvern og einn hermann sem Hamas sleppa. New York Times hefur eftir einum heimildarmanni að leiðtogi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar, sé opnari fyrir því nú en áður að semja um tímabundið vopnahlé, í þeirri von um að það verði varanlegt.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49