Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:39 Unnið að því að styrkja varnir Úkraínumanna í Kharkív. AP/Efrem Lukatsky Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandins hafa komist að samkomulagi um að veita vöxtum af þeim eignum Rússa sem hafa verið frystar í refsiaðgerðum sambandsins til að fjármagna varnir Úkraínumanna. Leiðtogarnir funda nú í Brussel en samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir mun upphæðin nema um þremur milljörðum evra á þessu ári og standa vonir til að Úkraínumenn gætu fengið milljarð strax í sumar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir fundarhöld í gær að það væri sterkur vilji til að nýta fjármunina til að efla hernaðarlega stöðu Úkraínumanna. Leiðtogarnir yrðu hins vegar að vinna hratt. Von der Leyen sagði einnig að Evrópusambandið væri að skoða leiðir til að auka skatta á kornvöru frá Rússlandi, þar á meðal kornvöru sem hefði verið stolið frá Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Guardian settu Ungverjar sig upp á móti tillögunum um nýtingu vaxtartekna hinna frystu eigna en þeir eru sagðir hafa látið af mótmælum sínum gegn því að tillagan yrði orðuð þannig að það væri ekki tekið fram að til stæði að verja fjármununum til að vopna Úkraínumenn. Enn á eftir að ákveða hvernig heildarupphæðin verður hlutuð í sundur en gert er ráð fyrir að um 90 prósentum verði varið til hernaðarmála og um það bil tíu prósentum til uppbyggingar. Þá hefur verið rætt að verja mögulega einhverjum fjármunum til friðargæslu annars staðar í heiminum, til að koma til móts við andstöðu Ungverja. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt fyrirætlanirnar og segja þær brot á alþjóðalögum. Sérfræðingar viðurkenna að ákveðin áhætta felist í fjárnáminu og að Evrópa verði mögulega skikkuð til þess af alþjóðlegum dómstólum að skila peningunum að stríði loknu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Leiðtogarnir funda nú í Brussel en samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir mun upphæðin nema um þremur milljörðum evra á þessu ári og standa vonir til að Úkraínumenn gætu fengið milljarð strax í sumar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði eftir fundarhöld í gær að það væri sterkur vilji til að nýta fjármunina til að efla hernaðarlega stöðu Úkraínumanna. Leiðtogarnir yrðu hins vegar að vinna hratt. Von der Leyen sagði einnig að Evrópusambandið væri að skoða leiðir til að auka skatta á kornvöru frá Rússlandi, þar á meðal kornvöru sem hefði verið stolið frá Úkraínu. Samkvæmt umfjöllun Guardian settu Ungverjar sig upp á móti tillögunum um nýtingu vaxtartekna hinna frystu eigna en þeir eru sagðir hafa látið af mótmælum sínum gegn því að tillagan yrði orðuð þannig að það væri ekki tekið fram að til stæði að verja fjármununum til að vopna Úkraínumenn. Enn á eftir að ákveða hvernig heildarupphæðin verður hlutuð í sundur en gert er ráð fyrir að um 90 prósentum verði varið til hernaðarmála og um það bil tíu prósentum til uppbyggingar. Þá hefur verið rætt að verja mögulega einhverjum fjármunum til friðargæslu annars staðar í heiminum, til að koma til móts við andstöðu Ungverja. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt fyrirætlanirnar og segja þær brot á alþjóðalögum. Sérfræðingar viðurkenna að ákveðin áhætta felist í fjárnáminu og að Evrópa verði mögulega skikkuð til þess af alþjóðlegum dómstólum að skila peningunum að stríði loknu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira