Sprautuðu mykju yfir lögreglu í mótmælaskyni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2024 09:47 Bændur sprautuðu mykju yfir lögreglumenn í Brussel. Vísir/AP Bændur í Evrópu eru reiðir yfir lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og of mikilli skriffinsku sem tengist ýmsum reglugerðum Evrópusambandins. Bændur hafa nú mótmælt vikum saman víða um Evrópu. Í gær sprautuðu þeir mykju yfir lögreglumenn í Brussel í Belgíu, þeir lokuðu landamærum á milli Þýskalands og Póllands og mótmæltu lágu matvöruverði í Madríd á Spáni með því að blása í flautur, berja í kúabjöllur og börðu á trommur. Á sama tíma funda landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins um mótmælin og reyna að finna leiðir til að draga úr áhyggjum bændanna. Helsta ástæða mótmælanna er aukin skriffinnska og samkeppni vegna ódýrra vara frá löndum þar sem svo virðist vera að háum stöðum Evrópusambandsins sé ekki fylgt við framleiðslu. Þá lýsa bændur erfiðum atvinnuskilyrðum, að matvöruverð sé of lágt og að of mikið sé af ódýrri innfluttri vöru. Protests of Spanish farmers enter a third week epa11182584 Farmers from various parts of Spain march to number 46 of the Paseo de la Castellana, where the European Parliament Office in Spain is located, in Madrid, Spain, 26 Spain 2024. Protests of Spanish farmers have entered a third week while in Brussels an EU Agriculture and Fisheries Council meeting is held. EPA-EFE/J.J. GUILLEN Hreyfingin og mótmælin hafa aukist undanfarið en á sama tíma eru stjórnmálaflokkar að kynna stefnuskrár sínar og málefni í aðdraganda kosninga í Evrópuþinginu í júní á þessu ári. Á vef AP segir enn fremur að fyrr í þessum mánuði hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til hliðar tillögu gegn notkun skordýraeiturs. Það hafi verið tilraun til að málamiðla í þessu ástandi. Þá hefur ennig verið fjarlægð úr umhverfisáætlun sambandsins aðgerð um að draga úr losun vegna landbúnaðar fyrir árið 2040. Sýna aðstæðum bænda skilning Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir, sem funda nú í Brussel, hafi reynt að sýna fram á að þeir sýni ástandi skilningi. Þeir skilji að aðstæður séu erfiðar vegna ýmissa reglugerða tengt umhverfisvernd, vegna minni stuðnings frá sambandinu og að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft veruleg áhrif. Landbúnaðarráðherra Belgíu ræddi við blaðamenn eftir fund ráðherranna og sagði mikilvægt að bregðast við þessu ástandi, og það til langs tíma. Lögregla sprautaði úr vatnsbyssum á mótmælendur í Brussel. Vísir/EPA Landbúnaðarráðherra Frakklands, Marc Fesneau, tók undir það og sagði áriðandi að senda skýr skilaboð til bænda um að það væri verið að taka á þessu. Írski landbúnaðarráðherrann sagði áríðandi að draga úr skriffinnsku. Segja stjórnvöld ekki hlusta Á vef Reuters er haft eftir einum skipuleggjanda mótmælanna að bændur mótmæli því Evrópusambandið sé ekki að hlusta. „Við framleiðum matinn en þénum ekki nóg til að lifa á því. Af hverju er það? Vegna samninga um frjálsa verslun. Vegna afnáms hafta. Kröfur okkar snúast um sanngjörn laun,“ sagði Morgan Ody hjá samtökunum La Via Campesina. Lögreglan í Brussel greindi frá því í gær að 900 traktorum hefði verið ekið inn í Brussel og lagt við skrifstofur Evrópuráðsins þar sem ráðherrar Evrópusambandsins funda nú. Á vef AP segir að reykur hafi verið í lofti og að lögregla hafi verið klædd í búninga til að verjast óeirðum. Þá hafi lögregla verið búin að setja upp gaddavír á götu og steypuvarnir auk þess sem lögregla skaut táragasi og úr vatnsbyssum á bændurnar sem mótmæltu. Landbúnaðarráðherrar Evrópu ræða saman fyrir fund. Á myndinni eru Charlie McConalogue frá Írlandi, Luis Planas Puchades frá Spáni, David Clarinval frá Belgíu og Piet Adema frá Hollandi. Vísir/EPA Þar kemur einnig fram að traktorunum hafi einnig verið lagt á ýmsar aðalgötur í borginni til að koma í veg fyrir umferð og almenningssamgöngur. Suma traktorana var búið að hengja á skilti sem sögðu til dæmis: „Landbúnaður. Sem barn dreymir þig um það, sem fullorðinn deyrðu úr því.“ Einhverjir bændanna óku traktorunum sínum í gegnum varnarveggi lögreglunnar og í kjölfarið hvatti innanríkisráðherra Belgíu, Annelies Verlinden, lögreglu til að bera kennsl á þá mótmælendur sem væru að meiða fólk og hlýddu ekki fyrirmælum lögreglunnar. „Réttur okkar til að mótmæla er okkur mjög kær og hann verður að nota af virðingu,“ sagði hún síðar á samfélagsmiðlinum X. Le droit de manifester nous est cher, il doit donc être utilisé avec respect ! (3/3)— Annelies Verlinden (@AnneliesVl) February 26, 2024 Stutt er síðan mótmæla bænda urðu ofbeldisfull en í byrjun mánaðar kveiktu bændur í heyböggum og fleygðu eggjum í lögreglu nærri samkomu leiðtoga Evrópusambandsins. Mótmælt hefur verið í fleiri löndum en Belgíu en sem dæmi var púað á forseta Frakklands, Emmanuel Macron, á landbúnaðarráðstefnu í París um helgina. Bændur segja hann ekki gera nóg fyrir sig. Þá hefur einnig verið mótmælt á Spáni, í Hollandi og Búlgaríu. Evrópusambandið Frakkland Belgía Pólland Spánn Þýskaland Búlgaría Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Í gær sprautuðu þeir mykju yfir lögreglumenn í Brussel í Belgíu, þeir lokuðu landamærum á milli Þýskalands og Póllands og mótmæltu lágu matvöruverði í Madríd á Spáni með því að blása í flautur, berja í kúabjöllur og börðu á trommur. Á sama tíma funda landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins um mótmælin og reyna að finna leiðir til að draga úr áhyggjum bændanna. Helsta ástæða mótmælanna er aukin skriffinnska og samkeppni vegna ódýrra vara frá löndum þar sem svo virðist vera að háum stöðum Evrópusambandsins sé ekki fylgt við framleiðslu. Þá lýsa bændur erfiðum atvinnuskilyrðum, að matvöruverð sé of lágt og að of mikið sé af ódýrri innfluttri vöru. Protests of Spanish farmers enter a third week epa11182584 Farmers from various parts of Spain march to number 46 of the Paseo de la Castellana, where the European Parliament Office in Spain is located, in Madrid, Spain, 26 Spain 2024. Protests of Spanish farmers have entered a third week while in Brussels an EU Agriculture and Fisheries Council meeting is held. EPA-EFE/J.J. GUILLEN Hreyfingin og mótmælin hafa aukist undanfarið en á sama tíma eru stjórnmálaflokkar að kynna stefnuskrár sínar og málefni í aðdraganda kosninga í Evrópuþinginu í júní á þessu ári. Á vef AP segir enn fremur að fyrr í þessum mánuði hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til hliðar tillögu gegn notkun skordýraeiturs. Það hafi verið tilraun til að málamiðla í þessu ástandi. Þá hefur ennig verið fjarlægð úr umhverfisáætlun sambandsins aðgerð um að draga úr losun vegna landbúnaðar fyrir árið 2040. Sýna aðstæðum bænda skilning Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir, sem funda nú í Brussel, hafi reynt að sýna fram á að þeir sýni ástandi skilningi. Þeir skilji að aðstæður séu erfiðar vegna ýmissa reglugerða tengt umhverfisvernd, vegna minni stuðnings frá sambandinu og að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft veruleg áhrif. Landbúnaðarráðherra Belgíu ræddi við blaðamenn eftir fund ráðherranna og sagði mikilvægt að bregðast við þessu ástandi, og það til langs tíma. Lögregla sprautaði úr vatnsbyssum á mótmælendur í Brussel. Vísir/EPA Landbúnaðarráðherra Frakklands, Marc Fesneau, tók undir það og sagði áriðandi að senda skýr skilaboð til bænda um að það væri verið að taka á þessu. Írski landbúnaðarráðherrann sagði áríðandi að draga úr skriffinnsku. Segja stjórnvöld ekki hlusta Á vef Reuters er haft eftir einum skipuleggjanda mótmælanna að bændur mótmæli því Evrópusambandið sé ekki að hlusta. „Við framleiðum matinn en þénum ekki nóg til að lifa á því. Af hverju er það? Vegna samninga um frjálsa verslun. Vegna afnáms hafta. Kröfur okkar snúast um sanngjörn laun,“ sagði Morgan Ody hjá samtökunum La Via Campesina. Lögreglan í Brussel greindi frá því í gær að 900 traktorum hefði verið ekið inn í Brussel og lagt við skrifstofur Evrópuráðsins þar sem ráðherrar Evrópusambandsins funda nú. Á vef AP segir að reykur hafi verið í lofti og að lögregla hafi verið klædd í búninga til að verjast óeirðum. Þá hafi lögregla verið búin að setja upp gaddavír á götu og steypuvarnir auk þess sem lögregla skaut táragasi og úr vatnsbyssum á bændurnar sem mótmæltu. Landbúnaðarráðherrar Evrópu ræða saman fyrir fund. Á myndinni eru Charlie McConalogue frá Írlandi, Luis Planas Puchades frá Spáni, David Clarinval frá Belgíu og Piet Adema frá Hollandi. Vísir/EPA Þar kemur einnig fram að traktorunum hafi einnig verið lagt á ýmsar aðalgötur í borginni til að koma í veg fyrir umferð og almenningssamgöngur. Suma traktorana var búið að hengja á skilti sem sögðu til dæmis: „Landbúnaður. Sem barn dreymir þig um það, sem fullorðinn deyrðu úr því.“ Einhverjir bændanna óku traktorunum sínum í gegnum varnarveggi lögreglunnar og í kjölfarið hvatti innanríkisráðherra Belgíu, Annelies Verlinden, lögreglu til að bera kennsl á þá mótmælendur sem væru að meiða fólk og hlýddu ekki fyrirmælum lögreglunnar. „Réttur okkar til að mótmæla er okkur mjög kær og hann verður að nota af virðingu,“ sagði hún síðar á samfélagsmiðlinum X. Le droit de manifester nous est cher, il doit donc être utilisé avec respect ! (3/3)— Annelies Verlinden (@AnneliesVl) February 26, 2024 Stutt er síðan mótmæla bænda urðu ofbeldisfull en í byrjun mánaðar kveiktu bændur í heyböggum og fleygðu eggjum í lögreglu nærri samkomu leiðtoga Evrópusambandsins. Mótmælt hefur verið í fleiri löndum en Belgíu en sem dæmi var púað á forseta Frakklands, Emmanuel Macron, á landbúnaðarráðstefnu í París um helgina. Bændur segja hann ekki gera nóg fyrir sig. Þá hefur einnig verið mótmælt á Spáni, í Hollandi og Búlgaríu.
Evrópusambandið Frakkland Belgía Pólland Spánn Þýskaland Búlgaría Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira