Fimm prósent af þingmanni Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. mars 2024 13:30 Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun