Misgengi í mannheimum Ingólfur Sverrisson skrifar 21. mars 2024 21:00 Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert. Nú hafa flest stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum gengið frá kjarasamningum til fjögurra ára og vonuðust til að Seðlabankinn sýndi lit á móti og lækkaði vexti hið snarasta. Því miður treysti hann sér ekki til þess og mun halda áfram að þrautpína skuldsett heimili, sem aðallega eru í eigu unga fólksins, ásamt þeim fyrirtækjum sem eru föst í íslenska krónuhagkerfinu og okurvöxtum sem því fylgir. Við sem erum skuldlaus sleppum að mestu við þennan refsivönd ásamt þeim 250 fyrirtækjum sem færa allt sitt í evrum eða dollurum og geta nýtt sér mun hagstæðari lánskjör til reksturs og vaxta. Af þessum sökum búa í raun tvær þjóðir í þessu landi við mjög ólíkar aðstæður í fjárhagslegu tilliti. Ef Seðlabankinn hefði nú sýnt lit á móti og lækkað vexti – þó ekki væri nema lítið eitt - hefði kannski gefist svigrúm til að ræða af alvöru kosti þess að hverfa frá örmyntinni og taka upp stærri gjaldmiðil eins og til dæmis evruna. Ekki er langt síðan að virtir verkalýðsleiðtogar ræddu nauðsyn þess að skoða þessa hluti alvarlega enda sýndist þeim að ein meginástæða verðbólgunnar hér á landi sé gjaldmiðillinn okkar smái sem aðdáendur hans líkja ýmist við töfratæki eða aðeins hitamæli sem engin áhrif hefur á framvindu efnahagsmála. Eina sem gildi sé að stjórna efnahagsmálunum rétt og skynsamlega. Því miður hefur ekkert heyrst frá verkalýðsleiðtogunum um þennan vandræðagjaldmiðil undanfarið. Enn síður frá samtökum atvinnurekenda sem banna í raun alla umræðu um trúartáknið eina innan þeirra raða enda þótt ekkert þeirra fyrirtækja sem færa allt sitt í evrum eða dollurum í dag vilji komast undir íslensku krónuna aftur. Skiljanlega. Bankastjóri hallar sér værðarlega aftur í sæti sínu og segir gustuk að gefa krónunni enn eitt tækifærið enda mun hún tryggja að íslensku bankarnir haldi tryggilega einokunarstöðu sinni og græði áfram á tá og fingri. Þá þurfi ekki að óttast að erlendir bankar hafi áhuga á að hefja starfsemi hér á landi og bjóða upp á eðlilega samkeppni. Nei, áfram með einokunina og þá farsælu lausn að senda reikninginn fyrir verðbólgunni og háum vöxtum áfram til unga fólksins sem er að koma yfir sig þaki og ennfremur til efnilegra sprotafyrirtækja sem enn eru læst inni í krónuhagkerfinu. Á meðan getum við hin skuldlausu haldið áfram óáreitt að velja á milli margra álitlegra kosta sem birtast í auglýsingum um ferðalög erlendis og nú fylla alla fjölmiðla. Einnig eru fyrirtæki, sem nýta sér evru eða dollara áfram í færum að fá hagstæð lán til reksturs og fjárfestinga. Eftir sem áður fá margir andlegar innantökur af því að horfa upp á slíkt misgengi í þjóðfélagi sem vill kenna sig við jöfnuð og velferð. En þrátt fyrir allt ætti núverandi staða að blása þeim byr í brjóst sem vilja breyta þessu ólánsástandi til betri vegar. En þá verður fólk að hafa kjark til að tala um íslensku krónuna – minnsta gjaldmiðil í heimi. Hvort er hún töfratæki, bara hitamælir eða skaðvaldur í íslensku efnahagslífi? Engin ástæða til að forðast þá umræðu fyrir hræðslu sakir. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Ingólfur Sverrisson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert. Nú hafa flest stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum gengið frá kjarasamningum til fjögurra ára og vonuðust til að Seðlabankinn sýndi lit á móti og lækkaði vexti hið snarasta. Því miður treysti hann sér ekki til þess og mun halda áfram að þrautpína skuldsett heimili, sem aðallega eru í eigu unga fólksins, ásamt þeim fyrirtækjum sem eru föst í íslenska krónuhagkerfinu og okurvöxtum sem því fylgir. Við sem erum skuldlaus sleppum að mestu við þennan refsivönd ásamt þeim 250 fyrirtækjum sem færa allt sitt í evrum eða dollurum og geta nýtt sér mun hagstæðari lánskjör til reksturs og vaxta. Af þessum sökum búa í raun tvær þjóðir í þessu landi við mjög ólíkar aðstæður í fjárhagslegu tilliti. Ef Seðlabankinn hefði nú sýnt lit á móti og lækkað vexti – þó ekki væri nema lítið eitt - hefði kannski gefist svigrúm til að ræða af alvöru kosti þess að hverfa frá örmyntinni og taka upp stærri gjaldmiðil eins og til dæmis evruna. Ekki er langt síðan að virtir verkalýðsleiðtogar ræddu nauðsyn þess að skoða þessa hluti alvarlega enda sýndist þeim að ein meginástæða verðbólgunnar hér á landi sé gjaldmiðillinn okkar smái sem aðdáendur hans líkja ýmist við töfratæki eða aðeins hitamæli sem engin áhrif hefur á framvindu efnahagsmála. Eina sem gildi sé að stjórna efnahagsmálunum rétt og skynsamlega. Því miður hefur ekkert heyrst frá verkalýðsleiðtogunum um þennan vandræðagjaldmiðil undanfarið. Enn síður frá samtökum atvinnurekenda sem banna í raun alla umræðu um trúartáknið eina innan þeirra raða enda þótt ekkert þeirra fyrirtækja sem færa allt sitt í evrum eða dollurum í dag vilji komast undir íslensku krónuna aftur. Skiljanlega. Bankastjóri hallar sér værðarlega aftur í sæti sínu og segir gustuk að gefa krónunni enn eitt tækifærið enda mun hún tryggja að íslensku bankarnir haldi tryggilega einokunarstöðu sinni og græði áfram á tá og fingri. Þá þurfi ekki að óttast að erlendir bankar hafi áhuga á að hefja starfsemi hér á landi og bjóða upp á eðlilega samkeppni. Nei, áfram með einokunina og þá farsælu lausn að senda reikninginn fyrir verðbólgunni og háum vöxtum áfram til unga fólksins sem er að koma yfir sig þaki og ennfremur til efnilegra sprotafyrirtækja sem enn eru læst inni í krónuhagkerfinu. Á meðan getum við hin skuldlausu haldið áfram óáreitt að velja á milli margra álitlegra kosta sem birtast í auglýsingum um ferðalög erlendis og nú fylla alla fjölmiðla. Einnig eru fyrirtæki, sem nýta sér evru eða dollara áfram í færum að fá hagstæð lán til reksturs og fjárfestinga. Eftir sem áður fá margir andlegar innantökur af því að horfa upp á slíkt misgengi í þjóðfélagi sem vill kenna sig við jöfnuð og velferð. En þrátt fyrir allt ætti núverandi staða að blása þeim byr í brjóst sem vilja breyta þessu ólánsástandi til betri vegar. En þá verður fólk að hafa kjark til að tala um íslensku krónuna – minnsta gjaldmiðil í heimi. Hvort er hún töfratæki, bara hitamælir eða skaðvaldur í íslensku efnahagslífi? Engin ástæða til að forðast þá umræðu fyrir hræðslu sakir. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar