Óforsvaranlegt að 2,1 milljarði verði varið til listaverkakaupa fyrir nýja Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 12:11 Ein samkeppni hefur þegar verið haldin um listaverk við nýja Landspítalann en þar varð hlutskarpast verkið Upphaf eftir Þórdísi Erlu Zoëga. Jón Gunnarsson og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á myndlistarlögum, þar sem lagt er til að kvöð um að verja prósenti af heildarkostnaði opinberrar byggingar til listaverkakaupa verði felld niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að heildarkostnaður nýbygginga geti verið mjög hár og til dæmis sé áætlaður heildarbyggingarkostnaður nýs Landspítala 210 milljarðar króna. Það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að það sé ekki hægt að réttlæta að einu prósenti, eða 2,1 milljarði króna, verði varið til listaverkakaupa fyrir eina byggingu. „Kaup á listaverkum eru í eðli sínu mjög frábrugðin hefðbundnum fjárútlátum hins opinbera vegna nýbygginga. Í fyrsta lagi hafa listaverkin hvorki áhrif á notkunarmöguleika byggingarinnar eða þá starfsemi sem byggingin hýsir. Í öðru lagi eru gæði listaverka eingöngu byggð á huglægu mati. Fagurfræðilegt mat er alltaf háð persónulegri skoðun hvers og eins og því ómögulegt að slá því föstu að tiltekið listaverk sé betra eða fegurra en önnur,“ segir í greinargerðinni. Því sé óeðlilegt að miða við tiltekna lágmarksfjárhæð við listaverkakaup, óháð þörfum byggingarinnar og gæðum þess sem keypt er. Fjárfesting af þessu tagi samrýmist illa kröfum laga um hagkvæma opinbera fjárstjórn. Fjölbreytileiki opinberra bygginga sé mikill og sumar þeirra þess eðlis að almenningi er bannaður aðgangur, til dæmis fangelsi og varnarmannvirki. Þar sé bersýnilega ekki jafn mikil þörf á því að kaupa listaverk. Frumvarpið nær eingöngu til 14. ákvæðis myndlistarlaga, þar sem kveðið er á um að prósenti af heildarbyggingarkostnaði sé varið til listaverkakaupa, en ekki 13. ákvæðisins, þar sem segir að opinberar byggingar og umhverfi þeirra skuli fegra með listaverkum. Landspítalinn Myndlist Rekstur hins opinbera Reykjavík Menning Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að heildarkostnaður nýbygginga geti verið mjög hár og til dæmis sé áætlaður heildarbyggingarkostnaður nýs Landspítala 210 milljarðar króna. Það sé mat flutningsmanna frumvarpsins að það sé ekki hægt að réttlæta að einu prósenti, eða 2,1 milljarði króna, verði varið til listaverkakaupa fyrir eina byggingu. „Kaup á listaverkum eru í eðli sínu mjög frábrugðin hefðbundnum fjárútlátum hins opinbera vegna nýbygginga. Í fyrsta lagi hafa listaverkin hvorki áhrif á notkunarmöguleika byggingarinnar eða þá starfsemi sem byggingin hýsir. Í öðru lagi eru gæði listaverka eingöngu byggð á huglægu mati. Fagurfræðilegt mat er alltaf háð persónulegri skoðun hvers og eins og því ómögulegt að slá því föstu að tiltekið listaverk sé betra eða fegurra en önnur,“ segir í greinargerðinni. Því sé óeðlilegt að miða við tiltekna lágmarksfjárhæð við listaverkakaup, óháð þörfum byggingarinnar og gæðum þess sem keypt er. Fjárfesting af þessu tagi samrýmist illa kröfum laga um hagkvæma opinbera fjárstjórn. Fjölbreytileiki opinberra bygginga sé mikill og sumar þeirra þess eðlis að almenningi er bannaður aðgangur, til dæmis fangelsi og varnarmannvirki. Þar sé bersýnilega ekki jafn mikil þörf á því að kaupa listaverk. Frumvarpið nær eingöngu til 14. ákvæðis myndlistarlaga, þar sem kveðið er á um að prósenti af heildarbyggingarkostnaði sé varið til listaverkakaupa, en ekki 13. ákvæðisins, þar sem segir að opinberar byggingar og umhverfi þeirra skuli fegra með listaverkum.
Landspítalinn Myndlist Rekstur hins opinbera Reykjavík Menning Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent