Í karphúsi krónunnar Sigmar Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 08:00 Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sigmar Guðmundsson Kjaraviðræður 2023-24 Íslenska krónan Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar