Ef sænska krónan er of lítil hvað er þá sú íslenska? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2024 08:30 Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Evrópusambandið Viðreisn Svíþjóð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið. Sænski seðlabankastjórinn fyrrverandi segir jafnframt „ótrúlega skrítið“ og „þrjóskt“ að halda í krónuna og segir það stjórnast af „pólitískri óskhyggju en sé ekki efnahagslega sjálfbært.“ Svipaða sögu segir Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svía og formaður Moderaterna sem einmitt er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að eftir inngöngu Svía í Nató eigi þeir eingöngu eftir að segja skilið við veikan gjaldmiðil, sem sænska krónan er og taka upp evru. Þetta er áhugavert innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál þjóðar sem telur 10.673.669 íbúa samanborið við okkur Íslendinga sem telja 380 þúsund. Eða rúmlega þrjú prósent af sænsku þjóðinni. Séríslenskur sveigjanleiki Íslenska þjóðin er harðfylgin og dugleg. Við búum í nábýli við óbilgjarna náttúru og erum vön að hafa ekki aðra valkosti en að keyra okkur áfram á seiglu og þrautseigju. Íslenska krónan er því að einhverju leyti táknmynd Íslendingsins. Sérhagsmunaöflin reyna hins vegar að selja okkur þá hugmynd að sveigjanleiki krónunnar sé nauðsynlegur. En sá séríslenski sveigjanleiki er bara nauðsynlegur til að verjast … jú, hverju öðru en sveigjanleika krónunnar! Í vikunni voru samþykktir langtímakjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum. Það er fagnaðarefni. Framlag ríkisins verður 80 milljarðar á fjórum árum. Staðreyndin er samt sem áður sú að íslenska krónan kostar íslenska ríkissjóð hið minnsta 80 milljarða á ári. Það kostar árlega meira en 200 milljarða fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkið að hafa íslensku krónuna. Þá er ekki verið að draga fram öll tækifærin sem við glötum með því að hanga á íslensku krónunni. Lengi hefur verið kvartað og kveinað yfir fákeppni á mörgum sviðum. Sú fákeppni er auðvitað beintengd gjaldmiðlinum okkar. Ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk á kaffistofunum sýpur hveljur út af stóraukinni greiðslubyrði, býsnast yfir fjármagns- og umsýslukostnaði bankanna eða dýrri matarkörfu. Allt svo heimasmíðuð vandamál. Við sólundum sem sagt gríðarlegum fjármunum í þrjóskukastinu sem fylgir því að ríghalda í krónuna. Fjármunum sem betur væri varið í að styrkja stoðir velferðarinnar, heilbrigðiskerfisins og annarra innviða á Íslandi. Stefna Viðreisnar er skýr Viðreisn er eini flokkurinn á landinu sem talar fyrir breytingum í gjaldmiðilsmálum og þorir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum. Þjóðin verður að losna undan fjötrum litlu vanmáttugu krónunnar sem hefur misst meira en 98% af verðgildi sínu frá lýðveldisstofnun. Með tilheyrandi tjóni fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Grunnstefi Viðreisnar verður ekki breytt í kapphlaupi skoðanakannana. Svo það sé ljóst. Almannahagsmunir framar sérhagsmunum er mikilvægara sem aldrei fyrr. Og svo verða stjórnmálin, fjandakornið, að þora að horfa lengra en fram að næstu kosningum. Það þarf einfaldlega að fara að stjórna þessu landi. Haft var eftir fyrrnefnda sænska seðlabankastjóranum til sautján ára að dönsku, norsku og sænsku krónurnar væru „litlir skítagjaldmiðlar“ – hvað ætli honum finnist þá um þá íslensku? Höfundur er formaður Viðreisnar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun